Börn og menning - 01.10.2002, Page 16

Börn og menning - 01.10.2002, Page 16
14 Börn og menning lirfan sem hún skammaði svo ákaft, en litla lirfan man allt og fyrirgefur því heimur henn- ar er svo fallegur og það er svo gaman að fljúga! Inn í þetta fléttast svo snörp fræðsla um hvernig lífið gengur fyrir sig meðal skordýra í garðinum, allt afskaplega nett og smart, en það fallegasta við myndina er að þótt litla lirfan Ijóta sé orðin að fallegu fiðrildi, þá er hún alveg jafn ófríð og áður þessi elska, skökk í framan og skögultennt. Fegurðin er jú svo margskonar. Stemningin á frumsýningu var rafmögnuð og ungarnir lifðu sig hvílíkt inn í myndina að þegar ógnvekjandi kóngulóin var við það að hremma litlu lirfuna Ijótu hrópaði einn upp fyrir sig, með grátstafinn í kverkunum: „Þetta er hræðileg mynd, ég vil fara heim!" Betri meðmæli er varla hægt að hugsa sér, því til að ná fram slíkri skelfingu þarf barnið að hafa tekið aðalhetjuna, litlu Ijótu lirfuna, að hjarta sér. Lilo og Stitch Disney-fyrirtækið hefur löngum legið undir ámæli fyrir að framleiða afturhaldsamt barnaefni, að taka sögur eins og af litlu haf- meyjunni og matreiða hana á íhaldsaman hátt, að bjóða upp á staðlaðar kvenímyndir sem minna mest á barbídúkkur og þar fram eftir götunum. Það þótti því hið besta mál þegar fleiri fyrirtæki eins og Dreamworks, fóru að framleiða teiknimyndir, sem skáru sig um margt úr hinum hefðbundna Disney-stíl og gerðu jafnvel grín að honum, en dæmi um slíka mynd er Skrekkur sem fjallað er um annarsstaðar f þessu riti. Á sínum tíma þótti Mulan dæmi um að Disney væri að brjótast undan eigin íhalds- semi, en þar segir frá kínverskri stúlku sem á erfitt með að fóta sig í sínu hefðbundna kyn- hlutverki. Það að Mulan er kínversk breytti strax ímynd Disney-kvennanna, en yfirbragð hennar var austurlenskt öfugt við hina eilífu Ijóshærðu og/eða bláeygu og ofurfínlegu prinsessur sem hafa aflað Disney svo mikilla vinsælda. (I Disney-búðinni í New York var hægt að kaupa endalausa prinsessupakka, ferðatöskur á hjólum, snyrtidót og kjóla.) En ég held að óhætt sé að segja að með Lilo og Stitch sé gengið enn lengra í því að skapa aðrar kvenímyndir. Litla systir Nani, Lilo, er afskaplega sjálf- stæður og - viðurkennum það bara - óþekkur krakkaormur! Hún veldur Nani eilífum vandræðum, en þær eru munaðar- leysingjar og stóra systir þarf að berjast fyrir réttinum til að fá að hafa Lilo hjá sér. Lilo vill eignast hund en ekki vill betur til en svo að hún hrífst mest af afskaplega undarlegu „Betri meðmaeli er varla hægt að hugsa sér, því til að ná fram slíkri skelfingu þarf barnið að hafa tekið aðalhetjuna, litlu Ijótu lirfuna, að hjarta sér."

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.