Börn og menning - 01.10.2002, Page 21
Tsatsiki og mútta
19
Línu langsokk: hún er Lína sem fullorðin
kona og þótt kroppurinn hafi breyst er hún
uppátækjasöm og uppreisnargjörn eins og
freknótta stelpan með rauðu flétturnar. Hún
rífur sig úr skóm og sokkum, gengur á hönd-
unum um skólalóðina og veifar með tánum.
Hún rífur gleraugun af skólastjóranum,
skammast í honum, spilar í hljómsveit og
klifrar í trjám. Samt er hún engin ofur-
mamma, hún á sínar myrku stundir; eins og
margar mæður þjáist hún af samviskubiti yfir
því að vera ekki nógu góð móðir, að geta
ekki einu sinni búið til kjötbollur, og það sem
meira er: að hafa ekki gefið drengnum tæki-
færi til að kynnast föður sínum. Ástin sem
sonur hennar með heita, suðræna hjartað
eys yfir hana læknar þessi sár að mestu leyti.
Stærsti kosturinn við múttu er hversu
mannleg og breysk hún er. Hún elskar of
mikið, lifir fyrir liðandi stund og hugsar ekki
alltaf um afleiðingarnar. Hún grætur þegar
vænta mætti hláturs og hlær þegar aðrir
hafa áhyggjur af smámunum. Sumum þætti
hún einum of umburðarlynd og agalaus
hvað strákinn varðar. Þessar frjálslegu upp-
eldisaðferðir hennar hafa þó dugað vel og
sáð fræjum siðferðis- og réttlætiskenndar í
Tsatsiki. Ungir krakkar sem eldri hljóta að
hafa gaman af því að lesa um svona krakka
sem þora að láta reyna á mörk hins hættu-
lega og forboðna. Lesandi sem einhvern
tíma hefur verið lítill skilur svo vel þá óskap-
legu þrá og óstjórnlegu forvitni sem heltek-
ur hinn unga Tsatsiki þegar hann sér nælon-
sokkaklædda, loðna fótleggi kennslukon-
unnar. Hann hreinlega verður að snerta þá.
Hann er nú einu sinni sonur hinnar breysku
múttu og verður að láta undan skyndi-
hvötum sínum, hverjar sem afleiðingarnar
eru.
Húmor á húmor ofan
Uppáhaldsréttur múttu er gríski rétturinn
Tzatsiki. Hún vildi nefna strákinn eftir rétt-
inum sem hún elskar og gera það almenni-
lega - tvöfalt - en kunni ekki rétta stafsetn-
ingu, svo nafnið varð Tsatsiki-Tsatsiki (það er
sennilega engin mannanafnanefnd f
Svíþjóð). Tsatsiki er sjö ára þegar sagan hefst
og hann er ótrúlega sniðugur strákur sem
ásamt Pétri Hannesi vini sínum minnir um
margt á félagana Jón Odd og Jón Bjarna er
þeir lögðu á ráðin um að fá sér súkkulaði-
köku eða skoða öskuhaugana. Einn dásam-
legasti kafli bókarinnar heitir „Mömmu-
leikur" og segir frá því er Tsatsiki og Pétur
Hannes fara í mömmuleik með tveimur
stelpum. Tsatsiki setur á sig bleiu og leikur
barnið en. Pétur Hannes er pabbinn og
klæðir sig úr öllu ásamt mömmunni. Móðir
Péturs Hannesar fær næstum hjartaáfall en
mútta blessunin skilur krakka, hún hlær að
öllu saman.
mútta og löggan". Myndin hlaut, eins og
bækurnar, mjög góðar viðtökur. Hún var val-
in kvikmynd ársins í Svíþjóð 1999 og á kvik-
myndahátíðinni í Lubeck 1999 var hún besta
barnamyndin á Norðurlöndum. Síðan hefur
hún verið sýnd víða um heim, meðal annars
i íslensku sjónvarpi árið 2000, og hlotið
mikið lof gagnrýnenda.
Vonandi líður ekki á löngu þar til næsta
bók um Tsatsiki kemur út á íslandi en í henni
fáum við vonandi að kynnast gríska
kolkrabbaveiðimanninum sem heillaði múttu
með þessum yndislegu afleiðingum.
Framhaldið: bækur og kvikmyndir
Sem betur fer koma fleiri bækur um Tsatsiki.
Alls hafa fimm bækur um hann komið út í
Svíþjóð og þær verða ekki fleiri því Moni seg-
ir að hann sé orðinn of gamall til að höfða til
þess lesendahóps sem hún er að skrifa fyrir.
Bækurnar, sem fylgja stráknum frá 7 til 10
ára aldurs, eru margverðlaunaðar. Moni fékk
m.a. Nils Holgersson-viðurkenninguna sem
eru ein virtustu barnabókaverðlaunin í Sví-
þjóð. Hún fékk „Bokjuryn" verðlaunin fyrir
bækurnar 1997, 1999 og 2001. Hún kom á
reiðhjólinu sínu til að taka á móti þeim verð-
launum fyrir Tsatsiki og Retzina árið 2001 og
sagði við það tilefni að verðlaunin væru I sín-
um augum næstum eins og Nóbelsverðlaun-
in. Engin furða, því að baki þeim stóð kvið-
dómur skipaður 57 þúsund sænskum skóla-
börnum.
Kvikmyndaframleiðandinn Felicia Film
keypti kvikmyndaréttinn að bókunum og
byrjaði á myndinni sem gerð er eftir fyrstu
tveimur bókunum, Tsatsiki og múttu og
Tsatsiki og pápa, með titlinum „Tsatsiki,
Höfundur er doktor í barnabókmenntum,
rithöfundur og þýðandi
I
fSTÆ