Börn og menning - 01.10.2002, Síða 24

Börn og menning - 01.10.2002, Síða 24
22 Börn og menning Þegar Sunna segir foreldrum sínum og fjölskyldu loksins frá þessu standa þau hins vegar með henni og að því leyti er sagan raunsæ lýsing á lífi flestra íslenskra unglinga, sem betur fer. Hún er hvött til dáða og lætur óléttuna ekki stöðva sig í því að hefja nám í framhaldsskóla og syngja þar með kórnum. Hún kynnist nýjum krökkum og kemst að því að sumir strákar eru hrifnir af henni þó að hún sé ólétt. Líkaminn og óánægja með hann eru ákveðin leiðarstef í bókinni en Sunna breytist úr því að vera grönn 15 ára stelpa í ólétta konu. Þessi óánægja er ítrekuð þegar hún sér Bigga barnsföður sinn með annarri stelpu: „Við hliðina á honum gengur stelpa. Ljóshærð, hávaxin, mjó. Ógeðslega mjó. [...] Svakalega var hún mjó." (120-121) 40 vikur nær að vera spennandi saga þó að hún sé „bara" lýsing á meðgöngu einnar unglingsstúlku. Það er vegna þess að ekkert er dregið undan, væmni er hvergi sjáanleg og tilfinningalegar andstæður eru skýrt dregnar fram. Og þó að allt fari vel að lokum og barnið komi heilt í heiminn er Sunna ekki á bleiku skýi. Ljóst er að hún og Biggi taka ekki saman þó að hann sýni barninu áhuga. Hún gerir sér líka grein fyrir að fólk hefur mismunandi viðhorf til ungra mæðra og að hún á eftir að finna fyrir þeim. Þessi hressi- legi frásagnarstíll gerir söguna áhugaverða og spennandi. Hugarheimur þessarar ungu móður er annar en tíðkaðist í skáldsögum um svípuð efni fyrir tveimur áratugum eða svo. Eftir að Biggi sýnir ekki áhuga á áframhaldandi sam- bandi veltir Sunna sér lítið upp úr því. Að vera í sambandí með Bígga er ekki nauðsyn- leg undírstaða þess að eiga barn og vera fjöl- skylda. Breytt fjölskyldumynstur endurspegl- ast í breyttum hugarheimi unglings sem eigi að síður tilheyrir hefðbundinni kjarnafjöl- skyldu. Fimmtán ára krakkar eru ekki endi- lega á föstu þó að þeir eignist börn. Sunna er kunnugleg unglingsstúlka sem lesandi á auðvelt með að skilja og samsama sig með. Tengsl hennar við aðra eru einnig raunveruleg; systur hennar fara iðulega í taugarnar á henni og hún og mamma henn- ar eiga sínu slæmu daga. Aðrar persónur eru að sama skapi trúverðugar en þeim er öllum lýst í gegnum Sunnu. Mamma hennar og pabbi eru þannig sannfærandi persónur og sama má segja um ömmu hennar í bænum þó að amma og afi fyrir norðan séu nánast eíns og úr annarri sögu, ávallt með kakó og pönnukökur við höndina. Vafalítið eru 40 vikur ein besta bók um þessi efni sem komið hefur út lengi og er lík- lega betri en margar kynfræðslu- og stelpna- fræðslubækur til að vekja umræðu og áhuga á þessum málefnum án þess að fordæma eða upphefja. Hér er horft á heiminn án for- dóma og lesandi getur ekki annað en hrifist með á meðgöngunni. Spurn eftir tilgangi Velgengni þessara tveggja bóka sýnir að enn er spurn eftir bókum með skýran tilgang. Þær geta verið allt eins skemmtilegar og fyndnar sögur eða fantasíur vegna þess að lífið er í eðli sínu það sem menn hafa mestan áhuga á, hvort sem það eru spaugilegar hlið- ar eða erfiðari viðfangsefni. Maðurinn vill lesa um það sem hann getur skilið og sam- samað sig með og báðar þær sögur sem hér hafa verið til umfjöllunar fjalla um slík efni. Ég veít ekki hvort allir lesendur þessara bóka verða betri menn á eftir - en ábyggilega sumir og þá er tilganginum náð. Höfundur er við nám í íslenskum bókmenntum Frásagnir, þjóðfélag og menning Ráðstefna um barnabókmenntir í Þjóðarbókhlöðunni Það var dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, landsbókavörður, sem átti veg og vanda af því að bjóða hingað til lands tveimur þekktum fræðikonum á sviði barnabókmennta og fá þær til að halda erindi á ráðstefnu í Þjóðarbókhlöðunni 13. september sl. Dr. Maureen Nimon er prófessor við University of South Australia. Sérsvið hennar er saga barnabókmennta og þjóðfélagslegt hlutverk þeirra. Dr. Nimon hefur kennt bókasafnskennurum um árabil og skrifað fjölda greina og bóka um barnabókmenntir. Nefndi hún fyrirlestur sinn „Fantasy as Narrative for Virtual Communities" eða „Fantasían sem frásagnarmáti vefsamfélaga". Dr. Nimon heldur því fram að ríkjandi vinsældir fantasía eins og Hringadróttinssögu og Harry Potter megi að einhverju leyti skýra með breytingum á því hvernig tæknin hefur áhrif á líf okkar. Sýndi hún með dæmum úr áströlskum barnabókum hvernig grafið hefur verið undan hefðbundinni sögu Ástralíu sem breskrar ný- lendu eins og hún hefur hingað til verið kennd í barnaskólum þar í landi. Dr. Jean Webb er lektor við University College Worcester á Englandi og kennir barnabókmenntir. Hún hefur flutt fyrirlestra og kennt víða um heim, meðal annars nemendum ( bókasafnsfræði við Háskóla íslands. Fyrirlestur hennar bar heitið „Master narratives and contemporary English culture" eða „Hefðbundinn frásagnarmáti og ensk nútímamenning" en f honum beindi hún sjónum að þremur rithöfundum sem hafa skapað fantasíuheima í verkum sínum, Michael Morpurgo, Kevin Crossley-Holland og Philip Pullman. Það heyrir til tíðinda þegar haldnar eru ráðstefnur sem þessar á sviði barnabókmennta hér á landi því það er vægast sagt fátítt að við fáum tækifæri til að hlusta á erlenda fræðimenn í barnabókmenntum miðla rannsóknum sínum í eigin persónu. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að við fáum aftur svona góða gesti í heimsókn.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.