Börn og menning - 01.10.2002, Side 27
Magic Carpets
25
(slensku barnabókaverðlaunin 2002 hlaut Harpa Jónsdóttir, grunnskólakennari á ísafirði fyrir
bók sína Ferðin til Samiraka. Sagan er frumraun Hörpu á þessu sviði en hún segir frá Sigrúnu
sem er nýflutt til ísafjarðar. „Dag einn verður hún fyrir undarlegri upplifun og dregst inn í ver-
öld sem er gjörólík þeirri sem hún þekkir. Hún tekur þátt í að aðstoða fólk sem berst fyrir frelsi
sínu en óvinurinn virðist vera að fara með sigur af hólmi."
Ferðin til Samiraka er átjánda bókin sem hlýtur íslensku barnabókaverðlaunin. Að þessu
sinni bárust um tuttugu handrit í samkeppnina. Stjórn Vérðlaunasjóðsins skipa þau Kristín
Ármannsdóttir kennari, Jón Freyr Þórarinsson skólastjóri, Oddný S. Jónsdóttir fyrir hönd
Vöku-Helgafells, og Sólveig Ebba Ólafsdóttir frá Börnum og bókum, íslandsdeild IBBY-
samtakanna. Formaður stjórnar Verðlaunasjóðs er Pétur Már Ólafsson. Börn og menning
óska Hörpu til hamingju með verðlaunin.
Philip Pullman og Anna Heiða Pálsdóttir
vera án þess að hika," sagði hann. Slæmur
leikstjóri veit ekki hvar hann á að setja vélina.
Góðir leikstjórar virðast hafa innbyggða til-
finningu fyrir því hvar eigi að setja hana og
höfundar ættu að taka sér þá til fyrirmyndar.
Höfundur ætti líka að gæta þess, eins og
leikstjórinn, að vera ósýnilegur: hann verður
að hverfa. „Verum óhrædd að treysta sög-
unni," bætti hann við, „ekki kenna bókinni
um allt." Slæmur höfundur segir að kápan
sé ekki góð, bókinni sé ekki tranað fram,
o.s.frv. Sagan skiptir mestu og höfundur á
ekki að vera óöruggur eða feiminn gagnvart
henni. Svo sagði hann: „Ekki fara í
taugarnar á öðru fólki með feimni
þinni."
Enginn höfundur skrifar meðvitað
eingöngu fyrir börn, segir Pullman:
„Börn eru meðtalin í lesendahópn-
um." En við verðum að skilja að við
berum ábyrgð gagnvart yngstu les-
endunum, við verðum að skilja að allt
sem við lýsum hefur afleiðingar. Það
er á okkar ábyrgð að sýna vonar-
neista. Höfundur á alltaf að vera viss
um það þegar hann skilar inn handriti að
hann geti ekki gert betur.
Af fleiri ráðum sem Philip Pullman gaf kol-
legum sínum má nefna eitt sem varðar listina
að taka slæmri gagnrýni: „Exercise your for-
giveness muscles." Mjög gott ráð, því rithöf-
undar eiga ekki að eyða tíma og kröftum í
að óskapast yfir slæmri gagnrýni; hún kemur
frá einstaklingum og öll höfum við misjafnar
skoðanir.
Á ráðstefnunni var haldið uppboð á
rmyndum eftir barnabókahöfunda og rann
ágóðinn beint til IBBY í Suður-Afríku, til að
styrkja ferðir félagsmanna þeirra á alþjóð-
legu IBBY-ráðstefnuna sem haldin verður í
Höfðaborg 2004. Safnaðist um hálf milljón
fyrir þennan góða málstað. J.K. Rowling gaf
póstkort sem átti að bjóða upp á uppboðinu
en þegar til kastanna kom var ákveðið að
senda það til Sothebys í London: lágmarks-
boð var um 400 þúsund ISK. Á póstkortið
hafði hún ritað nokkur „leyndarmál" um
fimmtu bókina um Harry Potter, sem er
væntanleg eftir áramót. Sjálf komst Rowling
ekki á ráðstefnuna en sendi okkur sínar
bestu kveðjur ásamt þessu póstkorti.
Bresku höfundarnir voru mjög ánægðir að
sjá íslenskan fulltrúa á ráðstefnunni og töldu
gleðiefni ef jafnvel fleiri kæmust á þá næstu
sem haldin verður um svipað leyti 2003. Full-
víst er að margir íslenskir höfundar hefðu
áhuga á að fara þangað - en ráðstefnugjald
ásamt gistingu og fullu fæði í þrjá daga var
rétt um 30 þúsund krónur. Þegar upplýsingar
berast um næstu ráðstefnu verða þær settar
á vefsíðu Síung (www.rsi.is/siung).
Anna Heiða Pálsdóttir