Börn og menning - 01.10.2002, Síða 34

Börn og menning - 01.10.2002, Síða 34
32 Börn og menning og getið var um hér í upphafi. En leið Leikfé- lags Kópavogs að heimi ævintýranna er allt önnur og einkar athyglisverð. í stað þess að velja eitt ævintýri, setti hópurinn saman sýn- ingu úr sex ólíkum Grimmsævintýrum og úr- vinnsla þeirra og túlkun á þessu efni var bæði frumleg og nýstárleg, enda hlaut sýn- ingin viðurkenningar bæði heima og erlendis og var m.a. valin athyglisverðasta áhugaleik- sýning ársins og var sýnd af því tilefni á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Líklega er þessi glæsilegi árangur Leikfé- lags Kópavogs fyrst og fremst fólginn í því að leikhópurinn naut stjórnar Ágústu Skúla- dóttur sem hefur sérhæft sig í spunavinnu þar sem unnið er með hópefli og allir þátt- takendur eru virkir í sköpunarferli sýningar- innar. Sköpunar- og leikgleðin skiluðu sér mjög vel út til áhorfandans í sýningu sem einkenndist af fjölbreyttum stíl og ólíkum leiðum að þeim ævintýrum sem unnið var með, en þau voru: Hans og Gréta, Herra Kuskan, Hérinn og broddgölturinn, Gull- gæsin, Spunakerlingarnar og Kátur kunn- ingi. í hverju ævintýri fór leikhópurinn nýja leið og notaði sér fjölbreytilega möguleika leikhússins, t.a.m. voru stundum notaðar brúður og stundum ekki - og tónlist var skemmtilega fléttuð inn í sýninguna. En kannski var það ekki síst trúnaðurinn við ævintýrin sem átti þátt í að leiksýning Leik- félags Kópavogs sló í gegn, eða eins og einn aðstandandi sýningarinnar lýsti því í viðtali í Morgunblaðinu: „Við tókum þá ákvörðun um leið og við hófum vinnuna við sýninguna að vera ekkert að sótthreinsa eitt eða neitt, með því að taka út atriði sem gætu verið ó- hugnanleg, eða ekki alveg pólitísk rétt. [...] Ævintýrin birtast þarna alveg hrá og ómeng- uð, ef svo má segja." Höfundur er bókmenntafræðingur á fjölunum í vetur bjóða leikhúsin upp á ýmislegt fyrir börn og fjölskyldur eins og endranær. Borgarleikhúsið reið á vaðið í september með frumsýningu á Honk, Ljóti andarung- inn, eftir George Styles og Anthony Drewe Þetta er fyndinn og glaðlegur fjölskyldu- söngleikur sem snertir ungar jafnt sem eldri sálir og er að sjálfsögðu byggður á ævintýri H. C. Andersens um Ljóta andarungann. hússins hefur samið er einkum ætluð börnum á leikskólaaldri. í febrúar verður Tónleikur eftir Stefán Örn Arnarson og leik- hópinn frumsýndur. Þar er aðferðum leik- hússins beitt til að miðla tónlistarflutningi og sýn tónlistarmannsins á sellóið sitt. Um leið kynnast áhorfendur nýjum hliðum á þessu ( Möguleikhúsinu er að vanda margt gott í boði. Fyrsta frumsýning vetrarins var í októ- ber en þá birtist heimalningurinn Heiðar- snælda á sviðinu ásamt fleiri dýrum í sveit- inni. Sýningin sem leikhópur Möguleik-

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.