Börn og menning - 01.10.2002, Side 35
Búum tíl bókaorma
33
Bóklestur er yndisleg, hættulaus og tiltölu-
lega ódýr leið til að efla andann, fá útrás
fyrir tilfinningar og stytta sér stundir. Lest-
ur veitir ánægju, huggun, uppörvun, skiln-
ing, útrás og stundum hugljómun ... Svona
mætti halda áfram endaiaust en ég held að
þetta nægi til að undirstrika það sem ég vil
segja: Bóklestri fylgja svo mikil lífsgæði að
það er nánast heilög skylda okkar full-
orðna fólksins að gefa hverjum einasta
krakkaormi tækifæri til að verða bóka-
ormur!
Heyri ég úrtöluraddir? Það er svo margt
annað sem glepur, staða bókarinnar hefur
veikst svo mikið síðustu árin. Krökkum finnst
ekkertgaman að lesa lengur, o.s.frv., o.s.frv.
Ég get ekki hrakið þessar fullyrðingar með
því að vísa í vísindalegar kannanir en ég
bendi ykkur að fara inn á spjall- og afþrey-
ingarvefinn www.hugi.is. Sjáið það sem
Búum til bókaorma
- lestur er bestur
krakkarnir eru að skrifa um bækurnar sem
þau eru að lesa. Þar þykir svo fínt að vera
bókaormur að það er biðlisti fram í mars á
næsta ári eftir að hljóta þennan merkilega
titil!
Hvernig búum við til bókaorm?
Það er svo hlægilega auðvelt að engin getur
afsakað sig með tímaskorti, fjárskorti eða
öðrum fyrirslætti. Uppskriftin hljóðar svo:
1. Að lesa fyrir barnið strax frá fæðingu
(15 mínútur á dag nægja).
2. Að hafa bækur til taks fyrir barnið til að
handfjatla og jafnvel bíta í. Pantið bækur
fyrir barnið í afmælis- og jólagjafir. Fáið
ykkur bókasafnskort.
3. Að sýna gott fordæmi. Barn sem venst því
frá fæðingu að sjá fjölskylduna lesa
bækur er líklegra til að gera slíkt hið
sama.
Ef þetta dugir ekki þá viðurkennist hér
með að það á ekki fyrir öllum að liggja að á-
netjast bókum og ekkert við því að segja - en
öllum ætti að bjóðast tækifæri. Það er ekki
bara vegna alls þess sem ég nefndi í upphafi
greinarinnar heldur er barn sem er orðið
handgengið bókum þegar skólagangan
hefst sömuleiðis betur í stakk búið til að
takast á við námið.
Aldrei of snemmt
Margir velta fyrir sér hvenær sé tímabært að
byrja að lesa fyrir barnið. Spyrja má á móti:
Hvenær byrjar þú að tala við barnið þitt?
Flestir foreldrar tala við barn sitt strax í frum-
bernsku og þar sem notað er sama tungu-
mál í bókum er ekkert því til fyrirstöðu að
byrja um leið að lesa fyrir barnið. í fyrstu
skilur barnið auðvitað ekkert í því sem fram
fer en það venst röddinni sem les og bæði
barn og foreldri eiga notalega samverustund
sem getur orðið vanabindandi. Það er til
dæmis tilvalið fyrir foreldra í fæðingarorlofi
að efna strax til náinna kynna með því að
setjast með litla krílið og lesa upphátt. Það er
ekki eftir neinu að bíða.
Guðlaug Richter
klassíska hljóðfæri og sjá það í óvæntum
hlutverkum. Sýningin er einkum ætluð 10
ára og eldri. Auk þessara sýninga verða eldri
verk áfram á fjölum leikhússins. Frá fyrra
leikári verður Prumpuhóllinn eftir Þorvald
Þorsteinsson og Jólarósir Snuðru og Tuðru
eftir Iðunni Steinsdóttur en einnig má eiga
von á að þær systur fari á kreik þegar eldra
verk um þær verður tekið til sýninga á nýjan
leik. Völuspá Þórarins Eldjárn hefur nú
göngu sína þriðja árið í röð en auk þess að
vera á fjölunum hér heima fer það í leikferð-
ir til Finnlands, Færeyja og Kanada. Einnig
verður Skuggaleikur Guðrúnar Helgadóttur
á ferðinni og jólaleikrit Péturs Eggerz, Hvar
er Stekkjastaur? verður tekið upp að nýju.
Þjóðleikhúsið sýnir áfram leikritið um tví-
burana Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu
Helgadóttur og hina sívinsælu Karíus og
Baktus eftir Thorbjorn Egner.
í Loftkastalanum hafa Draumasmiðjan og ís-
medía nýlega frumsýnt fjölskyldusöngleik
byggðan á fyrstu bókinni um Benedikt búálf
og ævintýri hans og Dídíar mannsbarns í Álf-
heimum eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson sem
hefur sjálfur gert leikgerðina. Tónlistina
samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.
Leikfélag Akureyrar frumsýnir barna- og fjöl-
skylduleikritið Venjulegt kraftaverk eftir Jör-
geny Schwartz 13. desember. (leikritinu eru
söngvar og áhorfendur munu taka þátt í því
sem er að gerast. Leikstjórinn er Rússinn Vla-
dimir Bouchler en hann hefur getið sér gott
orð víða um Evrópu.
Á geðheilbrigðisdaginn 10. október frum-
sýndi Stoppleikhópurinn leikritið ( gegnum
eldinn. Valgeir Skagfjörð sá um leikgerðina
og byggir hana á samnefndri sögu tveggja
ungmenna sem hafa ánetjast fíkniefnavand-
anum. Farið verður með leikritið um allt land
og það sýnt nemendum 7.-10. bekkjar í
grunnskólunum. Kennarar horfa á leikritið
með nemendum sínum og stundum koma
foreldrar líka. í kjölfar sýninganna er svo
unnið úr efninu í skólanum með umræðum
og verkefnavinnu.