Börn og menning - 01.10.2002, Page 37

Börn og menning - 01.10.2002, Page 37
aðild en hingað til hafa eingöngu þau lönd sem teljast sjálfstæð og eiga aðild að Sam- einuðu þjóðunum verið gjaldgeng í IBBY. Var nefndinni gert að skila niðurstöðum fyrir næsta stjórnarfund í byrjun apríl nk. Annað hitamál sem var til umræðu á stjórnarfundunum varðaði framtíðarskipan IBBY og tengist því að í maí nk. lætur Leena Maissen af störfum sem framkvæmdastjóri samtakanna en hún hefur verið rödd þeirra og andlit um áratuga skeið. Þykir ýmsum að þetta sé kjörið tækifæri til að breyta rekstrar- fyrirkomulagi samtakanna og hefur m.a. komið upp sú hugmynd að draga úr starf- semi aðalskrifstofunnar í Basel en setja þess í stað á fót nokkrar svæðisskrifstofur. Fyrsta skrefið verður samt sem áður að auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra og hefur aðstoð- arkona Leenu, Liz Page, tekið að sér að gegna áfram sínu starfi að minnsta kosti þar til nýr framkvæmdastjóri er fundinn. Á það að tryggja að starfsemin leggist ekki niður í maí þegar Leena kveður. Kosin var ný stjórn á aðalfundinum og hlaut frambjóðandi Norðurlanda, Vagn Plenge frá Danmörku, kosningu. Vagn rekur lítið útgáfufyrirtæki, Hjulet, sem sérhæfir sig í útgáfu bóka frá fjarlægum löndum Suður- Ameríku, Asíu og Afríku. Vagn hefur lengi verið í góðu sambandi við IBBY og m.a. sótt fjölmörg heimsþing samtakanna. Enginn vafi er á því að hagsmunum Norðurlanda í IBBY verður vel borgið í hans höndum. Guðlaug Richter Aðalfundur IBBY á íslandi Að venju var aðalfundur félagsins haldinn í maí og eins og venjulega mættu tveir félags- menn auk stjórnarinnar. Við í stjórninni lítum svo á að þetta sé vísbending um almenna ánægju félagsmanna með störf okkar. Við þökkum traustið. Á aðalfundinum var einróma samþykkt að hækka félagsgjaldið í 1.850 kr. á ári og nýta féð til að bæta blaðið okkar enn frekar. Vonum við að félagsmönnum geðjist vel að þessum umbótum sem nú gefur að líta. Sér- staklega skal bent á að framvegis verður í blaðinu haldið úti dálki fyrir lesendabréf þar sem birt verða bréf með ábendingum og jafnvel ávitum, og að sjálfsögðu hrósi ef svo ber undir. Eins og félagsmenn verða nú varir við sá íslenska deildin um útgáfu Nordisk blad að þessu sinni en henni fylgir að sjálfsögðu tals- verður kostnaður. Þemað í ár er húmor í barnabókum en óhætt er að fullyrða að hver þjóð hafi kosið að túlka það með sínum hætti. Guðrún Hannesdóttir hannaði hina stórskemmtilegu kápumynd sem er á Nor- disk blad. Aðrir fastir liðir í starfsemi félagsins eru með miklum blóma, svo sem bókakaffið og Gerðubergsráðstefnan. Einnig er gaman að geta þess að þátttaka í alþjóðlegu starfi IBBY hefur nú leitt til þess að bók Olgu Guðrúnar Árnadóttur, Peð á plánetunnl Jörð, kemur út í Taílandi í haust. Vonandi verður framhald á slíkum landvinningum íslenskra höfunda fyrir tilstilli IBBY. Bókakaffi Nú í október héldum við haustbókakaffi í Súfistanum undir yfirskriftinni „Bækurnar sem mótuðu mig í æsku". Steinunn Jóhannesdóttir, leikkona og rithöfundur, og Ármann Jakobsson, doktorsnemi í bók- menntum, sögðu frá bókum sem höfðu áhrif á þau á barnsaldri og hafa fylgt þeim í gegnum lífið. Var afskaplega gaman að hlýða á þau bæði tvö og athyglisvert hve ólíkar bækurnar voru sem þau héldu upp á. Sjálfsagt má skýra það með ólíkum aldri og þeirri staðreynd að þau eru af sitt hvoru kyn- inu. Ekki var síður gaman að umræðunum sem erindi þeirra leiddu af sér enda leyndi sér ekki að gestir nutu þess að tala um bæk- urnar sem þeim þóttu framúrskarandi á barnsaldri og kom greinilega í Ijós að menn voru síður en svo á sama máli hvað þetta varðar.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.