Börn og menning - 01.09.2005, Page 6
Börn og menning
Líf með brúðunum
Á ferð með Brúðubílnum
Einn sólríkan laugardag í sumar ákvað ég að
skella mér á sýningu hjá Brúðubílnum. Ég
mætti tímanlega með tveggja ára gömlum
syni mínum og settumst við niður fyrir framan
sviðið sem komið hafði verið fyrir á bílaplani
fyrir utan Bókasafn Hafnarfjarðar. Það var
ekki laust við að ég væri nokkuð spennt yfir
að sjá viðbrögð unga mannsins við sýningunni
þar sem þetta var hans fyrsta ferð í leikhús.
Á meðan við biðum eftir að sýningin hæfist
fjölgaði í áhorfendahópnum. Börn, mömmur,
pabbar, afar og ömmur komu sér fyrir allt
í kringum okkur og það leyndi sér ekki að
„Æ, ertu ennþá í þessu Brúðuleikhúsi?
Ætlarðu ekki að fara að vinna
eitthvað?"
eftirvænting ríkti í hópnum. Um
leið og sýningin hófst sló þögn á
mannskapinn. Helga Steffensen
stofnandi Brúðubílsins steig fyrst
fram og sagði frá því að um
afmælissýningu væri að ræða
því nú væru 25 ár liðin síðan
Brúðubíllinn hóf starfsemi sína.
Ósjálfrátt hvarflaði hugurinn
til baka til æskuáranna þegar
Brúðubíllinn átti fastan sess í tilveru minni. Ég
var fimm ára gömul þegar ég sá fyrst sýningu
hjá Brúðubílnum og fjölgaði ferðunum heldur
eftir að bróðir minn fæddist nokkrum árum
síðar en þá fylgdi ég honum iðulega á
sýningarnar. Nú voru hins vegar liðin um
15 ár síðan ég sá sýningu hjá Brúðubílnum
síðast. Samt sem áður hafði ég engu gleymt.
Þegar Lilli, sem hefur ekkert elst síðan ég
sá hann fyrst, birtist á sviðinu hnippti ég
í son minn og spurði: „Er ekki gaman?"
Hann hvorki leit á mig né ansaði. Hann var
staddur í landi brúðanna og átti það hug
hans og hjarta þá stundina. Hann virtist
hvorki vita af mér né öðrum í kringum sig
meðan á sýningunni stóð en klappaði og
söng með brúðunum eins og hann væri ein
af þeim. Af viðbrögðum hans og barnanna
í kring að dæma er Brúðubíllinn hin besta
barnaskemmtun; á sama hátt og hann var
fyrir 25 árum.
Við lifum á tímum hraða og tækninýjunga
og því ekki að undra að börn hafi úr mun
fleiru að veija hvað afþreyingu snertir
en þegar ég var að alast upp. Æ fleiri
óánægjuraddir heyrast um að börn séu hætt
að leika sér úti en kjósi þess í stað að sitja
fyrir framan sjónvarpið og tölvuna. Samt sem
áður nær Brúðubíllinn athygli barnanna án
þess að hafa breyst nokkuð að ráði. Vissulega
hafa brúður bæst í hópinn en umgjörðin er
að mestu sú sama. Er þá einhver sérstakur
galdur á bakvið brúðuleikhúsið? Til að svara
þessari áleitnu spurningu ákvað ég að leita
til Helgu Steffensen sem lengi hefur starfað
við brúðuleikhúslistgreinina. Ég hitti hana á