Börn og menning - 01.09.2005, Page 12

Börn og menning - 01.09.2005, Page 12
10 Börn og menning Brúðuleikhús í gegnum tíðina Brúðuleikhús hefur fylgt mannkyninu frá ómunatíð en rætur þess liggja I allar áttir og eru raktar til trúariðkana mismunandi menningarhópa víðsvegar um heiminn. Forfeður okkar tilbáðu líkneski afguðunum, sem stundum voru með hreyfanlegt höfuð og jafnvei hendur. Síðar breyttust líkneskin og líktust meira leikbrúðum og trúariðkanirnar urðu að trúarleikjum. Víst er að brúðuleikhús þekktist meðal Forn-Grikkja enda er þess getið bæði í ritum Aristótelesar og Platós. Einnig er vitað að þegar barbararnir að norðan réðust inn í Róm hurfu brúðuleikhúsin úr borginni en hópar af brúðuleikurum, hirðfíflum, sjónhverfingamönnum og öðrum farandskemmtikröftum blésu í þau nýju lífi með nýjum sögum sem öðluðust hylli alþýðunnar. Á miðöldum voru settir upp helgileikir í kirkjum þar sem notaðar voru brúður til að breiða út kristin boðskap. Munkar og prestar tóku að sér hlutverk brúðustjórnenda og var t.d. fæðing Jesús sett upp á þennan máta hvað eftir annað. Á fimmtándu og sextándu öld tók trúarlegur boðskapur að víkja fyrir gamanefni og þá ákváðu kirkjunnar menn að brúðurnar hæfðu ekki lengur til að koma kenningum þeirra á framfæri. Brúðuleikhúsið eignaðist hinsvegar ný heimkynni á götum úti og á mörkuðum verkafólksins og á sautjándu öld voru til brúðuleikhús víðast hvar um Evrópu. Á átjándu öld urðu handbrúður vinsælar enda þægilegar í meðförum, ódýrar í framleiðslu og auðvelt að flytja þær. Hægt var að hafa sýningar með handbrúðum á vögnum og á litlum færanlegum sviðum. Á þessum tíma tóku brúðuleikhúsin á sig pólitískari mynd enda gátu brúðurnar gert athugasemdir við ýmislegt sem almenningi leyfðist ekki að hafa skoðanir á. Og eins og við vitum lifir brúðuleikhúsið góðu lífi enn þann dag í dag og það hefur meira að segja tekið í þjónustu sína helstu miðla nútímans, þ.e.a.s. sjónvarp og kvikmyndir. Höfuðbreytingin er líklega sú að nútíma brúðuleikhús er oft ætlað börnum þannig að verkin hafa aðrar áherslur, þar sem uppeldislegt gildi og fræðsla leika stórt hlutverk. íslenskir frumkvöðlar Hér á landi er brúðuleikhús mjög ung listgrein en fyrsta sýningin sem vitað er um var sett upp á Eyrarbakka 1914. Það var danskur maður sem setti upp Jeppa á Fjalli eftir Holberg og uppskar ekkert annað en háðsglósur fyrir vikið. Árið 1934 var merkileg sýning í Handíða- og myndlistarskólanum þegar brúðuleikhúsmaðurinn Kurt Zier setti upp Fást með strengjabrúðum sem hann lét nemendurna búa til. Árið 1954 kom Jón E. Guðmundsson úr myndlistarnámi frá Danmörku og stofnaði íslenska brúðuleikhúsið. Hann setti upp sýningu ári síðar og var alla tíð einn með sitt leikhús sem var eina starfandi brúðuleikhúsið á landinu þangað til 1968 þegar Leikbrúðuland var stofnað. Stofnendur Leikbrúðulands voru Helga Steffensen, Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guðmarsdóttir og Hallveig Thorlacius og voru þær með fastar sýningar fyrir börn auk þess sem þær tóku þátt í sýningum hjá Leikfélagi Reykjavíkur, gerðu brúður fyrir Sjónvarpið og ferðuðust víða um heiminn með sýningar sínar. Núna þrjátíu og sex árum sfðar má segja að talsverð gróska sé í íslensku brúðuleikhúsi. Brúðubíllinn er starfsvettvangur Helgu Steffensen og Hallveig Thorlacius er með Sögusvuntuna. Helga Arnalds, dóttir Hallveigar, rekur brúðuleikhúsið 10 fingur og Messíana Tómasdóttir hefur sett upp nokkrar brúðuóperur í íslensku óperunni. Einnig má nefna að brúður eru mikið notaðar í sunnudagaskólum kirkjunnar til að kenna börnunum kristin siðaboðskap. Og síðast en ekki síst hefur listamaðurinn Bernd Ogrodnik heillað landann með strengjabrúðum sínum á sviði Þjóðleikhússins, m.a. í sýningunum Koddamaðurinn og Kiaufar og kóngsdætur. Hendur, stangir, strengir og skuggar Brúðuleikhús sameinar oft og tíðum margar listgreinar, má þar nefna höggmyndalist,

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.