Börn og menning - 01.09.2005, Síða 14

Börn og menning - 01.09.2005, Síða 14
12 Börn og menning farandbrúðuleikaranna skemmtilegt og einfalt, þannig að þeir gátu auðveldlega spunnið textann, allt eftir áhorfendum og atburðum líðandi stundar á hverjum stað. Áhorfendur voru sérstaklega hrifnir þegar hetjurnar gengu í berhögg við yfirvöld, siðgæði og reglur samfélagsins. í dag eru sýningar af þessu tagi oftar en ekki ætlaðar börnum og því hefur hinn pólitíski broddur fengið að víkja en skemmtigildi þeirra er enn á sínum stað. Strengjabrúður Af öllum brúðum hæfa strengjabrúður best til að líkja eftir mönnum vegna þess að þær hafa bæði fót- og handleggi. í leiksýningum með strengjabrúðum er því oftast leitast við að ná fram sem raunverulegustum hreyfingum manna. Á átjándu öld voru byggð sérstök strengjabrúðuleikhús í Evrópu þar sem settir voru á svið kaflar úr klassískum leikverkum, ballet og óperum með strengjabrúðum. Á þessum tíma tengdust strengjabrúður frekar áhorfendum í efri stigum samfélagsins öfugt við handbrúðurnar sem tilheyrðu almúganum. Aðeins hefur dregið úr notkun strengja- brúða þótt enn séu til sérstök strengja- brúðuleikhús eins og t.d. Salzburg Marionette Theater í Austurríki sem setur upp óperuverk sem eru ætluð fullorðnum en henta líka mjög vel til að kynna börn fyrir heimi óperunnar. í Tékklandi setur Spejbl og Hurvinek leikhúsið upp sýningar fyrir börn annars vegar og fullorðna hins vegar. Spejbl og Hurvinek eru frægar leikhúshetjur sem voru skapaðar um 1920. Höfundur þeirra, Josef Skupa, tók þátt í andspyrnuhreyfingunni í síðari heimsstyrjöldinni og undir hernámi nasista setti hann upp ólöglegar og mjög pólitískar sýningar, eins og algengt var meðal tékklenskra brúðuleikara. Ástæðan fyrir því að tékklenskir brúðuleikarar gátu látið í sér heyra er sú að leikbrúðulistin hefur alltaf skipað stóran sess í menningu Tékklands. Það sama má reyndar segja um alla austanverða Evrópu og fyrrum Sovétríkin enda þróaðist brúðuleikhús mikið í þessum löndum. Ein ástæðan fyrir því var sú að í þeim voru vel búin þjóðleikhús styrkt af ríkinu. Því til viðbótar spruttu upp skólar og prógrömm sem sérhæfðu sig í brúðuleiklist en við það skapaðist frjótt andrúmsloft til rannsókna og listrænna tilrauna. Allt til 1940 notuðu brúðuleikarar í Austur-Evrópu stangarbrúður og grímur og stýrðu brúðunum fyrir framan áhorfendur. Síðar tóku þeir að prófa sig áfram með að nota samtímis margar gerðir af brúðum og lifandi leikara. Allar þessar tilraunir höfðu mikil áhrif á þróun nútíma brúðuleikhúss. Með tilkomu sjónvarpsins skapaðist nýr vettvangur fyrir brúðuleikhúsið og nú er svo komið að mjög algengt er að fyrstu kynni barna af brúðuleikhúsi séu í gegnum fræðsluþætti í sjónvarpi þar sem til dæmis er verið að kenna þeim að þekkja stafina eða telja. Tæknilegir möguleikar sem bjóðast með notkun kvikmyndavélarinnar hafa opnað nýjar leiðir fyrir brúðuleikhús þar sem hægt að stjórna brúðunum á annan hátt án þess að áhorfendur sjái. Á skjánum eða tjaldinu sjást brúðurnar líka f nærmynd sem hefur orðið til þess að efnisval og útlit brúðanna hefur þróast en helsta breytingin er sú hvað þær eru orðnar munnstórar. Áherslan er á tjáningu í mæltu máli auk þess sem andlit þeirra endurspegla tilfinningaleg blæbrigði á ótrúlega eðlilegan hátt. Brúðugaldur Nú á tímum tengist brúðuleikhús á Vesturlöndum sérstaklega börnum þótt á því séu einhverjar undantekningar. En hvers vegna hefur þessi þróun orðið? Að einhverju leyti hlýtur skýringin að liggja í því að brúður

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.