Börn og menning - 01.09.2005, Side 16
14
Börn og menning
leiklist
Þorgeir Tryggvason
Ekki ætlað börnum
Börn í leikhúsi. Setningin kveikir mynd
af stóreygum ungum áhorfendum
sem hugfangin lifa sig algerlega inn í
töfraheiminn á sviðinu. Eða kannski
krakkahóp að ærslast í mannmörgu
barnaleikriti. Leikhúsið vill laða til sín börn,
bæði vegna þess hve gefandi góð leiksýning
er, en ekki siður með það að markmiði að
ala upp tryggan áhorfendahóp sem lítur
á það sem sjálfsagðan hlut að kaupa sér
leikhúsmiða, og er þar að auki læs á
tungumál sviðsins.
Fyrsta leikhúsreynslan er oft ein af dýr-
mætustu bernskuminningunum. Sjálfur man
ég fyrst eftir mér í leikhúsi á Skugga-
Sveini á Húsavík, og þótti magnað. Langbest
var þó að fá að fara á bakvið og sjá
að Grasa-Gudda var hreint ekki tannlaus,
heldur með svartmálað stellið. Vopn og
gæruskinn útilegumannanna voru þó allteins
ógnvænleg í návígi. Barnaleikrit sá ég ekki
lengi vel, og man satt að segja ekki hvenær
ég sá slíka leiklist fyrst, en veit að áður en
það gerðist var ég bæði búinn að sjá Pétur
Gaut eftir Ibsen og Ég vil auðga mitt land
eftir þá Matthildarmenn og hafa gaman af
hvorutveggja.
Börn í fullorðinsleikhúsi. Það er á köflum
nokkuð undarleg saga. Þrátt fyrir að heita
eigi að raunsæi og natúralismi hafi gerst
fyrirferðarmikill í leikbókmenntum síðustu
ríflega hundrað ár eru börn ennþá giska
ósýnileg í þeim stofukómedíum öllum.
Enginn höfundur fer eins nálægt hversdegi
venjulegs fólks og Chekhov en þar sjást
engin börn. Það er stundum á þau minnst en
eins og fyrir einhverja forsjón eða tilviljun eru
þau alltaf einhvers staðar annars staðar.
Auðvitað á barnleysið sér praktískar
skýringar sem lúta að fagmennsku,
vinnuálagi og þroska. En fyrir kemur að
leikhúsið brýtur odd af oflæti sínu gagnvart
börnunum og kallar þau til starfa á vettvangi
„fullorðinsleikhússins". Lítum á þrjár slíkar
sýningar.
Allir drepa yndið sitt
írska skáldkonan Marina Carr sækir
efniviðinn í verk sitt Mýrarljós um langan veg
í tíma og rúmi. Hún endurskapar hina fornu
goðsögn um svartahafsprinsessuna Medeu
í sínu eigin umhverfi, í írskum smébæ. Þar
hefur utangarðskonan Hester Swan verið
ástkona ríks bóndasonar um árabil en er nú
vikið til hliðar fyrir ákjósanlegra konuefni af
betri stigum og með feitari heimanmund.
Líkt og formóðir hennar úr suðurlöndum
verður Hester sífellt ólmari í bræði sinni yfir
töpuðum ástmanni og öryggi, en þegar
röðin kemur að því að hirða af henni barn
þeirra stígur hún síðasta skrefið. Dóttirin skal
ekki verða óvininum til gleði.
Verkið er býsna magnað. Ljóðrænt og
safarfkt og byggir á sterkri leikritunarhefð
l'ra. Fyrir minn smekk fellur það síðan því
miður á stóra prófinu. Marina Carr megnar
ekki að láta hetjuna sína farga barni sínu af
hefndarhug einum. Þess í stað seilist hún
í heldur billega sálarfræði og lætur hana
fyrirfara dótturinni til að hlífa henni við því
móðurleysi sem hún sjálf bjó við. Fyrir vikið
glatar leikritið harmrænni reisn hinnar fornu
sögu og verður eins og sérstætt sakamál úr
ódýru helgarblaði.