Börn og menning - 01.09.2005, Blaðsíða 20
18
Börn og menning
Klaufar og kóngsdætur -
ævintýraheimur H.C. Andersens, sýnt
í Þjóðleikhúsinu. Höfundar handrits
og söngtexta: Ármann Guðmundsson,
Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir
Tryggvason.
Höfundar sönglaga: Ármann
Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason.
Leikstjóri og sviðshreyfingar: Ágústa
Skúladóttir.
Aðstoðarleikstjóri og sviðshreyfingar:
Aino Freyja Jarvelá.
Leikmynd: Frosti Friðriksson.
Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir..
Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhansson.
Brúður og brúðuleikstjórn: Bernd
Ogrodnik.
Lýsing: Páll Ragnarsson.
Leikur: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir,
Björgvin Franz Gíslason, Kjartan
Guðjónsson, Randver Þorláksson,
Sigurður Skúlason, Unnur Ösp
Stefánsdóttir, Þórunn Lárusdóttir og Örn
Árnason. Hljóðfæraleikarar: Jóhann G.
Jóhannsson, Tatu Kantoma og Hjörleifur
Valsson.
Bjarni Guðmarsson
Á sagnavængjum þöndum
Á árinu hefur ferill og framlag H.C. Andersens verið margrifjaður upp til að minnast 200
ára afmaelis skáldsins sem mettaði barnssálina með fullorðinslegum hugsunum og kallaði
barnið fram í sálum hinna fullorðnu.
Ævintýri Andersens hafa í hálfa aðra öld
verið sjálfsagt veganesti í uppvexti hvers
mannsbarns að heita má; allir eiga bernsku-
minningar tengdar þessum makalausu sögum
og fæstir hafa raunar getað sleppt þeim þótt
komið væri fram á fullorðinsár. Ég býst við
að allir eigi sín uppáhaldsævintýri úr þessu
safni, mér var sem barni sjálfum t.d. ákaflega
hugleikin ráðsnilld dátans í Eldfærunum og
fannst sömuleiðis gaman að heyra um Litla-
Kláus og Stóra-Kláus (þótt ég setti auðvitað
spurningarmerki við meðferð á ömmum þar)
og auðvitað öll hin ævintýrin líka. Karl faðir
minn átti Ævintýri H.C. Andersen í nokkuð
fornlegu bandi, stórt og mikið bindi, og á
þessu var ég fóðraður uns ég varð sjálfbjarga
hvað þetta varðar og las þá bókina upp til
agna (í eiginlegri merkingu, er ég hræddur
um). Ég geri ráð fyrir að aðrir hafi sömu eða
svipaða sögu að segja.
Því var það ekki nema rétt sjálfsagt að
karli væri haldin almennileg veisla í öllum
hornum heimsins þegar hann fagnaði 200
ára afmæli. Þjóðleikhúsið lætur ekki sitt eftir
liggja í þessum hátíðarhöldum og býður upp
á bragðmikla, margrétta leikhúsveislu, Klaufa
og kóngsdætur, þar sem rifjuð eru upp
nokkur kærustu ævintýri skáldsins. Skemmst
er frá því að segja að sýningin hefur notið
mikillar hylli og hlaut m.a. Grímu-verðlaunin
sem barnaleiksýning ársins og var tilnefnd í
einum þremur flokkum til viðbótar.
Mér er Ifka nær að halda að afmælisbarninu
sjálfu hefði líkað þessi uppfærsla alls kostar vel
enda er hann sjálfur miðpunkturinn og andi
hans yfir og undir og allt um kring. í fáum
orðum er sýningin Klaufar og kóngsdætur
barnsleg og óharmin; hún er stundum grá
og grimm, miskunnarlaus og full af sársauka
en á sama tíma svo dæmalaust litrík og blíð
og skemmtileg - alveg eins og ævintýri eftir
H.C. Andersen.
Ljótur andarungi?
Hans Christian Andersen var fæddur 2. apríl
1805 í Óðinsvéum. Hann var sonur fátæks
skómakara og þvottakonu og bjó fjölskyldan
í einu litlu herbergi. Sagt er að föðurleggurinn