Börn og menning - 01.09.2005, Qupperneq 24

Börn og menning - 01.09.2005, Qupperneq 24
22 Börn og menning bókmenntir Úlfhildur Dagsdóttir Galdrar, stelpur og myndasögur: Galdrastelpu-fyrirbærið Einu sinni var ... gert ráð fyrir því að stelpur jafnt sem strákar læsu myndasögur. í Bandaríkjunum og Bretlandi var stór hluti myndasagna ætlaður stelpum og ungum konum, en segja má að blómatími þeirrar útgáfu hafi verið á fyrstu áratugunum eftir stríð. Einhverra hluta vegna misstu útgefendur áhuga á að sinna þessum hópi og einbeittu sér að myndasögum sem voru ætlaðar strákum með ofurhetjusögur í fararbroddi. Þótt konur hafi að einhverju leyti komið aftur inn sem höfundar og lesendur með neðanjarðarmyndasögunni á síðari hluta sjöunda áratugarins og fyrri hluta þess áttunda, þá var það ekki fyrr en með tilkomu japönsku myndasögunnar, manga, sem hið augljósa varð Ijóst á ný: myndasögur höfða fullt eins mikið til stelpna og stráka. Galdrastelpur, W.I.T.C.H., er tilraun vesturlanda, nánar tiltekið Disney, til að koma sér fyrir á þessum nýja markaði sem opnaðist með tilkomu þýðinga á manga, en almennt séð eru Galdrastelpu-sögurnar ætlaðaryngri unglingum, eða aldurshópnum 9-12 ára, þó að fljótlega hafi komið á daginn að lesendur spanna breiðari hóp, allt frá 7- 14 ára. Segja má að Galdrastelpurnar séu því ætlaðar stelpum sem síðan færa sig yfir í manga, ef miðað er við að hluti þess efnis sé hugsaður fyrir stelpur frá 12 ára aldri - þótt Ijóst sé að margar byrji mun fyrr að njóta þess sem japanska myndasagan hefur uppá að bjóða. í stuttu máli sagt tókst þessi tilraun Disney afar vel, sögurnar hafa notið feikilegra vinsælda í Evrópu og allt lítur út fyrir að Galdrastelpurnar muni einnig sigra Ameríku. Hér á landi hafa vinsældirnar verið gífurlegar, um 5000 áskrifendur eru að blöðunum og bækur og annað sem tengist þeim selst einnig í stóru upplagi. Vinsældirnar eru það miklar að nú íhugar Edda útgáfa að gefa út manga á íslensku til að fylgja þeim eftir og bjóða lesendum Galdrastelpnanna uppá áframhaldandi myndasögugleði. Vatn, eldur, jörð, vatn Upphaflega var W.I.T.C.H. gefið út af ítalska Disney og var að sögn til að byrja með skapað af Elisabettu Gnone. Þó er erfitt að treysta heimildum um einhvern einn „höfund" sagnanna, því þær eru fyrst og fremst fyrirtækjaframleiðsla og skrifaðar og teiknaðar af hópi fólks. Þegar Ijóst varð að ítalskar stelpur tóku Galdrastelpunum fagnandi var farið að selja fyrirbærið til fleiri landa í Evrópu og voru Norðurlöndin meðal þeirra fyrstu. Og nú ersumsé byrjað að kynna sögurnar fyrir bandarískum lesendum, með teiknimyndaseríufyrirsjónvarpogskáldsögum með myndum og að lokum myndasögunum sjálfum. Þegar Ameríka er komin í spilið má gera ráð fyrir að Galdrastelpurnar verði að enn einu dæminu um risa-iðnað Disney- varnings, með tilheyrandi dóta-æði. Sögurnar segja frá fimm stúlkum sem uppgötva að þær búa yfir óvenjulegum hæfileikum. Stúlkurnar eru Will, 14 ára rauðhaus, Irma, 13 ára, brúneygð og af mexíkóskum ættum, Taranee, 13 ára, svört og gleraugnaglámur, Cornelia, 14 ára blondína og Hay Lin, 13 ára af kínverskum ættum. Og það er amma Hay Lin sem afhjúpar ástæðuna bakvið hina óvenjulegu hæfileika; stúlkurnar hafa verið valdar verndarar múrsins sem greinir að hið góða og hið illa, en eins og gefur að skilja reyna fulltrúar hins illa allt sem þeir geta til að ná hinu góða á sitt vald - og svo auðvitað mannheimum. Kraftar stúlknanna skiptast niður á frumefnin, Irma stjórnar vatni, Taranee eldinum, Cornelia jörðinni og Hay Lin ræður loftinu. Will er leiðtoginn og sú sem er öflugust, en hún fær til varðveislu kraftmikinn verndargrip, Hjarta Kandrakars, en í honum sameinast leyndardómar frumefnanna allra. Stelpurnar eru því í raun ekki nornir í hefðbundnustu skilgreiningu þess hugtaks (kústskaft og álíka), en galdranafnið er dregið

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.