Börn og menning - 01.09.2005, Page 26

Börn og menning - 01.09.2005, Page 26
24 Börn og menning Helga Arnalds Úr smiðju hftfundar Ég er oft spurð að því eftir sýningar hjá mér hvaðan ég fái allar þessar hugmyndir. Ég segi alltaf að ég viti það ekki. En auðvitað eru hugmyndir ekki nein yfirnáttúruleg gáfa sem bara sumum hlotnast í lífinu. Við erum öll stöðugt að fá hugmyndir daginn út og daginn inn án þess jafnvel að taka eftir því. Við erum kannski að gera eitthvað mjög hversdagslegteinsog að vaska upp, synda eða svæfa börnin (ég fæ oft margar hugmyndir þegar ég er að svæfa). Vandinn er bara sá að við erum með svo duglegan ritskoðara sem starfar í sífellu án þess að við höfum nokkurn tímann ráðið hann í vinnu. Hann er afskaplega samviskusamur og þurrkar út og hendir öllum hugmyndum sem honum finnast óviðeigandi eða hallærislegar. Ég held að flestir sem starfa við einhverskonar listsköpun eða skapandi vinnu almennt læri þann galdur að þagga niður í ritskoðaranum eða allavega fá hann til að skilja að hann er að vínna fyrir okkur en ekki við fyrir hann. Ég er með ofboðslega virkan ritskoðara og þarf oft að beita brögðum til að eiga við hann. Mér finnst til dæmis mjög gott að skrifa, helst um leið og ég vakna, allt sem kemur upp í kollinn án þess að stoppa og hugsa. Þá er eins og hugurinn tæmist og róist svolítið og getur þar með tekið við fleiri góðum hugmyndum. Svo finnst mér gott að fara út í langa göngutúra en þetta er auðvitað lúxus sem maður getur ekki alltaf látið eftir sér ef maður er með lítil börn en svínvirkar ef maður kemur því við. Þegar kemur að svona leiksýningum eins og ég hef verið með, þar sem ég er ein á sviðinu og hamast við að segja sögur með brúðum og alls konar leikhúslausnum þá er það auðvitað ekki bara ég sem stend á bak við hugmyndirnar. Ég er til dæmis alltaf með leikstjóra sem mótar sýninguna með mér og eins er ég oft með leikmyndahönnuði eða tónlistarfólk sem vinnur með mér. Þetta skapandi fólk á að minnsta kosti helminginn af öllum góðu hugmyndunum með mér, en er svo ekki sýnilegt á sýningunum sjálfum. Þegar ég er að vinna brúðuleiksýningar finnst mér mikilvægt að spyrja mig alltaf að því afhverju ég noti brúður. Mér finnst mikilvægt að brúðurnar séu einhver viðbót við leikarann. Að endurgera raunveruleikann og reyna að láta brúðurnar gera og tjá það sem leikarinn getur tjáð hundrað sinnum betur upplifi ég sem einhverskonar raunsæi, sem var t.d. í myndlist á sínum tíma þegar menn kepptust við að mála eins nákvæma eftirlíkingu af veruleikanum og þeir gátu. Þessi aðferð úreltist og menn fóru að tjá sig meira með listforminu. Það sama gildir um

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.