Börn og menning - 01.09.2005, Qupperneq 27

Börn og menning - 01.09.2005, Qupperneq 27
Úr smiðju höfundar 25 Úr sýningunni Rauðu stórnir. brúðuleikhúsið sem listform, það þarf að þróast og fara lengra en bara að líkja eftir raunveruleikanum. Umgjörðin eða konseptið er mjög mikilvægt og sérstaklega í svona litlum eins manns brúðusýningum þar sem ákveða verður afstöðu sögumannsins til brúðanna. Hver er þessi sögumaður og hvernig stendur á því að hann fer að segja sögu með brúðum? Þegar ég vann sýningu um Leif heppna, sem ég hef nú ferðast með nánast hringinn í kringum hnöttinn, var það eiginlega umgjörðin sem mótaðist fyrst. Ég vildi gera sýningu þar sem ég væri bókstaflega að spinna sögu á sviðinu, og þá úr ull. Ég er komin af sögukonum og -körlum langt aftur í ættir og mig langaði til að vera sögukona sem gengur milli bæja og segir sögur á meðan hún spinnur ullina og gerir ýmislegt gagnlegt á heimilinu annað en að færa fréttir og segja sögur. Svo fann ég frábæra írska flökkusögu sem oftast er sögð um Artúr konung og fléttaði henni saman við söguna af Leifi heppna. Ég bætti Leifi inn í söguna af því ég vildi færa hana nær okkur svo hún snerti okkur meira og væri líka örlítið fræðandi um hans ferðir. Á þessu stigi bættust svo leikmyndahönnuðurinn Petr Matásek og leikstjórinn Þórhallur 'Sigurðsson í hópinn. Við það stækkaði hugmyndin og fór frá því að ég væri að spinna og úr því í að ég væri að hengja þvott á stóra snúru sem snerist í hringi og við það færðist ég yfir á aðra öld og varð nútímakona sem er á kvöldnámskeiði í (slendingasögunum hjá Jóni Bö og tala stöðugt við vinkonu mína í farsímann á meðan ég hengi upp þvottinn. Jólasýningin mín Jólaleikur er sameiginleg hugmynd mín og leikstjórans Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Við vildum tvinna saman eða fá börnin til að horfa í gegnum allt fárið og pakkaflóðið og læra um hinn eiginlega boðskap jólahátíðarinnar. Þetta er auðvitað allt svolítið ruglingslegt fyrir börnin; Jesú á afmæli, jólasveinarnir koma ofan úr fjöllunum með nammi, Grýla og jólakötturinn koma og borða börnin ef þau eru ekki þæg og svo fá allir alveg flóð af pökkum. Það var ekki auðvelt verkefni að komast i gegnum allar þessar fyrirfram ákveðnu og ruglingslegu hugmyndir barnanna um það hvers vegna við höldum jól. í þessari sýningu var það Tómas Ponzí sem gerði leikmyndina fyrir mig og hún er algjör súkkulaðimoli. Það er gjörólíkt að vinna í verkefnum fyrir aðra leikhópa eins og t.d. þegar ég vann sýninguna um Augastein í samvinnu við leikhópinn á Senunni (sem samanstendur af Felix Bergssyni og Kolbrúnu Halldórs). Þá vann ég reyndar með þeim alveg frá byrjun í að móta söguna og umgjörðina. Svo gerði ég leikmyndina og brúðurnar. En þegar allt var tilbúið fór ég bara heim. Það var mjög skemmtilegt verkefni og gaman að fá að koma að sýningu á þennan hátt án þess að leika í henni sjálf. í sýningunni Rauðu skórnir sem ég vann í samstarfi við móður mína Hallveigu Thorlacius var aðdragandinn nokkuð óvenjulegur. Við vorum næstum þrjú ár að koma henni upp. Það sem var óvenjulegast var að leikmyndin var fyrst tilbúin, á undan öllu öðru. Við fengum Petr Matásek til að vinna með okkur leikmynd og brúður og Benedikt Erlingsson til að leikstýra okkur. Við byrjuðum eiginlega á því að fara í ferðalag með leikmyndina til Prag á alþjóðlega hátíð leikmyndahönnuða og sýndum leikmyndina sem var það eina Úr sýningunni Mjallhvít.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.