Börn og menning - 01.09.2005, Side 29
Hvers virði er hinn þjóðlegi arfur fyrir börnin okkar?
27
Hvers virði er hinn þjóðlegi arfur fyrir börnin okkar?
Ráðstefna Norrænna skólasafnskennara
var haldin að Bifröst í Borgarfirði í sumar
undir yfirskriftinni / sagnaheimi, hvers
virði er hinn þjóðlegi arfur fyrir börnin
okkar? Að þessu sinni var það félag
skólasafnskennara á íslandi sem sá um
framkvæmd ráðstefnunnar. Þar var boðið
upp á metnaðarfulla dagskrá með góðum
fyrirlestrum og frábærri skemmtun.
Aðalumfjöllunarefni ráðstefnunnar voru
norrænar fornbókmenntir, goðsögur,
þjóðsögur og ævintýri. Hvernig þær nýtast
í skólastarfi, hvaða áhrif þær hafa á börn
og hvernig þeim er komið á framfæri.
Er hræðsla við að hrófla við þessum
gersemum okkar? Hvernig getum við sett
fornsögurnar í þann búning sem hentar
ungum lesendum, án þess að þær glati
einkennum sínum? Þessum spurningum
ásamt mörgum öðrum veltu fyrirlesarar
og þátttakendur á ráðstefnunni fyrir sér.
ÞuríðurJóhannesdóttirfluttifyrirlestur
sem hún nefndi „Norröne myter som
resourœr fornutidensbörn og unge". Hún
fjallaði um nokkrar nýlegar bækur, þar
sem höfundarnir sækja efnið í goðsagnir
og fornsögur, t.d.: Vítahringinn eftir
Iðunni Steinsdóttur, Drekagaldur eftir
Elías Snæland Jónsson og Sverðberann
eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Þuríður
hvatti okkur til að segja nemendum
sögur úr goðsagnaheiminum, semja nýjar
goðsagnir, fara í göngutúr um nágrennið
og setja upp goðsagnargleraugun, skoða
örnefni með goðafræðina í huga o.s.frv.
Glærur úr fyrirlestri Þuríðar ásamt öðru
efni frá ráðstefnunni má sjá á vefsíðu NSF
http://n-s-f.ismennt.is
Regin Debess frá Færeyjum gerði
færeyskum kvæðum góð skil í fyrirlestri
sínum sem hann kallaði „Ein er sögan
úr íslandi komin". Hann fjallaði um
tengslin við íslendingasögurnar og þá
aðallega Grettissögu og hvernig hægt er
að gera sögurnar meira lifandi með því
að tengja þær kvæðunum og færeyska
dansinum. í framhaldi af því kenndi hann
ráðstefnugestum að kveða og dansa
færeyskan dans við mikinn fögnuð.
Laannquaq Lyngefrá Grænlandi talaði um
grænlenska sagnaarfinn í fyrirlestri sem hún
nefndi „Den grönlandske fortællertradition".
Þar kom fram að Grænlendingar áttu ekki sitt
eigið ritmál fyrr en um miðja 18. öld. Farið
var að safna þjóðsögum og goðsögnum á
Grænlandi fyrir 150 árum og þannig varð til
ómetanlegur menningararfur sem inniheldur
safn upprunalegra grænlenskra sagna.
Bent Rasmussen frá Danmörku sagði
frá rithöfundinum Bent Haller. Hann fjallaði
meðal annars um bókina Skallagrims sön
(2001). í henni dregur Bent Haller upp
mynd af Agli sem er bæði víkingurinn sem
berst og skáldið sem kveður. Þannig notar
Egill kveðskapinn til að lýsa tilfinningunum.
Það sýnir okkur að í tungumálinu liggur
krafturinn.
Þórarinn Eldjárn hefur nýtt sér norræna
menningararfinn í skrifum sínum fyrir börn.
Skáldsagan Snorra saga eftir hann kom út
hjá Námsgagnastofnun árið 2003 og fjallaði
fyrirlestur hans um tilurð hennar. Bókin getur
orðið kveikjan að því að börnin fái áhuga á
fornsögunum.
Kristín Unnsteinsdóttir sagði frá
fjórum sagnakonum, sem tengdust allar og
bjuggu í Fljótshlíðinni. Þær hétu Guðrún
Arnbjarnardóttir (1826-1911), Ástríður
Thorarensen (1895-1985), Sara Árnadóttir
(1898-1987) og Unnur Sigurðardóttir, f. 1936.
Kristín sagði frá bakgrunni þeirra og velti fyrir
sér hvað það væri sem gerði þessar konur að
góðum sagnakonum.
Unnur Hjaltadóttir skólasafnskennari i
Hlíðaskóla í Reykjavík sagði frá reynslu sinni af
að nota frásögnina sem kveikju að sögunámi
í grunnskóla. Hún segir nemendum sögur
sem gjarnan tengjast námsefninu. Sem dæmi
um það má nefna Söguna um landvættina
sem tengist íslandssögunni. Þannig hefur
Unnur fundið leið til að varðveita fortíðina
með því að tengja hana nútíðinni á lifandi
hátt.
Jens Kostrup, CC Rasmussen og Gert
Larsen frá Danmörku töluðu um efni
sem tengdist skólasöfnum og menntun
skólasafnskennara. Hvernig hlutverk
skólasafnskennarans hefur breyst á liðnum
árum. Samt sem áður væru það þeir
sem reyndu að finna og velja hið góða
fyrir nemendur. Það var athyglisvert
að fylgjast með kynningu þeirra á nýrri
leið sem Danir eru að fara í menntun
skólasafnskennara. Þar er lögð áhersla á að
skólasafnskennarinn verði fær um að taka
þátt í samstarfsverkefnum innan skólans.
Inntökuskilyrði í námið er kennaramenntun
og að minnsta kosti tveggja ára vinna í
faginu.
Torfi Hjartarson fjallaði um hvað þyrfti
til að skólasöfnin yrðu fær um að takast
á við breytingar í skólastarfi og öra þróun
upplýsingatækninnar.
Jóhanna Karlsdóttir kynnti bókina og
námsvefinn um Leif heppna, sem hún
hannaði ásamt Fríðu S. Haraldsdóttur og
Margréti Sólmundsdóttur. Efnið hefur verið
notað á miðstigi grunnskólans og er kjörið
til að vinna með söguaðferðinni.
Brynhildur Þórarinsdóttir flutti
fyrirlestur sem hún nefndi „Hvorfor gjorde
hans mor ikke noget". Brynhildur hefur
meðal annars skrifað bækurnar Njálu (2000)
og Eglu (2004) sem eru myndskreyttar
endursagnir Njáls- og Egilssögu. Þessar
bækur eru skrifaðar þannig að börn og
unglingar skilja þær og hrífast af þeim.
Varðandi vangaveltur um hvort hrófla
megi við fornsögunum er vert að benda
á þá staðreynd að þær hafa alla tíð tekið
breytingum við munnlegan flutning milli
manna hér áður fyrr. Okkur ber skylda
til að vekja áhuga barna og unglinga á
menningararfinum okkar. Mér finnst svarið
liggja í orðum Bents Haller úr bókinni
Stenen, hammeren og mejsen frá 1998:
Listin hefur okkur yfir
hversdagsleikann. Listin er
ekki veggfóður til skrauts,
listin er eitthvað sem á að
nýta til frekari sköpunar.
Helga Thorlacius
skólasafnskennari við Glerárskóla.