Börn og menning - 01.09.2008, Síða 8
Börn og menning
Ármann Jakobsson
Adda trúlofast og Beverly Gray leitar
að gulli
/ árdaga unglingabókanna á íslandi
Elsta dæmið sem ég hef rekist á um
orðið „unglingasaga" í titli bókar er frá
árinu 1941 og ekki er útilokað að Stefán
Jónsson hafi fyrstur notað það (Vinir
vorsins, 1941). Elsta íslenska dæmið sem
ég fann um orðið „unglingabók" í bókartitli
er hins vegar bókin Adda trúlofast, gefin
út árið 1952, en höfundarnir voru Jenna
og Hreiðar Stefánsson. Þau ráku á þeim
tíma smábarnaskóla á Akureyri og Adda
trúlofast var sjöunda og seinasta bókin í
vinsælum bókaflokki þeirra um ættleiddu
læknisdótturina Öddu (Agnes Þorsteinsdóttir
heitir hún fullu nafni). Öddubækurnar sjö
(1946-1952) voru ekki unglingabækur
upphaflega heldur barnabækur en þróuðust
í átt að unglingabókum með því að fylgja
söguhetjunni til unglingsára og hið sama átti
við um Toddubækur Margrétar Jónsdóttur
sem eru nokkru yngri (1951-1955). Þær
voru alls fjórar og báru undirtitilinn: Saga
fyrir börn og unglinga (áður og síðar notaði
Ragnheíður Jónsdóttir svipaða undirtitla fyrir
bækur sínar um Dóru og Völu og síðar um
Kötlu; sú fyrsta heitir raunar fullu nafni Dóra:
saga fyrir unglinga og kom út árið 1945).
Hvorugur bókaflokkurinn er kyngreindur
sérstaklega en söguhetjurnar voru stúlkur
og frekar líklegt er að stúlkur hafi verið
uppistaða lesendahópsins: að minnsta kosti
bendir óformleg könnun mín til þess að
konur fæddar frá 1935 til 1950 séu fúsar að
játa á sig lestur Öddu- og Toddubókanna en
karlmenn af sömu kynslóð gera það aðeins
mjög treglega. Eitthvað sannar þetta en
nákvæmlega hvað ætla ég að láta liggja milli
hluta. Ég vil þó játa það hér og nú að ég las
Öddubækurnar þegar ég var strákur og meira
að segja oft enda var ég þá í Langholtsskóla
þar sem Jenna og Hreiðar kenndu bæði og
því hægt að réttlæta lestur slíkra stelpubóka
með heilbrigðu afbrigði af þjóðerniskennd,
svokallaðri hverfiskennd.
Fyrsta unglingabókin
Upptalningin héraðframan hefurvæntanlega
þegar minnt rækilega á þá alkunnu staðreynd
að árin 1941-1960 voru tíðindamikil í sögu
íslenskra unglingabókmennta (eins og
fræðast má af í bók Silju Aðalsteinsdóttur,
islenskar barnabækur 1780-1979). Ég ætla
hins vegar að velja bókina Adda trúlofastsem
dæmið mitt um íslenskar bókmenntir þessara
tíma, annars vegar vegna þess að eitthvað
þarf ég að takmarka mig við og hins vegar
vegna þessa forvitnilega undirtitils sem ég
held að hún beri fyrst bóka, „unglingabók".
Það er vitaskuld áhugavert að þessi fyrsta
unglingabók er ekki beinlínis sprottin af þörf
höfundanna til að skrifa unglingabækur,
þvert á móti er hún eðlilegt framhald af
fyrrí bókum þeirra um Öddu, sem voru
barnabækur. Það var eiginlega sjálfgert að
Adda yxi úr grasi og lesendur fyrstu bókanna
þriggja hafa eflaust átt talsverðan þátt í að
Jenna og Hreiðar ákváðu að fylgja sögu
hennar eftir, þau skrifuðu líka aðrar bækur á
þessum tíma (Sumar í sveit og Bræðurna frá
Brekku). Þau höfðu sent Öddu til Ameríku
eftir að hún lærði að synda, kannski í von
um að losna alfarið við hana, en svo kemur
hún heim aftur og fer í kaupavinnu og síðan