Börn og menning - 01.09.2008, Síða 9
Adda trúlofast og Beverly Gray leitar að gulli
í menntaskóla. Sagan
Adda I menntaskóla er
ekki kölluð unglingabók
á titilsíðunni en það er
hún vitaskuld. Adda er
orðin sextán ára og í þessari
bók verður hún ástfangin
af framtíðareiginmanni
sínum (eða það vonum við
að minnsta kosti, Adda glftist
hefur enn ekki birst). Þrátt fyrir
að Adda sé mjög heilsteypt
og nánast ónæm fyrir öllum
skuggahliðum unglingsáranna
er hún ekki alveg laus við
unglingaveikina, eins og fram kemur í einni
setningu í bókinni: „Mamma hennar ávítaði
hana fyrir, hve löngum tíma hún eyddi fyrir
framan spegilinn, er hún greiddi hár sitt"
{Adda I menntaskóla, Rvík 1951, bls. 76).
Meira gerir Adda nú ekki af sér í þessari bók,
hún er sannkallaður fyrirmyndareinstaklingur
þegar hér er komið sögu (en öllu meira ber
á glímu hennar við sjálfa sig í ýmsum fyrri
bókunum). Átökin í bókinni snúast fremur
um þann heim sem hún býr í, í Reykjavík
verður hún til að mynda vör við allmikla
stéttaskiptingu sem snertir hana djúpt.
Raunar verður hún líka að horfast í augu við
eigin fordóma gagnvart auðmannsdótturinni
Ernu, en henni ofbýður íburðurinn á heimili
hennar þegar hún kemur þangað fyrst. Þó
reynist Erna henni traust og sönn vinkona og
óspillt af dekrinu heima.
Hugfangin af læknum
Mikilvægasta persóna bókarinnar fyrir
utan Öddu sjálfa er ótvírætt hinn hévaxni
og dökkjarphærði Páll læknanemi sem
Adda kynnist þegar hann tekur að sér
afleysingakennslu í menntaskólanum. Eins
og allir sem hafa lesið Öddubækurnar muna
einkennast þær af taumlausri dýrkun á
læknastéttinni og störfum hennar, sem ef til
vill endurspeglar hug Öddu sjálfrar, hún hafði
verið yfirgefin í bernsku og síðan ættleidd af
lækni og hjúkrunarkonu sem hún nánast
af Páli heldur einnig af
læknastarfinu. Aldrei
höfðar Páll meira til
hennar en þegar hann býr
til fatla á hana eða þegar
hún aðstoðar hann við að
gera við alvarlega skaddaðan
fót á sjómanni. Eins og segir
í sögunni: „hún varð að
viðurkenna fyrir sjálfri sér, að
þessi tilfinning til Páls hafði
síður en svo rénað, eftir því
sem hún kynntist honum betur
og sá hversu heill og óskiptur
hann var í hinu ábyrgðarmikla
læknisstarfi" (Adda trúlofast,
Rvík 1952, bls. 62). Gæti Adda
elskað mann sem ekki er læknir? Kannski, en
óneitanlega virðist það ekki spilla fyrir.
Ofurkonan Beverly
Öddubækurnar stóðu föstum rótum í
íslenskum raunveruleika. Líf Öddu var á sinn
hátt spennandi (eins og störf lækna gátu
verið á þessum tíma) og jafnvel ævintýralegt
en ekki framandi. Sögurnar um Öddu eru því
raunsæjar en hafa jafnframt ýmis einkenni
afþreyingabókmennta, til dæmis þau að
hetjan er heldur betur gerð en venjulegt
fólk, hún er manneskja sem hægt er að
líta upp til og sem vinnur vel úr öllum þeim
erfiðleikum sem að henni steðja. Jenna og
Hreiðar skrifuðu ýmsar fleiri bækur þar sem
hetjunum farnaðist ekki alveg svona vel en
Öddubækurnar urðu sennilega vinsælastar
vegna þess að þær höfðu eitthvað af eðli
hetjusagna í sér, þó að raunsæjar væru.
Miklu ýktari var flokkur ungstúlknabóka um
bandarísku stúlkuna Beverly Gray (en þetta
heiti finnst á baksíðu einnar þeirra, Beverly
Gray I gullleit). Tólf bækur um Beverly komu
út á islensku frá 1944 til 1951, á vegum
bókaútgáfunnarNorðra-þettaernánastsama
tímabil og Öddubækurnar komu fyrst út. Það
er ástæða til að nefna það að þetta er á sama
tíma og bandarísk áhrif eru að ryðja sér til
rúms hér á landi og lesa má Beverly Gray sem
tilbiður síðan. Fyrstu
kynni Öddu og Páls eru raunar
mjög óheppileg. Óknyttadrengir í bekk Öddu
hafa látið lím á stól afleysingakennarans (Iff
afleysingakennara hefur sem kunnugt er
aldrei verið einfalt) og Adda hyggst þurrka
það af stólnum þegar kennarinn kemur inn.
Hann grunar hana um verknaðinn og lætur
hana setjast í límið. í stuttu máli er hér strax
komið upp efni í íslenskt eftirstríðsáratilbrigði
af Hroka og hleypidómunum en Páll er
raunar fljótur að þvo af sér Darcy-áruna sem
hann kann að hafa í þessu fyrsta atriði, strax
í sama kafla biður hann Öddu afsökunar.
Síðan birtist hann nokkrum sinnum í bókinni
og er þar mjög yfirþyrmandi, þrátt fyrir
að hann sé í bakgrunninum. Það er þó
fyrst í næstu bók sem Adda gerir sér grein
fyrir eigin tilfinningum til hans. Þar er því
lýst hvernig Páll hertekur líf hennar. Hún
fjarlægist vini sína og jafnvel foreldra og að
lokum játast hún Páli strax eftir stúdentspróf
og hyggst halda með honum utan í nám.
Lýsingin er mjög raunsæisleg og jarðbundin,
eins og Adda yfirleitt. Mig minnir að ég hafi
ekki kunnað neitt sérstaklega vel að meta
þessa bók þegar ég var strákur en þegar hún
er lesin á ný verður því ekki neitað að þetta
er falleg ástarsaga og þau Jenna og Hreiðar
ná vel utan um það hversu vandræðalegt
hinni annars kjarkmiklu Öddu finnst allt sem
tengist Páli. Það skapar svo skemmtilega
tvöfeldni að Adda er ekki aðeins hugfangin