Börn og menning - 01.09.2008, Page 12

Börn og menning - 01.09.2008, Page 12
10 Börn og menning Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir Dramadrottningar með beygluð og brotin hjörtu Fáir íslenskir rithöfundar skrifa fyrir unglinga 14 ára og eldri og hin sérstöku viðfangs- og hugðarefniþeirra. Fantasíubylgjan,semteygði anga sína inn í íslenskar unglingabækur og reis hæst árið 2004 með bókinni Sveröberinn eftir Ragnheiði Gestsdóttur, virðist ætla að verða skammvinn. Nýlegar fslenskar skáldsögur fyrir unglinga eru langflestar raunsæissögur og allra nýjustu sögurnar eru flestar skvísusögur um unglingsstelpur og skrifaðar af ungum konum sem hafa ekki áður skrifað barnabækur. Þær fjalla um fjórtán og fimmtán ára stelpur í strákastússi með tilheyrandi tilfinningaflækjum og útlitspælingum. Kynlífsþreifingar og umræða um kynlíf eru líka meira áberandi en við höfum átt að venjast í íslenskum unglingabókum til þessa. Skvísusögur Ástarsögur hafa getið af sér nýjan undirflokk, svo nefndar skvísusögur1 og er Dagbók Bridget Jones eftir Helen Fielding frá árinu 1996 eflaust þeirra þekktust. Eins og í hefðbundnum ástarsögum snýst barátta aðalpersónunnar í skvísusögunum um að krækja í draumaprinsinn. Skvísan á líka oft í samkeppni við aðra skvísu um prinsinn og er sú oft ekkert lamb að leika sér við. Stundum stendur val skvísunnar líka um tvo prinsa og þá getur tekið á að komast að því hvor þeirra er hinn sanni draumaprins og hvor þeirra reynist svikaprinsinn þegar allt kemur til alls. Og skvísan hlýtur svo draumaprinsinn að lokum vegna mannkosta sinna, hjartað sigrar en ekki útlitið. Þannig er grunnflétta skvísusögunnar sú sama og hefðbundinna ástarsagna. Efnistökin eru hins vegar talsvert önnur í skvísusögunum en í hefðbundnu ástarsögunum. í skvísuögunum er meiri húmor og írónía.2 (rónían kemur iðulega fram í titli bókanna og kápur skvísubókanna eru töff og smart og höfða þannig til yngri lesenda en ástarsögurnar gera. Þar er skvísan sjálf aðalatriðið, eða tákn skvísunnar, svo sem flottir skór, varalitur eða sexý brjóstahöld. Skvísan er oftast eldri og lífsreyndari en aðalpersóna ástarsagnanna. Hún er mjög upptekin af útliti sfnu, finnst hún of feit og yfirleitt mislukkuð í samanburði við aðrar konur, einkum keppinautinn á prinsaveiðunum. Skvísurnareru nútímakonur og þrátt fyrir óánægju með útlit sitt eru þær smart og töff konur og vinna oftast á vinnustöðum sem njóta vinsælda, svo sem við útgáfu, auglýsingar og fjölmiðla. En skvísan gerir óspart grín að sjálfri sér mitt í ömurlegri óánægju sinni og hún lendir oft í hlægilegum og pínlegum aðstæðum. 11 því sem hér segir um skvísusögur og samanburð við hefðbundnar ástarsögur er stuðst við drög að óbirtri grein eftir Helgu Birgisdóttur, doktorsnema í barnabókmenntum. Kann ég Helgu bestu þakkir fyrir, svo og fyrir góðar samræður og ábendingar um skvlsubækur. Það skal llka tekið fram að í grein Helgu er mun ítarlegri og bókmenntafræðilegri umfjöllun um ástarsögur, skvísubækur og samfélagsrýni en hér er rúm fyrir. 2 í Dagbók Bridget Jones leikur Fielding sér með vísanir í Hroka og hleypidóma eftir Jane Austin, en eins og þeir vita sem lesið hafa þá bók er hún á sinn hátt full af skemmtilegri (ronlu sem nær bæði til manna og samfélagslegra málefna. Þess má geta hér að þegar Dagbók BridgetJones kom út árið 1996 höfðu nýverið verið sýndir ( BBC gríðarlega vinsælir framhaldsþættir upp úr Hroka og hleypidómum þar sem leikarinn og hjartaknúsarinn Colin Firth fór með hlutverk Darcy. Það var því skemmtilega íronískt að láta Firth fara með hlutverk Mark Darcy ( kvikmyndinni sem gerð var eftir Dagbók Bridget Jones og frábært sölutrix l(ka!

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.