Börn og menning - 01.09.2008, Síða 13

Börn og menning - 01.09.2008, Síða 13
Dramadrottningar með beygluð og brotin hjörtu Draumaprinsarnir í skvísu- sögunum eru heldur ekki alltaf jafn fullkomnir og sjálfsöruggir og í ástarsögunum þó að þeir séu að sönnu karlmannlegir og flottir gæjar. Þeir fá að vera mannlegri, jafnvel klaufalegri og fyndnari og ríma þannig betur við skvísurnar sjálfar og andann í bókunum. I skvísusögunum er Ifka miklu opinskárra og nútímalegra viðhorf til kynlífs en í hefðbundnu ástarsögunum. Skvísan má sofa hjá þeim sem hún vill og njóta þess án þess að glata við það möguleikum sínum á að ná í draumaprinsinn og það er ákveðið uppbrot á reglum ástarsagnanna. Ástarsögur þykja yfirleitt ekki metnaðarfullar bókmenntir, hvorki frumlegar néfagurfræðilegar. Þæreru gjarnan flokkaðar sem afþreyingarbókmenntir og hluti af lágmenningunni. Skvísubókmenntirnar, sem eins og áður segir, eru undirflokkur hefðbundinnaástarsagnaeinsogviðþekkjum þær til dæmis eftir Barböru Cartland, falla því nánast sjálfkrafa í afþreyingarflokkinn og þess vegna lágmenninguna. En skvísubækurnar eru auðvitað misjafnar. Skopstæling og endursköpun Fielding á Hroka og hleypidómum Jane Austen skipar til dæmis Dagbók Bridget Jones skör hærra en flestum öðrum skvísubókum sem á eftir komu og hún er enda talin marka upphaf skvísubókmenntanna. Það má því segja að hún dansi á línunni mitt á milli hámenningar og lágmenningar. íslensku unglingabækurnar um skvísurnar, eða dramadrottningarnar eins og ég kýs að kalla þær hér í samræmi við titil tveggja þeirra, eru sex. Fyrst skal telja bækurnar tvær um Emblu, Ég er ekki dramadrottning (2006) og Einu sinni var dramdrottning i riki sinu (2007) eftir Sif Sigmarsdóttur. Þá eru þrjár bækur um Júlíu eftir Bryndísi Jónu Magnúsdóttur, Erég bara flatbrjósta nunna? (2005), Kossar, knús og málið er dautt (2006) og Beygluð og brotin hjörtu (2007). Að síðustu er svo bók þeirra Mörtu Maríu Jónasdóttur og Þóru Sigurðardóttur um Klöru, Ef þú bara vissir... (2007). Titlarnir á bókunum um drama- drottningarnar sem hér eru til umfjöllunar gefa eins og sjá má til kynna að fjallað sé um efnið á írónískan hátt. Það er líka vissulega tilfellið og er undirstrikað í auglýsingatextanum um bækurnar. Þótt nokkuralvara sé undirliggjandi í umfjölluninni ristir hún yfirleitt ekki mjög djúpt. Bækurnar um Emblu og Júlíu sýna flestar aðalpersónurnar í miklu uppnámi í forgrunni kápunnar og strákana sem skuggamyndir á bakvið. Kápa bókarinnar Ef þú bara vissir ... er svo skvísuskærbleik og titillinn vekur vonir um að eftir einhverju krassandi sé að slægjast. Bókin kom í skærbleikri öskju og henni fylgdí óútfyllt dagbók fyrir leyndarmál lesenda. Dramadrottningarnar, og í sumum tilvikum foreldrar þeirra einnig, eru oft sýndar í skoplegu Ijósi í pínlegum aðstæðum eins og persónur skvísubókanna. Meginvíðfangsefnin eru einnig þau sömu, samskipti aðalpersónanna við hitt kynið með tilheyrandi tilfinningaróti, óöryggi og áhyggjum af útliti. Það gefur samt augaleið að það er talsverður munur á lífsreyndum konum á þrítugsaldri og unglingsstelpum sem eru að stíga sín fyrstu skref í f ullorðinsheimum og í samskiptum við hitt kynið. Kynhvötin er samt vöknuð hjá unglingunum í bókunum um dramadrottningarnar enda eru þær orðnar 14 ára og sumar eldri. Spurningin um það hvenær þær eigi að byrja að stunda kynlíf er því til umfjöllunar í bókunum, en í mismiklum mæli. Sambandiðvið vinkonurnar er líka mjög fyrirferðarmikið rétt eins og í skvísubókunum. Efni og efnistök bókanna um dramadrottningarnar kallast þannig á við skvísubækurnar og þær eru einskonar unglingaútgáfa af þeim. Þær eru líka undir sterkum áhrifum vinsælla sjónvarpsþátta og kvikmynda sem sækja fyrirmyndir til skvísubókanna og eru hluti að skvísumenningunni. Þar má nefna áðurnefnda Dagbók Bridget Jones og jafnvel sjónvarpsþættina Sex and the City þar sem vinkonusamfélaginu og miðbæjarskvísunni er lyft í hæstu hæðir innan um helstu vörumerki tískunnar í einni mestu tískuborg heimsins, New York. Afþreyingin er í fyrirrúmi f bókunum um dramadrottningarnar og markmiðið virðist fyrst og fremst vera að skemmta lesendum. Vinkonur og víti til varnaðar Vinkonur dramadrottninganna skipta þær mjög miklu máli. í vinkvennahópnum fer fram mikið nám um lífið og tilveruna. Vinkonurnar eru tvær til þrjár í flestum tilvikum. Lögð er áhersla á að hafa þær ólíkar, með mismunandi eiginleika. Það er gott fyrir aðalpersónuna að eiga vinkonu með munninn fyrir neðan nefið og sem lætur ekki vaða yfir sig né vinkonurnar. Svo er líka gott að það sé málamiðlari í hópnum og ein með báða fætur á jörðinni, traust og ráðagóð. Eins og í skvísusögunum sækja vinkonurnar styrk og góð ráð hver til annarrar. Þær læra til dæmis að snyrta sig og hvernig á að klæða sig við hæfi. Þær reiða sig hver á aðra og ræða mikilvæg og viðkvæm mál, til dæmis strákamál og kynlíf. Þær reyna að vara hver aðra við viðsjárverðum gripum, en því er misvel tekið. Stundum slettist upp á vinskapinn þess vegna, en slíkt er alltaf leiðrétt og vinkonurnar standa saman þegar á þarf að halda. Júlía er til dæmis mjög þakklát fyrir að eiga góðar vinkonur og gerir sér góða grein fyrir því að strákar koma og fara í lífi þeirra en vinkonurnar ætlar hún að eiga að eilífu.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.