Börn og menning - 01.09.2008, Page 15

Börn og menning - 01.09.2008, Page 15
Dramadrottningar með beygluð og brotin hjörtu 13 Ko^r,knúrSa6"'r 0tn}ahðer dautt! Eftir smá stund tekur hann hins vegar um mjaðmir mínar og hreyfir mig í takt við sig. Ég er ábyggilega alveg eins og asní en reyni eftir fremsta megni að vera með í leiknum. Jiii, hvað á ég að gera?! Það fer um mig þægilegur hrollur og það er orðið líf og fjör í nærbuxunum mínum (Er ég bara fíatbrjósta nunna? bls. 60-61). Danni strýkur Júlíu innan klæða, þrýstir henni að sér og kyssir hana ákveðið. Hún dáist að því hve Danni kyssir fagmannlega og er alveg í sæluvímu. En eins og Klara og Jonni eru þau skötuhjúin trufluð Júlfu til mikillar skapraunar. Ekkí löngu síðar hittast Júlía og Danni aftur í partíi í heimahúsi og þá loka þau sig af tvö ein inni á baði. En þegar leikar standa sem hæst og þau bæði komin með buxurnar á hælana og fátt eftir annað en ganga alla leið, eru þau trufluð. Nema hvað? Þó löngun Júlíu sé vissulega komin á suðupunkt verður hún samt trufluninni fegin. Hún vill þrátt fyrir allt ekki láta afmeyja sig við þessar aðstæður. Hún er líka miður sín þegar þær fréttir eru látnar berast í partíinu að þau hafi verið að gera það. Það er þó Ijóst að hluti krakkanna í umhverfi Júlíu lítur á það sem stöðutákn að hafa gert það og Júlíu finnst ekkert slæmt að þau haldi það um hana. En það eru ekki krakkarnir sem hún virðir. Henni finnst líka meira um vert að halda sjálfsvirðingunni og virðingu vinkvenna sinna í þessu efni. Og það eru einmitt vinkonurnar sem hugga Júlíu í þessum erfiðu aðstæðum. Júlía og vinkonur hennar ræða opinskátt saman um kynlíf og velta fyrir sér hvenær þær vilja fara að gera það og hvort þær vilji taka pilluna. Niðurstaðan er sú að þó að þær langi vilja þær ekki, segjast ekki vera tilbúnar. Þær eru samt orðnar þreyttar á því að stoppa alltaf leikinn og kærastarnir eru ennþá þreyttari á því og hóta uppsögnum og málin eru því mjög erfið. Enginn kærasti lætur samt verða af uppsögn. Þessi opinskáa umfjöllun um kynlíf er nýnæmi í íslenskum unglingabókum og skilaboðin til lesenda eru skýr: Kynlíf er gott en maður þarf að vera tilbúinn og sá boðskapur er útaf fyrir sig mjög jákvæður. Það er hins vegar helsti galli bókanna um þær Klöru og Júlíu, hve lítil áhersla er lögð á að byggja upp tilfinningar á milli persóna áður en kynlífsþreifingar, með þeim hita og þunga sem þar er lýst, koma til sögunnar. Það er tæplega við hæfi að færa andann, kaldhæðnina og hraðsoðið viðhorf til kynlífs, eins og það birtist í efni fyrir fullorðna í fjölmiðlum hverskonar og kvikmyndum, inn í unglingabækur sem mest eru lesnar af tólf til fjórtán ára unglingum. Því fylgir líka mikil útlitsdýrkun sem er einmitt svo áberandi í þessum bókum, mest í Ef þú bara vissir .... Útlitsdýrkun og lífsstílsæði Útlit og föt fá mikla umfjöllun í bókunum um dramadrottningarnar rétt eins og í skvísubókunum og vinkonurnar eyða löngum stundum fyrir framan spegilinn og þar fara fram faglegar umræður um snyrtingu og snyrtivörur. Lita þarf hár, farlægja óæskílegan hárvöxt af líkamanum og plokka augabrúnir þó maður sé bara fjórtán ára. Fyrirmyndirnar og aðferðir eru sóttar í tfskublöð þar sem tíl dæmis er lofað fullkominni fegurð á tveimur tímum. Þetta er ekki alltaf tekið út með sældinni og um það er fjallað á írónískan hátt í fyrri bókinni um Emblu. Hún reynir einu sínní að gera sig fína eftir forskrift úr tískublaði en afleiðingin verður ekki alveg eins og hún bjóst við og hún neyðist því til að mæta með sólgleraugu á lokaballið í 9. bekk. Embla situr nefnilega uppi með augabrúnir sem minna suma lesendur á fræga lýsingu á Agli Skallagrímssyni: Nýju augabrúnirnar ollu því að ég sýndi tvö svipbrigði í einu. Annar heimingur andlitsins gaf til kynna mikla Vogue- gleði en hinn meiri geðvonsku en hægt væri að koma fyrir í dós fullri af niðursoðnum unglingum (Ég er ekki dramadrottning bls. 20). Hinar dramadrottningarnar taka snyrtingu mun alvarlegar. Brjóstaumræða er ekkert sérstaklega fyrirferðarmikil, en lítil brjóst valda þó Júlíu svolitlum áhyggjum. Hún notar stærð A32 af brjóstarhaldara og hún öfundar vinkonur sínar af B skálunum. Titillinn á fyrstu bókinni um Júlíu Er ég bara flatbrjósta nunna? er því ekki mjög lýsandi fyrir innihald bókarinnar. Hins vegar er mikil umræða um föt og vinkonurnar fara í fatakaupaleiðangra í bæinn og í Kringluna. Og það verður að klæða sig eftir tilefninu. Það má hvorki virka „desperat" eða vera „overkill" í klæðaburði, því slíkt ber „... vott um bæði stjórnleysí og örvæntingu en það vissu auðvitað allar viti bornar stúlkur að maður flaggar ekki öllu si svona" (Ef þú bara vissir ... bls. 62- 63). Er þetta ekki skvísulegt? Fötum og fatastíl draumaprinsanna er líka vel lýst. Það á reyndar við um alla krakkana í þessum bókum að þeir eru yfirleitt fallegir og flottir, bæði stelpur og strákar. Sumar persónurnar eiga mjög ríka foreldra og fulla skápa af fötum, eins og ein vinkona Júlíu, sem fær alltaf nýjustu Diesel gallabuxurnar. En miðað við hve flott föt skipta miklu máli og eru mikið til umfjöllunar er merkjavara, önnur en Diesel, ekkert sérstaklega fyrirferðarmikil í þessum bókum. Útlitsdýrkunin nær líka í sumum tilvikum

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.