Börn og menning - 01.09.2008, Page 20
18
í Reykjavík og þá dvelur besta vinkona Lillu
frá Austurfirði, Kata, í höfuðborginni auk
ömmu og afa sem þarf að leita sér lækninga.
Hér skiptist sjónarhornið milli vinkvennanna,
ýmist er sögumaður við hlið Kötu eða Lillu.
Sagan er látin gerast í Þingholtunum og
svæðið öðlast líf í meðförum höfundar því
götuheiti eins og Skeggjagata og Baldursgata
koma fyrir og þekktir staðir eru með, styttan
af Leifi heppna sem prýðir Skólavörðuholtið
og Listasafn Einars Jónssonar. Hér má spyrja
hvers vegna höfundur notar raunveruleg
götunöfn í Reykjavík en lætur þorpið sem
ætla má að eigi sér fyrirmynd í Seyðisfirði
vera við Austurfjörð. Kannski er það nándin
við æskustöðvarnar þar sem allir þekkja alla
sem gerir það að verkum að Kristín býr til
nafn á staðinn. Aðrir höfundar sem byggt
hafa skáldsögur á endurminningum sínum
hafa oft notað þessa aðferð, nefna má þríleik
Guðrúnar Helgadóttur (Sitji Guðs englar,
Saman í hring og Sænginni yfir minni) sem
gerist augljóslega í Hafnarfirði á stríðsárunum
þó að bærinn sé hvergi nefndur á nafn.
Hrekkjusvínin eru í borginni eins og annars
staðar og Lilla á í stöðugurrr erjum við þau.
Hormónarnir láta á sér kræla í þessari bók,
roði f kinnum Kötu ber vitni um hrifningu
hennar á Krumma og Lillu finnst Jonni Ifka
vera bara nokkuð sætur. En hugsunin um að
verða fullorðin skelfir Lillu. Hún leitar ráða hjá
afa á sjúkrahúsinu: „Er ekki alveg agalega
leiðinlegt að verða fullorðinn afi?" Og afi
svarar: „Ojæja, lambið mitt, það fer nú eftir
ýmsu." (91) Það er gott að sitja hjá afa og
þiggja góð ráð hans og hlusta á sögur.
Rokkið gerir víðreist, fyrr en varir knýr
það dyra á íslandi og rokka Billi er mættur
á svæðið. Lilla og Kata þurfa að læra sporin
en fyrst og fremst að fá sér rokkpils sem
er hringskorið og getur
staðið lárétt út frá
kroppnum.
Amman frá Austurfirði
nýtur lífsins í borginni en
afa líður illa og kann ekki
á borgarlífið. Líf Lillu fer
þó nokkuð á skjön þegar
afi veikist og þarf að fara á
sjúkrahús og enginn virðist
geta læknað hann, ekki einu sinni pabbi sem
er þó læknir! Lilla reynir að treysta á Guð
og forsjónina eins og amma hafði svo oft
kennt henni. Guð virðist vera heyrnarlaus
en forsjónin réttir henni fjögurralaufa smára
á síðustu stundu og nú hlýtur afa að batna.
Lesandi er skilinn eftir með spurn í augum
en vissulega getur hann lesið í þau tákn sem
finna má í lok síðustu bókar.
Að loknum lestri
Hvað fær lesandi í sinn hlut við lestur á
umræddum bókum Kristínar Steinsdóttur?
Hann fær svo sannarlega margt. Bækurnar
veita innsýn í heim kotroskinnar stelpu sem
lætur engan eiga neitt hjá sér. Skilaboðin eru
þau að stelpur þurfa ekki að gefa endalaust
eftir, þær geti með kjarki og orðavali ráðið
við freka og fyrirferðarmikla stráka. Það
er líka í lagi að gráta þegar mikið liggur
við. Lesanda er boðið í áhugavert ferðalag
til fortíðar þar sem fylgst er með börnum
í skemmtilegum útileikjum og hugsanlega
uppgötvar nútímabarnið að það er hægt að
gera fleira en að sitja inni í við tölvuna. Einu
sinni var til veröld án sjónvarps og tölvu og
þá var bara gaman og margt hægt að gera.
Ef ekki var veður til að vera úti var hlustað á
útvarp, reyndar bara gömlu gufuna en þar
leyndust víða gullkorn svo sem spennandi
leikrit og óskalög
sjúklinga.
Lilla er einlæg
og skemmtileg
stelpa sem segir
það sem hún
meinar. Líkt og
Lína langsokkur
á hún það til að skrökva
sig út úr vandræðum. Einu sinni sem oftar
fer Lilla í sendiferð fyrir ömmu og liggur leiðin
í bakaríið hennar Línu stuttu. Hrekkjusvín
situr fyrir henni og til að bjarga sér slær hún
strákinn með innkaupatöskunni. Þegar heim
er komið spyr amma: „Af hverju er brauðið
svona kramið?" Þá svarar Lilla: „Það var
svo þröngt í bakaríinu." En stundum gætir
misskilnings og þá koma fyndnir orðaleikir
sem ekki er hægt annað en að hlæja að.
Lilla spyr ömmu sína um staðsetningu
Rassgatshóla á landinu - þetta orð heyrir
hún í veðurfregnum útvarpsins. Amma reynir
að leiðrétta hana en Lilla neitar að hlusta á
svoleiðis. Henni finnst þetta orð fyndið og
við það situr. Stelpurnar syngja um rokka
Billa þegar þær læra nýju danssporin. Ein
þeirra spyr í einlægni hver hann sé þessi
rokka Billi. Þá svarar Lilla kotroskin: „Það er
ægilega frægur rokkari í Amríku," (Stjörnur
og strákapör, bls. 52) Svo láta þær sig
dreyma um að Billi komi til landsins og jafnvel
sveifli þeim gegnum klofið eins og Bjarni rokk
gerir við Erlu í Gúttó (Stjörnur, bls. 52).
Margir á Austurfirði hafa viðurnefni sem
er landlægur siður þótt ekki séu allir sáttir
við hann. Dóri á Her býr í húsi sem einu
sinni tilheyrði Hjálpræðishernum, Lína stutta
er lágvaxin kona sem á bakaríið þar sem
franskbrauðin eru bökuð, þessi sem eru
svo góð með sultu. Og svo er það Bíó