Börn og menning - 01.09.2008, Blaðsíða 22

Börn og menning - 01.09.2008, Blaðsíða 22
20 Börn og menning Þórdís Gísladóttir Litbrigði ástarinnar Um samkynhneigð í heimi múmínálfanna í næstsíðasta kafla bókarinnar Pipuhattur Galdrakarlsins eftir Tove Jansson koma tveir smávaxnir kumpánar til sögunnar. i ísienskri þýðingu bókarinnar heita þeir Þöngull og Þrasi. Þeirhafa leyndardómsfulla tösku meðferðis og eru á flótta undan Morranum. Þöngull og Þrasi tala sitt eigið tungumál „...sem allir Þönglar og Þrasar tala. Það er ekki hver og einn sem getur skilið það, en aðalatriðið er þó, að þeir vita sjálfir hvað þeir eru að segja." (Pípuhattur Galdrakarlsins bls. 116). Líf og starf Tove Jansson Finnlandssænska myndlistarkonan og rithöfundurinn Tove Jansson var 87 ára gömul þegar hún lést árið 2001. Starfsævi hennar náði yfir meira en sjötíu ár. Flún skrifaði ekki eiginlega ævisögu en f bókum hennar má finna mikið af vísunum í eigið líf og vitað er að ýmsar persónur Múmínálfabókanna áttu sér fyrirmyndir í vinahópi höfundarins og persónueinkenni hennar sjálfrar má finna í sögupersónum í ólíkum verkum. Á síðasta ári kom út mikið verk um ævi Tove Jansson. Flöfundurinn, Boel Westin, varði doktorsritgerð um verk Tove fyrir tuttugu árum, þær tengdust vinaböndum og hún fékk frjálsan aðgang að öllum persónulegum pappírum Tove, einkabréfum, teikningum, dagbókum, myndum og fleiru. Bókin er tæpar 600 síður og mikill fjársjóður fyrir þá sem hafa áhuga á lífi og starfi skáldsins og myndlistarkonunnar. Tove Jansson átti bæði í ástarsamböndum við konur og karla. Eftir þrítugt fór hún að prófa sig áfram á því svæði sem hún kallaði „spöksidan", eða draugasvæðið og síðar flutti hún sig reyndar alfarið yfir á það svæði og bjó í áratugi með konu. Samkynhneigð var refsiverð í Finnlandí til ársins 1971, Tove Jansson var fædd 1914 og á fimmta áratugnum þegar hún átti fyrst í ástarsambandi við kynsystur sína varð að fara afar leynt með sambandið. Talið er víst að leikstjórinn Vivica Bandler, sem síðar varð leikhússtjóri Sænska leikhússins í Ffelsingfors, hafi verið fyrsta ástkona Tove. Og þar komum við aftur að Pípuhatti Galdrakarlsins því Boel Westin upplýsir að Tove hafí skrifað samband þeirra tveggja inn í bókina, sem kom fyrst út 1948. Nöfn persónanna sem heita Þöngull og Þrasi í íslensku bókinni, eru í upphaflegum sænskum texta bókarinnar Tofslan og Vifslan, sem voru gælunöfn Tove og Vivicu. Leyndarmálið í töskunni þeirra, sem afhjúpað er í lokakafla bókarinnar, er rúbínsteinn á stærð við hlébarðahöfuð, tákn sjálfrar ástarinnar, sem Morrinn ógnar og girnist. Ást og ótti Samband Þönguls og Þrasa er náið og fallegt en þeir/þær eru sannkallaðar jaðarverur, illskiljanlegir útlendingar, smávaxnir og óttaslegnir. „Það fór ekki mikið fyrir þeim, og oftast gengu þeir saman um gólf og héldust í hendur. Töskuna báru þeir með sér hvert sem þeir fóru, en þegar skyggja tók urðu þeir greinilega mjög órólegir og hentust í loftköstum niður stigann og földu sig undir teppinu." (PipuhatturGaldrakarlsins bls. 119). „Morrinn er að komsla!" hvíslaði Þrasi. „Morrinn? Hver er nú það?" sagði Hemúllinn og varð hálfsmeykur. Þöngull glennti upp augun og sýndi tennurnar og gerði sig eins stóran og hann mögulega gat. „Ljótsla og grimmsla!" Sagði Þrasi. „Viltu læsla hurðsla fyrir morranum". Hemúllinn hljóp til Múmlnmömmu og sagði: „Þeir halda því fram að Ijótur og grimmur morri sé á leið hingað. Við verðum að læsa öllum hurðum í nótt". „Já en við eigum bara lykil að kjallarahurðinni", sagði múmínmamma áhyggjufull. „Æ, svona er þetta alltaf með þessa útlendinga!" Og hún flýtti sér til Múmínpabba að ræða málið við hann. „Við verðum vígbúast og stafla húsgögnum fyrir dyrnar", sagði múmínpabbi. „Það má vel vera, að svona ógurlega stór morri sé

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.