Börn og menning - 01.09.2008, Page 23

Börn og menning - 01.09.2008, Page 23
Litbrigði ástarinnar 21 hættulegur. Ég set upp þjófabjöllu ( dagstofunni og Þöngull og Þrasi geta sofið undir rúminu mínu". En Þöngull og Þrasi voru þegar búnir að fela sig í einni kommóðuskúffunni og neituðu að koma fram. (Pipuhattur Galdrakarlsins bls. 119-120). Tofslan og Vifslan eru af óljósu kyni í upphaflegu verki Tove Jansson. Um þessar verur er yfirleitt talað í fleirtölu og „de" getur þýtt hvort sem er þeir eða þær, eða jafnvel þau. Þess má í framhjáhlaupi geta að algengt er að persónur skipti um kyn í þýðingum Steinunnar Briem á Múmínálfabókunum, til dæmis er Morrinn í rauninni kvenkyns i verki Tove Jansson og Bísamrottan er karlkyns.. Þegar Tove Jansson vann að Pipuhatti Galdrakarlsins var hún trúlofuð Atosi Wirtanen, þekktum heimspekingi, skáldi, pólitíkusi og blaðamanni frá Álandseyjum. Árið 1946 hittust Vivica Bandler og Tove og urðu ástfangnar. Vivica var gift og samband þeirra varð upphaf mikillar ástarhringekju, fleiri sambönd spiluðu inn í ástarsamband þeirra sem lauk í miklu tilfinningavíti. ( bók Boel Westin er vitnað í ástríðuþrungin bréf sem gengu á milli ástkvennanna og ýmislegt sem Tove skrifaði Vivicu um samband þeirra rataði næstum orðrétt inn í Pipuhatt Galdrakarlsins, sem kom sem fyrr segir út í fyrsta skiptið árið 1948 og varð það verk sem ruddi brautina í bókmenntaheiminum fyrir Tove, jafnt á Norðurlöndum sem alþjóðlegum vettvangi. Rétthafar ástarinnar Lffsgleði og lífsþorsti einkenna heiminn sem lýst er í Pipuhatti Galdrakarlsins. Upp úr hattinum dularfulla vaxa kynjajurtir og furðuský, vatn verður að saft, vatnakarfar breytast í kanarífugla og Múmínsnáðinn breytist um tíma í einkennilega veru. Inn í lífsgleðina blandast áhyggjur og þrár. Breytingar eru óumflýjanlegar og hluti lífsins. Tónninn í upphafi lokakafla bókarinnar er angurvær og boðar nýja tíma: Það var í ágústlok. Uglurnar vældu é næturnar, og leðurblökur komu f stórum svörtum hópum og hnituðu þögla hringa yfir garðinum. Vindsveipir fóru um skóginn, og sjórinn var úfinn. Loftið var þrungið eftirvæntingu og angurværð í senn, og tunglið var stórt og sterkgult á litinn. Múmínsnáðinn var alltaf hrifnastur af seinustu vikum sumarsins, en hann gerði sér ekki almennilega grein fyrir hvers vegna það var. Vindurinn og hafið höfðu skipt um tón, allt angaði af breytingum, trén stóðu og biðu. (Pipuhattur Galdrakarlsins bls. 130-131). í sögunni um Þöngul og Þrasa er vöngum velt yfir samhenginu á milli fegurðar, verðmæta og eignaréttar, en þegar öllu er á botninn hvolft má túlka lausnina þannig að það sé ástin sem skipti langmestu máli. Tákn ástarinnar er rúbíninn sem falinn er í töskunni sem óttaslegnu smáverurnar drösla með sér hvert sem þær fara og Morrinn ágirnist og síðar Galdrakarlinn líka. Magnaðar lýsingar á litum eru eitt af einkennum bókmenntaverka Tove Jansson. Hún leit fyrst og fremst á sig sem myndlistarkonu og þegar hún skrifaði sögur var hún líka alltaf með palettuna í huganum. ( síðasta kafla bókarinnar, þegar Þöngull og Þrasi sýna Múmínsnáðanum innihald töskunnar í skógarrjóðri segir: Litli felustaðurinn fylltist af mildu rauðu Ijósi. ( töskunni lá rúbín, stór eins og höfuð á hlébarða, glóandi eins og sólarlagið, lifandi eins og eldur og glitrandi eins og vatn. (...) Rúblninn var sfbreytilegur eins og sjórinn. Stundum varð hann næstum hvftur, svo varð hann skyndilega rósrauður eins og snævikrýndur fjallstindur við sólarupprás, og við og við blossuðu upp dökkrauðir logar innst í hjarta hans. Þá varð hann eins og svartur túlípani með fræfla úr litlum neistum. (Pípuhattur Galdrakarlsins bls. 134-135). Að hlutgera ástina í eðalsteini sem skiptir litum er einstaklega vel til fundið. í Konungsrúbíninum búa miklir kraftar. Hann er dásamlega fallegur og engu öðru í heiminum líkur, enda vekur hann ágirnd margra. ( garðinum við bláa múmínhúsið eru haldin réttarhöld þar sem skorið skal úr því hver sé raunverulegur rétthafi þess sem taskan geymir. Það flækir málið að í fyrstu virðist sem Þöngull og Þrasi eigi bara töskuræksnið en Morrinn sé raunverulegur eigandi innihaldsins. Síðan kemur í Ijós að málið snýstekki um hvereigi innihaldið heldur hver geti gert tilkall til þess. Þöngull og Þrasi Ifta svo á að innihald töskunnar (sem þegar þarna er komið sögu er enn haldið leyndu) sé það fallegasta sem til er, en Morrinn telur það bara verðmætast. Réttarhöldin brotna upp í afar ruglingslega kennslustund í siðfræði en málið leysist að lokum farsællega með því að Þöngull og Þrasi fá að halda töskunni og rúbíninum en Morrinn eignast í staðinn pípuhatt Galdrakarlsins, sem er líka töfragripur. Á þeirri sáttastundu eru Þöngull og Þrasi viðurkenndir sem sannir rétthafar ástarinnar. Höfundur er íslenskufræðingur og ritstjóri Barna og menningar Bækur sem stuðst er við og vitnað (: Jansson, Tove: Pípuhattur Galdrakarlsins. Steinunn Briem þýddi úr sænsku. Örn og Örlygur, Reykjavík 1968. Jansson, Tove: Trollkarlens hatt. Raben och Sjögren, Stokkhólmi, 1997. Westin, Boel: Tove Jansson. Ord, bild, liv. Schildts, Finnlandi 2007.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.