Börn og menning - 01.09.2008, Síða 32

Börn og menning - 01.09.2008, Síða 32
30 Börn og menning Brynja Baldursdóttir Draugar í erli og átökum Norræna húsið stendur í Vatnsmýrinni. Frá árinu 2001 hefur það verið vettvangur alþjóðlegra barna- og unglingabókahátíða sem allar eru kenndar við mýrina. Sú fyrsta var Köttur úti í mýri, þá kom Galdur úti í mýri, siðan Krakkar úti í mýri og nýlega var sú fjórða haldin í Norræna húsinu; Draugar úti í mýri. Að hátíðunum standa félög og stofnanir, má þar nefna Norræna húsið, Siung, Rithöfundasamband íslands, IBBY og Borgarbókasafn Reykjavíkur. Markmiðið með mýrarhátíðunum er að stuðla að aukinni þekkingu og áhuga á barna- og unglingabókmenntum og beina augum að mikilvægu starfi höfundanna. Draugar úti í mýri Hátíðin í ár var haldin dagana 19,- 23. september og þar réðu fantasíur og draugasögur ríkjum. Bæði íslenskirog erlendir höfundar tóku þátt og Áslaug Jónsdóttir myndlistarmaður og rithöfundur teiknaði drauga þá sem prýða heimasíðu hátíðarinnar, www.myrin.is, hannaði bækling með dagskránni og einstaklega fallega veggmynd sem send var víða til kynningar. í tengslum við hátfðina var haldin smásagnasamkeppni á vegum Forlagsins. Alls bárust 106 sögur í keppnina og valdi dómnefnd þrjár sögur til verðlauna og aðrar þrettán sögur sem birtust í smásagnasafninu Atog aðrarsögur sem kom út 20. september síðastliðinn. íslenskir höfundar á hátíðinni voru: Kristín Steinsdóttir, Gerður Kristný, Guðmundur Brynjólfsson sem hlaut 1. verðlaun í smásagnasamkeppninni fyrir söguna At? Iðunn Steinsdóttir sem hlaut 3. verðlaun fyrir smásögu sína Allra sálna messa, Jón Hjartarson og Kristín Helga Gunnarsdóttir sem hlaut 2. verðlaun fyrir sögu sína Rauð húfa. Átta erlendum höfundum var boðið hátíðina. Eftir nokkra hafa komið út bækur á íslensku en aðrir hafa ekki verið þýddir. Frá Noregi kom Ingunn Aamodt sem er þekktur rithöfundur og myndskreytir, Nina Blazon kom frá Þýskalandi, en hún hefur skrifað fantasíur fyrir börn og unglinga. Frá Danmörku komu tveir höfundar; Kim Fupz Aakeson sem er þekktur fyrir fjölbreytt ritstörf, allt frá ögrandi teiknimyndasögum til kvikmyndahandrita og Louis Jensen sem skrifað hefur allmargar bækur fyrir börn og hlotið Norrænu barnabókmenntaverðlaunin. Pat Hancock kom frá Kanada en hún hefur skrifað tugi barnabóka og vakið athygli víða, Rimantas Cerniauskas kom frá Litháen en hann skrifar jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna og frá Finnlandi kom Ritva Toivola en hún hefur skrifað fyrir börn f áratugi og á sögu í draugasögusafninu Draugurinn sem hló, sem kom út fyrir tveimur árum. Síðastan skal telja Ulf Nilsson frá Svíþjóð, hann er einn þekktasti barnabókahöfundur Svía og hefur skrifað og myndskreytt yfir hundrað bækur fyrir eldri og yngri börn og nýlega komu út eftir hann tvær bækur á íslensku, Draugaröddin og Hálfur seðill.. Hátíðin var vel sótt enda dagskráin fjölbreytt og vönduð. Laugardaginn 20. september og sunnudaginn 21. september var opin dagskrá í Norræna húsinu þar sem allir áhugamenn um barnabókmenntir gátu mætt. Fyrri daginn voru verðlaun veitt fyrir þrjár bestu sögurnar í smásagnasafninu At og aðrar sögur. Mánudag

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.