Börn og menning - 01.09.2008, Side 37
Norðurlöndunum fimm, Færeyjum og
Grænlandi. Frá íslandi voru myndir eftir
Halldór Baldursson, Björk Bjarkadóttur,
Sigrúnu Eldjárn, Ragnheiði Gestsdóttur,
Áslaugu Jónsdóttur, Brian Pilkington og
Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. í tengslum við
sýninguna var gefinn út fallegur bæklingur,
Nordiske Streger, með öllum myndunum og
upplýsingum um höfunda þeirra.
Fyrirlestrar og málstofur
Eins og yfirskrift þingsins „Stories in History
- History in Stories" gefur til kynna var
fyrirlestrum ætlað að fjalla um hvernig
barnabókmenntir bregða upp mynd af hinni
raunverulegu sögu landa og þjóða - og
hvernig vitneskja um söguna hefur haft
áhrif á barnabækur. Stór hluti fyrirlestranna
tengdist þessu efni en einnig buðu
málstofur upp á ýmis önnur viðfangsefni,
svo sem barnabækur og margmiðlun,
myndskreytingar, bókmenntaverðlaun,
markaðssetningu barnabóka og bóklesturs,
og munnlega frásagnalist.
Á ráðstefnunni voru margir áhugaverðir
fyrirlestrarfluttir. Gaman er að geta þess að dr.
Anna Heiða Pálsdóttir flutti fyrirlestur þar sem
hún fjallaði um það hvernig íslenskt landslag
hefur sett sitt mark á barnabókmenntir okkar
í gegnum söguna.
Eitt það eftirminnilegasta og jafnframt
nýstárlegasta að mínum dómi var málstofa
sem Katherine Paterson stóð fyrir. Þar voru
auk hennar mættir höfundarnir Louis Jensen,
Lene Kaaberbol og Peter Sís. Hver þeirra
hafði valið kafla úr eigin bók og sett textann
upp í samlestrarformi. Síðan lásu þessir
fjórir höfundar saman, hver túlkaði sína
persónu, og var þetta einstaklega áheyrilegt
og skemmtilegt.
Áhugasömum er bent á að á vefslóðinni
www.ibby2008.dk er að finna útdrætti
úr mörgum fyrirlestrum sem fluttir voru á
þinginu og verða þeir þar fram að næstu
áramótum. Smám saman verður líka sett inn
efni frá þinginu á vef alþjóðasamtakanna,
www.ibby.org.
Aðalfundur IBBY-samtakanna og
norrænt samstarf
Að venju var aðalfundur IBBY-samtakanna
haldinn á þinginu þar sem kosin var ný stjórn.
Að þessu sinni treysti engin af norrænu IBBY-
deildunum sér til að fjármagna setu fulltrúa
í stjórninni og var því engin Norðurlandabúi
í framboði. Er þetta líklega i fyrsta skipti frá
upphafi sem Norðurlönd eiga ekki fulltrúa í
stjórn samtakanna.
Samstarf norrænu IBBY-deildanna hefur
verið með daufasta móti undanfarin tvö ár en
á örstuttum fundi sem haldinn var á þinginu
var tekin ákvörðun um að blása í það nýju
lífi. Ákveðið var að halda fund í Helsinki í
vor og sömuleiðis að gefa út Nordisk blad.
íslenska IBBY-deildin tók að sér að ritstýra
blaðinu sem gefið verður út í rafrænu formi
í sparnaðarskyni. Anna Heiða Pálsdóttir tók
að sér að vera norrænn tengiliður IBBY á
íslandi.
Að lokum má geta þess að næsta heimsþing
IBBY-samtakanna verður haldið í Santiago
de Compostela á Spáni 8.-12. september
árið 2010. Þemað verður „The Strength of
Minorities" sem ætti að vera mjög áhugavert
fyrir litla þjóð eins og okkur. Hingað til hafa
íslendingar ekki látið Spánarferðir vaxa sér í
augum og gaman væri ef sem flestir félagar
samtakanna okkar nýttu sér þetta tækifæri
til að kynnast alþjóðlega starfinu nánar.
Gönguglaðir félagar gætu jafnvel slegið tvær
flugur í einu höggi og gengið Pílagrímsleiðina
á áfangastað. Sjálf sat ég heimsráðstefnu
IBBY í Sevilla á Spáni árið 1994 og hún var
í senn fróðleg og skemmtileg. Ég vænti að
ráðstefnan 2010 verði ekki síðri.
Iðunn Steinsdóttir