Börn og menning - 01.09.2011, Side 5

Börn og menning - 01.09.2011, Side 5
Frá ritstjóra 5 Hausthefti Barna og menningar er yfirfullt af skrímslum. Þau slompast um blaðið á stóru fótunum sínum, loðin eins og kettir, og reyna að hræða lesendahópinn. Þetta eru litla og stóra skrímslið hennar Áslaugar Jónsdóttur, bókagerðarkonu, en sex bækur um þau hafa þegar komið út í samstarfi við norrænu höfundana Kalle Guettler og Rakel Helmsdal. f greininni „Mannleg skrímsli" fjallar Kristín Ragna Gunnarsdóttir teiknari og bókmenntafræðingur um myndmál í skrímslabókunum. Helga Birgisdóttir doktorsnemi ((slenskum bókmenntum tekur fyrir skrímsli og ótta í greininni „Og þá mega stór skrímsli gráta". Ritstjóri ræðir við Áslaugu Jónsdóttur um tilurð litla og stóra skrímslisins og óvenjulegt samstarf þriggja höfunda. Skrímslin eru á leiðinni upp á svið Þjóðleikhússins (vetur og segir Áslaug okkur frá því hvernig þessar loðnu verur hafa tekið í það brölt. Af öðru efni í blaðinu má nefna grein Brynhildar Heíðar- og Ómarsdóttur „Sögukerlingar heima og að heiman". Þar er rætt um Gríshildi góðu, kvenhetju úr íslenska sagnaarfinum, og nafnleysi kvennanna sem héldu þeim arfi á lofti. Fjallað er um nýútkomnar bækur í blaðinu og má þar nefna grein Guðrúnar Elsu Bragadóttur um Fluguna sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur sem hreppti Islensku barnabókaverðlaunin á dögunum. Uppfærsla Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz er leikrýnd en í blaðinu eru einnig á sínum stað fastir liðir á borð við Pabbi les og Mér finnst... Þetta er fyrsta tölublað Barna og menningar sem kemur út eftir að ég tók við ritstjórninni af Þórdísi Gísladóttur. Þó að ég hafi verið treg (taumi í fyrstu þá sé ég ekki eftir því að hafa látið til leiðast að taka að mér þetta krefjandi verkefni. Það er sérstaklega skemmtilegt að vinna með öllu því góða fólki sem kemur að útgáfu þessa blaðs og kann ég því þakkir fyrir. Ég vona að lesendur blaðsins kvíði ekki haustmyrkrinu eftir viðkynnin víð litia og stóra skrímslið í hausthefti Barna og menningar. Helga Ferdinandsdóttir

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.