Börn og menning - 01.09.2011, Qupperneq 7

Börn og menning - 01.09.2011, Qupperneq 7
Mannleg skrímsli 7 Áslaugu Jónsdóttur, bókagerðarkonu, þarf vart að kynna fyrir fólki er hefur áhuga á barnamenningu. Hún hefur myndtýst bækur eins og Söguna af bláa hnettinum (1999) sem Andri Snær Magnason skrifaði, og samið bækur sjálf sem hún hefur myndgert og hannað í bak og fyrir, eins og Eggið (2003) og Gott kvöld (2005). Áslaug hefur unnið til verðlauna fyrir verk sín og er eini myndhöfundurinn sem hefur fengið Dimmalimm myndskreytiverðlaunin tvisvar sinnum, árið 2004 fyrir bókina Nei! sagði litla skrímslið og 2005 fyrir Gott kvöld. Tvö táknkerfi Áslaug hefur prófað sig markvisst áfram með myndabókarformið og nýtir táknræna möguleika myndmáls mjög vel. Myndabækur nýta sér tvö táknkerfi, myndir annarsvegar og texta hinsvegar. Sagan í myndabókum hefur því tvö lög sem haldast mismikið í hendur. Stundum fylgjast mynd og texti algerlega að, stundum segir textinn eitt en myndin sýnir eitthvað annað, og stundum bætir myndin einhverju við textann. Áslaug hugsar hverja bók sem heild, allt frá kápu og saurblöðum til innsíðnanna og fléttar myndir og texta þétt saman. Þannig ýtir hún undir að texti og myndir séu lesin samhliða. Hún hefur verið ófeimin við að gera tilraunir með myndabókarformið og leikgleðin skín af hverju verki. Myndabókin Nei! sagði litla skrímslið (2004) er samstarfsverkefni þriggja norrænna höfunda, Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Guettler og Rakel Helmsdal, og kom bókin út samtímis í heimalöndum þeirra. í framhaldi af Nei! sagði litla skrimslið hafa svo komið bækurnar Stór skrimsli gráta ekki (2006), Skrímsli í myrkrinu (2007), Skrimsiapest (2008), Skrímsli í heimsókn (2009) og Skrimsli á toppnum (2010). Áslaug, Kalle og Rakel eru öll hugmyndasmiðir verkanna en Áslaug myndlýsir og hannar bækurnar. Þær bera þess vitni hve fær hún er í að nota myndmál á táknrænan hátt. Ég ætla að rýna í nokkrar opnur úr þessum bókum og skoða hvaða brögðum Áslaug beitir til að gera myndirnar svo kraftmiklar og tjáningarríkar.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.