Börn og menning - 01.09.2011, Side 12
12
Börn og menning
Við hræddum ófreskjuna burt,
stóra skrímslið og ég.
Þú ert SniUiM^lir litla skrímsli!
- Þú ert VlCtjff. stóra skrímsli!
erum hugrökkustu skrímsli í heimi.
Nú er ekkert að óttast lengur.
sem er einsamalt heima!"5 Litla skrímslið er
hrætt við hljóðin úti, ímyndaða innbrotsþjófa,
villidýr, eiturslöngur og köngulær en sem
betur fer kemur stóra skrímslið í heimsókn,
því litla til mikils léttis. Síðan kemur babb
í bátinn því stóra skrímslið, sem er svo
hugrakkt að það gleypir ánamaðka og prílar
á húsþökum, reynist einnig vera dauðhrætt
við ófreskjuna fyrir utan. Það geta nefnilega
„allir orðið hræddir, segir stóra skrímslið" og
þá er komin lausn á vandanum: Skrímslin tvö
hræða einfaldlega líftóruna úr ófreskjunni
þannig að hún hrökklast í burtu! Af þessari
sögu má ýmislegt læra. Allir geta orðið
hræddir og það er ekkert að skammast sin
fyrir og óttann við ófreskjur má yfirstíga
með hjálp góðs vinar. Auk þess vita lesendur
svolítið sem skrímslin vita ekki en það er
að þruskið og krafsið sem litla skrímslið
heyrði fyrir utan var í ketti uppi á húsþaki
og ófreskjan sem starði inn um gluggann
var bara kisa.
Nú er ekkert að óttast lengur
Að sögn Stallcup tekur ein persóna
myndabókar ávallt að sér hlutverk hins
fullorðna sé enginn fullorðinn til staðar. Vald
hinna fullorðnu er nær alltaf viðurkennt og
mjög sjaldgæft er að því sé hafnað.6 7 Litla
skrímslið og stóra skrímslið bregða sér í ýmis
hlutverk og skiptast á hvað það varðar eins
og fram kom i umfjölluninni um bækurnar
tvær hér að ofan. Stóra skrímslið er í
„fullorðinshlutverkinu" í Skrímsli í myrkrinu
og sefar litla skrímslið, en þessu er snúið við
í Stór skrimsli gráta ekki. Verkaskiptingin er
þó ekki alltaf svona augljós og í Skrímsli í
heimsókn átta stóra og litla skrímslið sig í
sameíningu á gildi vináttu og samvinnu.
í bókunum er hvorki vald foreldranna né
yfirboðara samfélagsins skorað á hólm og
engar samfélagsreglur eru brotnar og er það
vel því þá væri úti um alla siðmenningu. Litla
skrímslið og stóra skrímslið eru vel prúð og
vandamálunum sem þau takast á við fylgja
lausnir sem eru í takt við samfélagsnorm.
Vandamálin leysa skrímslin hins vegar upp
á eigin spýtur og í sameiningu. Þau hlaupa
hvorki í burtu frá vandamálunum né flytja
þau af eigin herðum yfir á herðar annarra.
Þannig eru ungir lesendur hvattir til að taka
málin í eigin hendur eins og skrímsla er
siður. Skrímslabækurnar falla því ekki í þann
flokk myndabóka sem Stallcup segir vinna
gegn framtakssemi og sjálfstæði heldur
sýna hvernig ungir einstaklingar geta þróað
aðferðir til að takast á við vandamál sín, sýnt
frumkvæði og borið ábyrgð á sjálfum sér.6
Eftir stendur hins vegar að aðalsöguhetjurnar
eru skrímsli og þau eru samkvæmt hefðinni
hræðileg, Ijót og óhugnanleg.
Ekki svo skelfileg skrímsli
I bókinni Off with their heads! segir Maria
Tatar að þó að börn óttist skrímsli séu þau
oft talin þeim nauðsynleg; börn þarfnist
þeirra til að geta varðveitt hina upphöfnu
ímynd af foreldrum sínum. Neikvæðir
eiginleikar foreldranna, t.d. reiði, árásargirni
eða annað, eru yfirfærðir á skrímslin í
sögunni en þeim er svo komið fyrir kattarnef
með einum eða öðrum hætti. Með þessu
móti ná börnin valdi á ótta sínum án þess að
ímynd foreldranna verði á nokkurn hátt fyrir
hnjaski og þeir sleppa við alla gagnrýni.8 Ein
frægasta myndabók síðari tíma, Where the
Wild Things Are (Maurice Sendak, 1963)
5 Áslaug Jónsdóttir, Kalle Guettler og Rakel Helmsdal.
2007. Skrimsli í myrkrinu. Mál og menning, Reykjavík,
án blaðsíðutals.
6 Jackie E. Stallcup. 2002:127.
7 Jackie E. Stallcup. 2002:152-153.
8 Maria Tatar. 1993. Off with their heads! Fairy tales
and the culture of childhood. Princeton University
Press, Bandaríkin, 38-40.