Börn og menning - 01.09.2011, Page 14

Börn og menning - 01.09.2011, Page 14
Ljósm.: Einar Falur 14 Börn og menning Skrímslin bak við tjöldin Viðtal Helgu Ferdinandsdóttur við Áslaugu Jónsdóttur Litla skrímsliö og stóra skrímslið ætla upp á svið hjá Þjóðleikhúsinu í vetur. Af því tilefni fór ritstjóri Barna og menningar í heimsókn til Áslaugar Jónsdóttur og ræddi við hana um stóra ævintýrið um skrímslin tvö; hvernig þau urðu til í sænskum skógarlundi úti á lítilli eyju og ótrúlegt samstarf þriggja höfunda yfir land og sjó. Hver er hugmyndin á bak við Skrímslabækurnar? Hugmyndin varð til árið 2001 á námskeiði fyrir barnabókahöfunda sem við Kalle Guettler frá Svíþjóð og Rakel Helmsdal frá Færeyjum sóttum á Biskops-Arnö í Svíþjóð. Þátttakendum var skipt upp í nokkra hópa með bæði höfundum og teiknurum. Hver hópur átti að vinna að bókarhandriti út frá hugmyndinni „einhver bankar á dyrnar". Við Kalle og Rakel lentum saman í vinnuhópi og þar kom upp þessi hugmynd um skrímsli. Á námskeiðinu var nefnilega ónefnd frekja, sem varð kveikjan að stóra skrímslinu, og okkur leist öllum vel á hugmyndina. Barátta þess litla við þann stóra. Að þora að segja nei og láta ekki kúga sig. Þessi fyrstu drög voru unnin á stóra pappírsörk sem ég braut eins og harmonikku og þannig varð til brotið sem bækurnar fengu seinna. í framhaldi af námskeiðinu unnum við í handritinu, endurbættum það og lengdum en fyrsta bókin kom út árið 2004. Við höfðum ekkert nema fyrstu bókina í huga til að byrja með, en ákváðum að halda áfram. Það var í raun óvænt leið að taka rödd stóra skrímslisins í næstu bók. Það hefði verið auðvelt að halda áfram með stóra skrímslið ■

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.