Börn og menning - 01.09.2011, Page 22
22
Börn og menning
pabbi les
Svavar Steinarr Guðmundsson
„Einu sinni fyrir langa töngu", bætir
strákurinn við og hefur þannig nýja sögu á
meðan pabbinn situr eftir með bók i kjöltu.
Upphefjast svolítil átök milli feðganna um
það hvor þeirra skuli leiða frásögnina til
svefns. Átökin enda þó jafnan á þann veg
að pabbinn hlýðir á ævintýri sonarins til enda
áður en hann lýkur við bókina og býður
góða nótt.
Þau eru ófá skiptin sem kvöldlesturinn
dregst á langinn vegna þess að Kári
Steinarr, þriggja ára sonur minn, færir
okkur foreldrunum ærslafullar frásagnir
af atburðum dagsins sem gerast innan
landamarka leikskólans - víðsfjarri veruleika
fullorðna fólksins á heimilinu. En þar eiga
eins ólík ólíkindatól og uppdiktuð systkini,
krókódílar og skýjaverur það til að stíga fram
og verða á vegi hans.
Þeir eru líka margir morgnarnir, einkum um
helgar, sem hefjast í víðfeðmu ævintýralandi
(hjónarúminu) þar sem prinsinn (Kári) bjargar
prinsessunni (móður sinni) úr klóm drekans
(pabbans).
Þessi kvöld og morgnar sem ég lýsi hér
að ofan eru án efa ekki svo frábrugðin þeim
ævintýrum sem litlar fjölskyldur rata almennt
í og bera vott um hið frjóa ímyndunarafl sem
börn búa yfir. Og viðurkenni ég hér með að
þessi skrif eru fyrst og fremst rómantískt hjal
föður um sitt fyrsta barn en hvað sem allri
rómantík líður er óhjákvæmilegt annað en
að nefna þau áhrif sem bækur hafa haft á
son minn frá fyrsta degi.
Fyrir það fyrsta er Kári mikill bókarormur
sem tekur sér bók í hönd við hvert tækifæri
sem gefst og les úr þeim sínar eigin sögur
sem eru samspil fyrri upplestra úr tiltekinni
bók og þeirra mynda sem fyrir augu ber á
hverri opnu. Við foreldrarnir furðum okkur
oft á hversu heiðríkt minni hans er því hann
vílar hvorki fyrir sér að nefna sögupersónur
á nafn né rekja slóðir þeirra löngu eftir að
upplestri er lokið.
Ekki förum við foreldrarnir varhluta af
því þegar Kári fetar þessar sömu slóðir.
Hann hefur nefnilega tekið ástfóstri við
Einar Áskel og er grallarinn sá honum
fyrirmynd í svo mörgum efnum. Við vorum
til dæmis algjörlega grunlaus um hvað var
í vændum eftir lestur á Oóða nótt, Einar
Áskell. ( sögunni finnur Einar Áskell upp á
ýmsum leiðum við að fresta nætursvefninum
sem verður til þess að pabbinn fær ekki
stundarfrið til að reykja sina pfpu og lesa
sitt blað því hann neyðist til að hlaupa eftir
vatnsglösum, aðstoða við klósettferðir og