Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 11

Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 11
Að halda (við breytta tlma 11 mínútur. Þættirnir eru ekki sýndir í sjónvarpi en mynda þó heild sem síðan er sýnd i bíóhúsum í vetrarlok, en þættirnir hefjast að hausti. Stian er annar leikstjóri þáttanna auk þess sem hann skrifar handrit og sinnir öðrum verkefnum sem tengjast þáttunum. Þessir vefþættir eru, líkt og Supernytt, tilraun forráðamanna Norska sjónvarpsins til að laga sjónvarpsstöðina að breyttum tímum. „Jenter eru leiknir þættir þar sem allt kapp er lagt á að efnið virðist eins raunverulegt og kostur er og sýni raunsæja mynd af lífi unglingsstúlkna í Noregi. Á sama tíma þarf sagan að vera nægilega dramatísk og viðburðarík til að gera hana spennandi. Á vefsvæði þáttarins er þó skýrt tekið fram að þættirnir séu leiknir og nöfnum leikaranna er haldið leyndum til að vernda einkalíf þeirra, þar sem þættirnir eru afskaplega vinsælir, einkum þó hjá stelpum. Framsetning sögunnar, sem er í formi stuttra myndbanda og bloggfærslna, virkar mjög vel og þar sem enginn veit nákvæmlega hvenær eitthvað gerist næst fylgjast áhorfendur mjög vel með vef þáttarins. Þegar ný bloggfærsla eða nýtt myndband er sett inn geta aðdáendur tjáð sig um framvinduna með því að senda inn athugasemdir við færsluna, sem gefur þá tilfinningu að áhorfandinn eigi í einhvers konar tengslum við sögupersónurnar jafnvel þótt hann eða hún fái aldrei nein svör til baka." Þættirnir ná sem fyrr segir mjög vel til stelpna en ekkert sambærilegt er í boði sem er sérstaklega ætlað strákum. Stian segir að gerð hafi verið tilraun með að gera svipaða vefþætti þar sem strákar eru í aðalhlutverki en þeir hafi ekki náð vinsældum eða áhorfi á borð við Jenter. Hann bendir á rannsóknir sem sýna að strákar hætti að fylgjast með leiknu sjónvarpsefni um tíu ára aldur, hafi ekki eins mikinn áhuga á framvindu og noti samfélagsmiðla á annan hátt en stelpur. Þeir hafi þó sumir áhuga á að kynna sér heim stelpnanna. „Jenter er þáttur fyrir stelpur og meirihluti aðdáendanna er stelpur. Við finnum þó fyrir þvi að það eru til strákar sem fylgjast með þáttunum þar sem þeir eru forvitnir um heim stelpnanna. En aðspurðir þora strákarnir oft ekki að viðurkenna að þeir horfi á þættina." Sjónvarp í símanum Stian Presthus segir að á síðustu tveimur árum hafi áhorfstölur sýnt að langflest börn horfi nú á efni frá NRK Super í snjallsímum og á spjaldtölvum í gegnum vefinn. „Þetta er í samræmi við breytingar á áhorfsvenjum fullorðinna alls staðar í heiminum. Á mjög stuttum tíma hefur það breyst mikið hvernig við horfum á sjónvarp. Við þjónum nú áhorfendum sem eru vanir því að horfa þegar þeim hentar og sitja ekki lengur við skjáinn til að sjá hvað er næst á dagskrá. Nú orðið kunna flest tveggja ára börn að smella á takka eða renna fingrinum eftir skjánum til að velja það sem þau vilja sjá og hafna að sama skapi því sem ekki vekur áhuga þeirra. Það hefur þó enn ekki breyst að fjölskyldur virðast velja það að eiga gæðastund saman yfir dagskrársettu efni I sjónvarpi fram yfir ýmsa aðra afþreyingu." Stian telur nauðsynlegt að sjónvarpsstöðvar og fjölmiðlar fylgist mjög vel með tækninýjungum og lagi eigin fjölmiðlun að breyttu umhverfi. „Ég tel það mikilvægt að við aðlögumst og fylgjum tæknibreytingunum frekar en að loka augum og eyrum. Lykilatriðið er að búa til reglur og venjur og kenna góða umgengni við tæknina í kringum okkur. Heilmikil áskorun felst íþví að búa til gott afþreyingarefni, þar sem það er orðið mun auðveldara fyrir áhorfendur að velja og hafna. Þótt það sé erfitt að keppa við barnaefni sem stóru erlendu fjölmiðlafyrirtækin framleiða má ekki gleyma því að það er mikilvægt að fylgja börnunum, vera með þeim og flytja þeim efni úr þeirra eigin umhverfi sem höfðar til þeirra. Takturinn í framleiðslu barnaefnis er allt annar en hann var fyrir 20 árum; börnin í dag þroskast hraðar og þau hugsa hraðar, og við á smærri málsvæðum verðum að gera allt sem við getum til að halda í við þessa þróun."

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.