Börn og menning - 01.04.2014, Qupperneq 32
Eddi Ijósmyndari
32
Börn og menning
Ævar Þór Benediktsson
Af sjónvörpum og öðru sem má
grýta út um glugga
Hugvekja um miðlun barnaefnis, þróun lesturs og ábyrgð höfunda
„Til hvers í fjandanum þarftu bækur?
Við eigum sjónvarp!"
( tveimur setningum tekst Roald Dahl að
teikna upp mynd af hræðilegum manni -
algjöru gerpi sem er ekki bara óheiðarlegur
bílasali og ömurlegur faðir, heldur hatar
hann bækur í ofanálag. Herra Ormar er
gersamlega ömurleg fyrirmynd fyrir
unga dóttur sína. Verri persónu en föður
Matthildar úr samnefndri bók er varla hægt
að finna í barnaverkum Dahl, nema ef
vera skyldi nornirnar sem vilja breyta öllum
börnum heimsins í mýs og skólastýruna frú
Frenju sem grýtir nemendum sínum út um
glugga þegar fýkur í hana.
Manni finnst þó eins og það sé mjótt á
mununum á þessu ágæta liði - því eins og
allir vita er fátt verra en að kunna ekki að
meta bækur.
Seinna hvatti Dahl börn um allan heim, í
anda frú Frenju, til að henda sjónvörpunum
sínum út um gluggann og koma fallegri
bókahillu fyrir í staðinn.
[ mars síðastliðnum var haldin í Gerðubergi
hin árlega barna- og unglingabókaráðstefna
Kveikjum eld, þar sem rætt var um lestur
barna og leiðir til þess að kveikja áhuga
þeirra.
Staðreynd málsins er sú að bókin á undir
högg að sækja og þá sérstaklega þegar
kemuraðstrákum. Þeirnenna varla lengurað
lesa sér til skemmtunar - enda engin ástæða
til þegar tölvuleikir verða sífellt flottari og
sjónvarpið býður upp á teiknimyndastöðvar
sem aldrei sofa.
Sem bókaormi veldur þetta mér miklu
hugarangri.
Ég brenn fyrir barnaefni - hvort sem það
er í bók eða á skjá.
Meistari Dahl yrði sjálfsagt ekki ánægður
með þá fullyrðingu en ég vil þó meina að ef
hann hefði séð möguleikana sem sjónvarpið
- og svo seinna netið - geta boðið upp á
hefði komið annað hljóð í strokkinn. Dahl
var nefnilega með þeim klárari sem ég hef
kynnst.
Eða lesið.
Mér finnst alltaf eins og ég þekki hann smá.
Ég vil þó taka það fram að í grunninn er ég
sammála Dahl; bókin er langbest.
Það er nefnilega ekkert sem jafnast á við
bók.
Nema ef vera skyldi tvær bækur.
Ég brenn fyrir barnaefni - en ég get ekki
nákvæmlega útskýrt hvers vegna. Líklega
er það vegna þess hversu mikil áhrif það
hafði á mig þegar ég var yngri. Því það er
það sem barnaefni gerir. Það er ekki bara
uppfylling. Það hefur áhrif. Ábyrgðin er þess
vegna mikil.
Með vel völdum orðum höfum við
tækifæri til að móta og hafa gríðarleg áhrif
á unga lesendur, áhorfendur og hlustendur.
Það skiptir máli hvað við segjum, það skiptir
máli hvað við gerum - því við og persónurnar
sem við sköpum erum fyrirmyndir.
Þegar ég var lítill apaði ég eins mikið
eftir bókum og sjónvarpi og ég gat. Ég
hermdi eftir teiknimyndaröddum Ladda og
Arnar Árna þangað til ég gat talsett heilu
Andrésblöðin fyrir litla bróður mínn, þegar
ég komst að því að Gremlins-myndirnar
(sem auðvitað voru bannaðar innan 12)
voru bara tvær gerði ég heiðarlega tilraun
til að breyta tvennu í trílógíu og þegar mér
var tilkynnt að ég þyrfti að fá gleraugu
var ég hæstánægður - enda var Bert úr
samnefndum dagbókum með gleraugu. Svo
var hann líka Ijóshærður!
Sem höfundar barnaefnis höfum við
ómetanlegt tækifæri, sama í hvaða miðli
við birtumst - hvort sem það er tölva,
sjónvarp, bók eða jafnvel raunveruleikinn.
Við megum ekki haga okkur eins og herra
Ormar - við verðum að vera opin fyrir
öllum hugmyndum, öllum leiðum til þess að
kveikja áhuga og vekja börnin af skjáhvílunni
sem svo auðvelt er að detta í fyrir framan
sjónvarp og tölvur.
Hugar barna eru galopnir og tilbúnir að
taka við öllu því sem við höfum fram að
Mér finnst..." lýsir skoðunum höfunda fremur en ritstjórnar eða stjórnar IBBY samtakanna.