Börn og menning - 01.04.2014, Side 22
22
Börn og menning
Á borðinu voru
dýrindis pönnukökur,
Dag einn
vaknaði Sóla og fann að hún
var eitthvað ólík sjálfri sér.
Hvaðgat veriðað?
Hún fór fram úr og klæddi sig eins
og alla aðra morgna. Síðan kallaði
mamma á hana í morgunverð
Teikningarnar eru hins vegar svolítíð stirðar
en fjölbreytt áferð klippimyndanna glæðir
þær lífi.
Titill verksins ber með sér grunnhugmynd
sögunnar, sem hverfist um ákveðinn
viðsnúning. Aðalpersónan Sóla fæddist
brosandi og er sannkallaður gleðigjafi. Hún
hefur góð áhrif á fólk hvert sem hún fer og
það brosa allir út í eitt. Dag einn breytist
allt. Sólu líður undarlega, hún veit ekki hvers
vegna, og hún hagar sér á annan hátt en
venjulega. Hún er dónaleg við mömmu sína
og svarar henni með skætingi þegar hún
býður henni dýrindis pönnukökur. Mamma
hennar áttar sig á því með mikilli skelfingu
að bros Sólu er horfið:
Hafði Sóla týnt brosinu sínu á
meðan hún svaf?
Og hvar í ósköpunum var þá
brosið?
Hafði kannski einhver stolið því?
Mikil leit upphefst að brosinu góða og allir
þegnar ríkisins hjálpa til. Sagan er sögð
með ævintýralegum blæ og smáatriði í
myndum eins og kastali, skógur, kóróna og
fjársjóðskista haldast í hendur við það.
Brosið finnst þó hvergi þar til kona nokkur
í nornarklæðum fær þá hugmynd að þau
ættu að leita á stúlkunni sjálfri. Foreldrar
Sólu leita í hári hennar, sokkum og vösum
þar til mamma hennar sér skyndilega svolítið.
Brosið hefur verið á andliti Sólu allan tímann.
Það er bara á hvolfi. Brosinu er snúið við og
allir smitast af gleði Sólu á ný. En textinn
segir okkur að Sóla eigi eftir að týna brosi
sínu aftur og aftur en hún læri með tímanum
að finna það aftur á eigin spýtur. Lesandinn
er svo spurður í bókarlok: „Hvað gerir þú
þegar þú týnir brosinu þínu?"
Brosbókin skapar umræðugrundvöll um
efni sem getur verið erfitt að koma orðum
að. Tilfinningar og líðan eru myndgerð og
börn átta sig á því að það er eðlilegt að eiga
í glímu við mismunandi skapsveiflur. Máttur
brossins er undirstrikaður á eftirminnilegan
hátt í þessari innihaldsríku bók og mér finnst
við hæfi að Ijúka umfjöllun minni með orðum
meistara Megasar:
„ef þú smælar framan í heiminn
þá smælar heimurinn framan í
þig."
Höfundur er teiknarí og
bókmenntafræðingur
Mamma ákvað að snúa því við en þá kitlaði
Sólu svo mikið að hún fór að skellihlæja.
Og viti menn, þarna var brosið. Það hafði
þá verið allan tímann á andliti litlu stelpunnar,
en bara eitthvað öfugsnúið.
Hún sá glitta í brosið hennar Sólu, en eins
undarlegt og það kann að hljóma þá var