Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 34

Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 34
34 Börn og menning á Akureyri, hins vegar sjö börn í tveimur viðmiðunarhópum. Niðurstöður sýna meðal annars að bókaormar hafa mun frekar lestrarfyrirmyndir heima hjá sér, þar sem þeir sjá foreldra sína/systkini lesa sér til ánægju. Bæði mæður og feður tóku virkan þátt í lestraruppeldi bókaormanna en fyrst og fremst mæður barnanna í viðmiðunarhópunum. Bókaormar kvarta yfir skorti á nýjum bókum á skólasöfnunum en eru almennt ánægðir með þá aðstoð sem þeir fá þar. Fram kom að mjög fáir drengir taka þátt í sumarlestrarnámskeiðunum og var sú staðreynd tilefni til umræðna í lok erindis Herdísar Önnu. Kastað var fram þeirri spurningu hvort námskeiðin og fleira sem væri gert til að hvetja börn til lesturs væri of stelpumiðað, að ekki væri komið til móts við áhugamál drengjanna og í þokkabót reynt að forða þeim frá þeirri villu að velja eingöngu Syrpur að lesa. Flestir sem tóku til máls töldu að það þyrfti að huga betur að því að laga lestrarhvatningu að þörfum drengja til þess að kveikja áhuga þeirra. Herdís Anna greindi frá ýmsu öðru áhugaverðu sem rannsóknin leiddi í Ijós, en hægt er að nálgast skýrslu um hana á vef Gerðubergs. Unglingurinn sem breytti heiminum: Um tvíhöfðann sköpun og lestur Davíð Stefánsson, bókmenntafræðingur og Ijóðskáld, steig næstur í pontu og ræddi um tvíhöfðann sköpun og lestur. Davíð er annar höfunda námsbókarinnar Kveikjur sem er fyrsta grunnbókin af þremur fyrir efsta stig grunnskóla og kom nýverið út hjá Námsgagnastofnun. í bókinni er leitast við að uppfylla þær nýju áherslur sem er að finna í nýjum námskrám og lúta að framsögn, sköpun, ritun og lýðræðisvitund. Davíð var tíðrætt um sköpunarþrána sem býr í okkur öllum, ekki síst unglingum. Að hans mati þarf að senda unglingum þau skilaboð að þeir eigi tungumálið og að þeir séu skaparar. Sýna þeim fram á að vald sé fólgið í því að rita. Fá þá til að hugsa: já, ég get haft áhrif á fólk með þvi að skrifa. Ef unglingar trúa því að hægt sé að breyta heiminum með íslensku, þá langar þá að læra íslensku. Davíð sagði það reynslu sína að auðvelt væri að fá unglinga til að trúa á sköpunarkraft sinn en aftur á móti væru kennarar oft ófrjálsir. Þeir tryðu ekki á eigin sköpunarmátt og ættu þess vegna erfitt með að kveikja loga hjá nemendum. Þegar Davíð hafði lokið máli sínu hófust aftur umræður um drengi. Af hverju hætta strákar að lesa, var spurt. Davíð hefur ekki trú á að það séu „stelpumiðaðar" aðferðir sem hamli þátttöku stráka i lestrarhvetjandi viðburðum. Það séu frekar djúpstæð kynjaviðhorf, strákar tengi ekki við að vera duglegir að lesa og læra en það geri stelpur. Flann er líka þeirrar skoðunar að strákar hafi meiri áhuga á græjum og tölvuleikjum en stelpur og það glepji þeim sýn. Gestur í salnum minntist á að tölvuleikir væru ekki alvondir því dæmi væru um að strákar yrðu ótrúlega góðir í ensku af því að hanga yfir leikjatölvum. Góð lestrarfærni væri stundum til staðar hjá þeim - á ensku! Hvaða hlutverki gegnir Gerðubergsráðstefnan? Að loknu erindi Davíðs var gert hádegisverðarhlé og gafst þá gott tækifæri til að spjalla við gesti á meðan beðið var eftir að komast að súpupottinum. Ágústa Lúðvíksdóttir, bókasafnsfræðingur á bókasafni Norræna hússins, var spurð að því hvaða tilgangi Gerðubergsráðstefnan þjónaði í hennar huga. Hún sagði að viðburður eins og þessi, þar sem fólk úr bókasöfnum og geiranum eins og hann legði sig bæri saman bækursínar, væri afskaplega þarfur. Hún nefndi að sem starfsmaður á almenningsbókasafni og þátttakandi í stjórn barna- og unglingabókahátíðarinnar Mýrarinnar þætti henni gott að fá staðfestingu á að hún væri á „réttri leið", væri að hugsa það sama og hinir, og svo fengi hún líka innblástur og nýjar hugmyndir. „Mér finnst þetta í raun vera alveg bráðnauðsynlegur viðburður," sagði Ágústa. Siggerður Ólöf Sigurðardóttir og Guðmunda Fl. Guðlaugsdóttir, glaðbeittar fagkonur á tveimur skólasöfnum í Kópavogi, voru á einu máli um að Gerðubergsráðstefnan veitti þeim stuðning við að framfylgja eigin hugmyndum og stuðning við að fara nýjar leiðir í starfi, auk þess sem oft bættist í hugmyndabankann og þær kynntust kveikjum að frumlegum verkefnum. Sólveig Ebba Ólafsdóttir framhalds- skólakennari sagði að eftir að hún hefði komið upp sínum eigin börnum og farið auk þess að kenna hálffullorðnu fólki þætti henni afskaplega gott að koma á Gerðubergsráðstefnuna til að fylgjast með því sem væri að gerast í barnabókageiranum. Þar fengi hún tækifæri til að halda við kunningsskapnum við skemmtilegustu bækurnar og skemmtilegasta fólkið! Hvers vegna læðast barnabækur meðfram veggjum? Eftir hádegishlé tók Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, fyrst til máls og talaði um reynslu sína af því að skrifa bækur fyrir börn og fullorðna. Eftir Yrsu liggja fimm barnabækur og nlu spennusögur fyrir fullorðna. Yrsa sagði að þegar hún lagði út á rithöfundabrautina sem barnabókahöfundur hefði hún sjálf valið þann kross að vera fyndin, að skrifa

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.