Börn og menning - 01.04.2014, Side 6

Börn og menning - 01.04.2014, Side 6
Arnþór t Fréttablaðið Kristín Eva Þórhallsdóttir Það þarf heilt þorp ... um sjónvarpsstöðina PBS Kids Samkvæmt þekktu bandarísku orðatiltæki þarf heilt þorp til að koma barni til manns, sem vísar til þess að samfélagið í heild sinni hefur áhrif á uppvöxt og þroska barna, ekki einungis foreldrarnir. I þorpi samtímans eru fjölmiðlar áhrifavaldar sem eiga greiðan aðgang að börnum og geta haft mótandi áhrif á hugsanir þeirra og hegðun. Oft eru það auglýsingatekjur og áhorfstölur sem ráða ferðinni og þá vill sú samfélagslega ábyrgð og áhrif sem fjölmiðlar hafa á mótandi hugsun barna lúta í lægra haldi. Bandaríska almenningssjónvarpsstöðin PBS Kids er fjármögnuð af frjálsum framlögum, áskriftum og rikinu og hefur þvi frjálsar hendur til að búa til barnaefni þar sem velferð barna er f fyrsta sæti. Markhópurinn er börn á aldrinum tveggja til sjö ára og í stefnuyfirlýsingu PBS Kids segir að mikilvægast sé að reyna að hafa jákvæð áhrif á börn með því að framleiða fræðandi afþreyingarefni sem stuðli að almennri velferð barna og tefli fram jákvæðum fyrirmyndum. Stefnan er að nýta alla flóru fjölmiðlunar í þágu barna til að auka þekkingu, hvetja til gagnrýninnar hugsunar og vekja forvitni. Þessum markmiðum er náð með framleiðslu á fjölbreyttum sjónvarpsþáttaröðum, með því að halda úti líflegum vefsíðum og með víðtækri áherslu á lestur og lestrarþjálfun sem meðal annars felst í lestrarviðburðum um öll Bandaríkin, upplestrarkeppnum og ráðstefnuhaldi. Árangur PBS Kids er rmældur í því hversu vel tekst til að auka velferð barna í Bandaríkjunum en ekki með auglýsingatekjum. Til dæmis sýnir könnun sem PBS Kids lét gera í febrúar 2014 að bandarískir foreldrar bama á forskólaaldri treysta PBS Kids betur en nokkrum öðrum miðli til að undirbúa börn fyrir skólagöngu og að 90% foreldra telja mikilvægt að nýta tækni og fjölmiðla í þeim undirbúningi. Foreldrar barna í áhættuhópum (en þangað falla börn vegna efnahags, kynþáttar eða einhverra frávika) nýta sér PBS Kids, bæði í sjónvarpi og á vefsíðum, en efnið nær til níu milljón heimila þar sem tekjur eru undir meðallagi. Þessar fjölskyldur hafa minni möguleika á að búa börn sín undir skólagöngu með því að senda þau í dýra forskóla eða í einkakennslu en 63% svarenda í könnuninni sem koma frá lágtekjuheimilum segjast nota efnið til að þjálfa börn í lestri og reikningi og þannig stuðla að markmiðum PBS þar sem þess er sérstaklega getið að öll börn eigi skilið jöfn tækifæri, óháð efnahag. Sjónvarpsefni sem hvetur til lesturs Minnkandi lestur barna er áhyggjuefni um allan heim og er sjónvarpinu oft kennt um, enda benda rannsóknir til þess að það eigi nokkra sök. Á PBS Kids er reynt að snúa vörn í sókn og nýta skjáinn til að hvetja börn til lesturs. í því sambandi má nefna sjónvarpsþættina Super Whyl, Sesame Street og Between the Lions og eru sambærilegir þættir sifellt í vinnslu. Einnig stendur PBS

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.