Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 14

Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 14
m Brynhildur Björnsdóttir Hættulegur frumskógur eða áður óþekkt tækifæri? - um rannsókn Þorbjarnar Broddasonar, Börn og sjónvarp á íslandi Talið er að börn séu frá náttúrunnar hendi fljót að tileinka sér nýjar samskiptaaðferðir og kanna möguleika þeirra. En hvaða áhrif hefur það þegar breytingarnar eru svo miklar og hraðar að fullorðnu fólki, sem á að leiðbeina börnum og hlúa að þroska þeirra, veitist ekki mögulegt að halda I við þær? Eru börnin okkar ein í hættulegum frumskógi eða eru þau kynslóðin sem fær áður óþekkt tækifæri til að breyta heiminum? Þetta hefur verið rannsakað I langtímarannsókninni Börn og sjónvarp á íslandi sem Brynhildur Björnsdóttir kynnti sér ásamt því að tala við forsvarsmann rannsóknarinnar, Þorbjörn Broddason, prófessor við Háskóla íslands. Át sjónvarpið bókaormana? Frá fyrstu sjónvarpsútsendingunum til dagsins í dag Langtímarannsókninni Börn og sjónvarp á íslandi var hleypt af stokkunum árið 1968, en þá var spurningalisti lagður fyrir börn ( efri bekkjum grunnskólans. Upphaflegur tilgangur rannsóknarinnar var að safna gögnum um fyrstu daga sjónvarpsútsendinga á Islandi og gera samanburð á börnum sem annars vegar höfðu aðgang að sjónvarpi og hins vegar þeim sem höfðu það ekki, en sjónvarpsútsendingar náðu ekki til allra landsmanna fyrst í stað. Árið 1979 var síðan lögð fyrir önnur könnun sem framhald og í samhengi við þá fyrstu þótt spurningalistinn væri ögn breyttur. I dag samanstendur rannsóknin af alls sjö sjálfstæðum könnunum og var sú stðasta framkvæmd árið 2009. Niðurstöður rannsóknarinnar veita ekki aðeins innsýn í sjónvarpsáhorf íslenskra barna heldur hefur í gegnum hana einnig verið hægt að fylgjast með innreið fjölmargra tækninýjunga á markaðinn, svo sem myndbandavæðingarinnar, tölvutækninnar og tölvuleikja, internetsins og einkatölvunnar. Frá því að síðasta könnunin var framkvæmd hafa síðan snjallsímar, spjaldtölvur og lesbretti valdið straumhvörfum í lífi almennings, jafnt hérlendis sem erlendis. Því er Ijóst að rannsókn þessari er hvergi nærri lokið. Örar breytingar I fyrstu könnuninni árið 1968 kom í Ijós að sjónvarpseign var frekar algeng á þeim svæðum þar sem útsendingar náðust. 92% svarenda sem bjuggu á þeim tveimur svæðum sem náðu útsendingum höfðu eignast sjónvarpstæki innan átján mánaða frá þvi að Sjónvarpið hóf útsendingar. Strax í þessari fyrstu könnun kom líka fram mynstur sem átti eftir að vera áberandi í framhaldskönnunum: Sjónvarpseign var

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.