Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 19

Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 19
Gleymdir gimsteinar 19 Inga Kristjánsdóttir, bókasafni Kópavogs sem hljóp upp til stjörnu eftir Henning Mankell, útg. 1992. Jóel, 11 ára, býr einn með föður sfnum, skógarhöggsmanninum Samúel, en mamman hefur flutt í burtu fyrir löngu. Jóel sér um heimilið og jíf hans er öðruvísi en annarra barna þarna í litla þorpinu við ána, hann býr við gamaldags heimilishætti miðað við önnur börn og ber heilmikla ábyrgð. Efnislegar óskir hans eru tvær: Ný eldavél og reiðhjól. Samúel á vingott við Söru, einstæða konu í þorpinu, og það er Jóel mikið á móti skapi, svo mjög að hann hugsar um að leita mömmu uppi. Hann á þó eftir að kynnast Söru þetur. Bækurnar um Jóel eru alls fjórar og gerast um og upp úr miðri síðustu öld. Nornin hlær eftir Jón Hjartarson, útg. 1997 Gunnur og Sara eru bestu vinkonur. Kvöld eitt eru allir krakkarnir í hverfinu í feluleik og þá gildir að finna besta staðinn. Vinkonurnar fara niður fyrir sjávarbakka og lenda þar í sjálfheldu. Að lokum eru allir fundnir nema þær og nú grípur um sig ótti, því óðum dimmir. Þar sem þær híma undir bakkanum kemur gömul kona, Albína, sem býr ein í kofa fyrir utan byggðina og hefur orð á sér fyrir að vera rugluð og varhugaverð og er meira að segja kölluð nornin á Klöppinni. Hún dregur stelpurnar upp, rennblautar og skjálfandi, fer með þær heim og hlúir að þeim. Þær komast að því að þetta er hin besta kona og læra að taka ekki mark á illmælgi og rógi. Áhugaverð saga þar sem komið er inn á einangrun gamals fólks, einelti og mannleg samskipti. Öxi eftir Gary Paulsen, útg. 1999 Þessi bandaríska saga segir frá Brian, 13 ára, sem fer einn með flugmanni í lítilli flugvél norður í óbyggðir Kanada til að heimsækja föður sinn sem er þar við störf. Flugmaðurinn fær hjartaáfall og deyr en vélin æðir áfram þar til hún brotlendir í auðnum Kanada. Brian kemst af en er þarna aleinn og það eina sem hann hefur sér til bjargar er lítil öxi sem móðir hans hafði gefið honum fyrir ferðina. Nú reynir á hann að bjarga sér og sem betur fer kemst hann af. Þetta er mikil lífsreynslu- og þroskasaga, æsispennandi og maður hugsar um hana lengi á eftir. Hfy UtfStarj Ekki af baki dottinn eftir Ulf Stark, útg. 1991 Foreldrar Sindra eru skilin og hann býr einn með pabba sínum sem keyrirstrætóá vöktum. Það þýðir að Sindri er stundum einn heima á nóttunni. Þabbi er áhyggjufullur og á það til að hringja heim til að athuga með soninn. En ýmislegt dregst hjá honum, til dæmis að þvo þvottinn, og Sindri finnur stundum ekkert til að fara í nema skíðaföt þó að komið sé vor. Honum finnst því nauðsynlegt að pabbi nái sér í nýja konu. Auðvitað saknar hann mömmu og gömlu, góðu daganna, en svona getur þetta ekki gengið og hann ræðst sjálfur í að leysa málið með aðstoð Jonna vinar síns. Þetta er bráðfyndin saga en líka hlý og Ijúf. Stórt letur og ekki of mikið á hverri síðu. Hún hentar því vel þeim sem eru nýlega farnir að lesa sér til gagns.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.