Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 30

Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 30
Fjölskylduleiksýningin Horn á höfði eftir Guðmund Brynjóifsson og Berg Þór Ingólfsson, sem Grindvíska atvinnuleikhúsið (GRAL) frumsýndi i Grindavík árið 2009, hefur farið víða á þeim rúmu fjórum árum sem liðin eru frá frumsýningu. Sýningin fékk Grímuna sem barnasýning ársins 2010 og var sýnd á Akureyri um vorið. Haustið 2010 var hún sett upp í Borgarleikhúsinu og gekk þar við góðar undirtektir um nokkurt skeið. Nú i vetur var komið að Tjarnarbíói að hýsa þessa skemmtilegu, fyndnu og fróðlegu sýningu þar sem iandnámssaga Grindavíkur fléttast saman við sögu af venjulegum krökkum sem gtíma við raunveruieg vandamál. Tekið skal fram að þetta er atitaf sama sýningin, það er sömu leikarar, sama leikmynd og sömu sviðshreyfingar sem lagaðar eru að hverju rými fyrir sig, en ekki ólíkar uppsetningar á sama verki. Með horn á hausnum Sagan hefst á því að Björn vaknar einn morgun með horn á höfðinu. Hann veit ekki af hverju en finnst miður að líta út eins og geit. Því fær hann Jórunni vinkonu sína til að hjálpa sér við að rannsaka málið og smám saman kynnast þau sögunni af landnámsmanninum Hafur-Birni og Jórunni konu hans, fá erfitt verkefni sem reynir á vináttu og útsjónarsemi og kynnast mörgum skemmtilegum og furðulegum persónum. Verkið byggir, eins og áður sagði, á landnámssögu Grindavíkur og eru landafræði svæðisins gerð góð skil, til dæmis í einu lagi þar sem örnefni staðarins eru tengd inn í söguþráðinn. Þannig tekst að vekja forvitni áhorfenda um þessa staði og það sem þar gæti gerst. Þessi áhersla þvælist þó ekki fyrir framvindu sögunnar, sem gæti gerst hvar sem er á íslandi og víðar. Tvíhöfða tröll og kjánalegir krimmar Leikararnir þrír stóðu sig afar vel. Víðir Guðmundsson, sem leikur Björn, er sá eini sem fer aðeins með eitt hlutverk enda er hann á sviðinu næstum allan tímann. Persóna hans líður, eins og aðalpersónur gera gjarnan, fyrir að sagan hverfist um hann og svigrúm til ýkjuleiks er minna en hjá hinum. Víði tekst hins vegar mjög vel að búa til trúverðugan ellefu ára strák. Sólveig Guðmundsdóttir fer með tvö hlutverk, hún leikur Jórunni, vinkonu Bjöms og einnig fer hún með hlutverk annars tveggja kostulegra smáglæpamanna sem eiga sér bækistöð í Þjófagjá. Víðir og Sólveig eiga bæði skilið

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.