Börn og menning - 01.04.2014, Side 13

Börn og menning - 01.04.2014, Side 13
Börn hlusta ekki á útvarp, það er löngu liðin tíð 13 Anna Pálína Árnadóttir heitin, ötul baráttukona fyrir réttindum barna og umsjónarmaður fjölda útvarpsþátta fyrir yngstu kynslóðina, átti hugmyndina að Vitanum. Hún vann að undirbúningi þáttarins ásamt dagskrárstjóra Rásar 1 á þeim tíma, Margréti Oddsdóttur, og vefstjóranum Önnu Melsteð. Þær voru framsýnar konur og þættinum var komið í loftið og á netið með stuðningi útvarpsstjórans Markúsar Arnar Antonssonar, sem færði okkur fyrstu stafrænu Ijósmyndavél útvarpsins á þeim merka degi þegar kveikt var á Vitanum. Síðan hefur verið barnaútvarp á dagskrá Rásar 1 flesta virka daga, Leynifélagið tók við kyndlinum af Vitanum og hefur fengið frábæra dóma hjá börnum og fullorðnum. Nú eru hins vegar blikur á lofti og miklar líkur á að þessi góða hefð leggist af. Vitabörnin Auk mín unnu við Vitann í gegnum árin þeir Felix Bergsson, Atli Rafn Sigurðarson, Gunnar Hansson og Ævar Þór Benediktsson. Við Vitaverðirnir köllum börnin sem tóku þátt í dagskrárgerðinni eða komu fram í þættinum Vitabörn. Þetta voru frjóir og sniðugir krakkar sem vissu fátt skemmtilegra en að skapa útvarpsefni með fullorðnum, gagnrýna bækur, syngja og spila á hljóðfæri, semja leikrit og sögur, leika, taka viðtöl við önnur börn eða ræða aðkallandi málefni. Nú eru Vitabörnin rúmlega tvítug og gaman að fylgjast með þeim sem ungum, skapandi einstaklingum á ýmsum sviðum mannlífsins. Sum eru leikarar og tónlistarfólk, önnur hafa helgað líf sitt vísindum, mörg hafa valið sér fjölmiðla sem starfsvettvang. Á undan Vitanum var Saltfiskur með sultu, Barnaútvarpið, Frost og funi, Morgunstund barnanna og þar á undan eitthvað enn annað. Frá upphafi útvarpsútsendinga hafa börn á íslandi haft aðgang að og átt sinn eigin stað í útvarpinu sínu og nýtt sér það til að koma sköpun sinni og skoðunum á framfæri. Ósk fyrrverandi Vitavarðar er að íslensk börn eigi áfram rödd í útvarpi allra landsmanna, að þau geti hlustað á jafningja tjá sig um málefni líðandi stundar og geti lagt aftur augun og séð fyrir sér heillandi ævintýri meðan tónar og tal kitla ímyndunaraflið. Börn hlusta á útvarp. Höfundur er sjálfstætt starfandi fjölmiðlakona i London

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.