Fréttablaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 16
Undanfarið ár hafa þau Halldór
og Lilian verið á Spáni þar sem
þau vinna sjálfboðavinnu í stóru
hundaathvarfi. Halldór segir að
hugmyndin um að flytja út hafi
kviknað þegar þau hjónin ráku
ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi
og kynntust í gegnum vinnu sína
fólki alls staðar að úr heiminum.
„Í gegnum það og líka í gegnum
ferðalög okkar um heiminn varð
okkur það ljóst hversu mikil
forréttindi við höfðum á Íslandi.
Okkur langaði að nýta þessi for-
réttindi og flytja út og hjálpa til.
Sérstaklega þar sem dýr upplifa
mikið harðræði,“ segir Halldór.
„Við leituðum á netinu og
fundum hundaathvörf og eignuð-
umst mikið af góðum vinum, í
Búlgaríu, Rúmeníu og Grikklandi.
Við höfum verið í útjaðri Evrópu
því þar er meira vandamál. Við
finnum svo oftar en ekki heimili
fyrir þá í öðrum löndum.“
Í hundaathvörfunum eru oft
hvolpar sem fæðast á götunni
en Halldór segir að það sé mis-
munandi eftir löndum hvernig
hundarnir rata í athvörfin.
„Hér á Spáni eru tvær tegundir af
hundum sem eru mikið notaðar til
að veiða. Veiðimenn rækta miklu
meira af þeim en þeir þurfa og
henda svo meirihluta hundanna.
Sérstaklega í lok veiðitímabilsins.
En þeir henda líka hundum sem
þeir telja að séu ekki nógu góðir í
að veiða. Þessir hundar lenda þá á
götunni og enda svo í athvarfi hjá
okkur,“ segir Halldór.
„Stundum er hundunum bara
hent út á götu en oft eru þeir
hengdir upp í tré til að drepa þá.
Sumir skjóta hundana, sumir eitra
fyrir þeim. Þetta er alls konar.
Þegar hundarnir koma í athvarfið
er þeim stundum hent yfir girð-
inguna hjá okkur, en sumir koma
með hunda í athvarfið sem þeir
segjast ekki geta hugsað um. Svo
fáum við stundum símtal um að
einhver hundur sé í hættu eða við
það að deyja úr vannæringu. Við
höfum stundum farið út að bjarga
hundum á nóttunni.“
Líta á flækingshunda sem rottur
Halldór segir að það sé mjög erfitt
að upplifa þessa meðferð á dýr-
unum en engu að síður sé magnað
að hitta fólkið sem leggur sig allt
fram við að bjarga þeim.
„Þetta eru hetjur sem eru alltaf
í skítnum að díla við þetta. Að
díla við veiðimennina, að díla við
stjórnvöld og díla við fólk sem
lítur á f lækingshunda sem rottur
eða einhvers konar pest. Við
höfum kynnst ótrúlegu fólki sem
er alltaf að berjast fyrir réttindum
þeirra sem hafa ekki neina rödd.
Það er mjög hvetjandi og drífur
okkur áfram. En auðvitað er þetta
líka þreytandi. Allir sem vinna í
þessu eru í sjálf boðavinnu. Stjórn-
völd hjálpa aldrei til við neitt
svona.“ segir hann.
„Á þessu ferðalagi okkar, sem
og í gegnum vinnu okkar í hinum
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@
frettabladid.is
Halldór segir miserfitt að finna heimili fyrir hundana en sumir líti á flækingshunda sem rottur.
Starfið getur
verið átakan-
legt en margir
hundanna hafa
upplifað mikið
harðræði.
Á Spáni er
mörgum
hundum hent
á götuna og
þaðan enda þeir
í athvarfi og
þeim er fundið
heimili.
ýmsu dýraathvörfum um Evrópu,
höfum við séð að það eru nánast
eingöngu konur sem eru að sinna
þessum störfum og allt í sjálf-
boðavinnu. Við höfum kynnst
mörgum konum sem vinna alla
daga, sinna heimili og fjölskyldu,
og nýta svo allar frjálsar stundir
til að hjálpa dýrum og reka
hundaathvörf. Þessar konur eru
mínar hetjur og hvatning.“
Athvarfið þar sem Halldór og
Lilian vinna er nokkuð stórt. Þau
eru hluti af tuttugu til þrjátíu
manna teymi sjálf boðaliða.
„Það fara alltaf tveir til þrír
á morgnana og tveir til þrír
seinnipartinn til þess að gefa
hundunum að borða, þrífa allt
og hugsa um þá. Í athvarfinu í
Grikklandi var búið að safna nógu
miklum peningum til að hægt var
að hafa tvo til þrjá starfsmenn á
lágmarkslaunum. Þá var alltaf ein-
hver á staðnum. Það var mjög stórt
athvarf þar sem voru í kringum
100 hundar. Hjá okkur eru um 30
hundar í athvarfinu og 50 á tíma-
bundnum fósturheimilum. Við
finnum stundum fósturheimili
í nágrenninu fyrir hundana þar
til við finnum varanlegt heimili,“
útskýrir Halldór.
Margir hafa upplifað harðræði
Hann segir það ganga misvel
að finna varanlegt heimili fyrir
hundana. Sumir þeirra eru mjög
hræddir, hafa kannski upplifað
harðræði og ofbeldi og treysta ekki
mannfólki. Fyrir þá hunda getur
verið erfitt að finna heimili.
„Við vinnum með sjálfseignar-
stofnunum og samtökum um
alla Evrópu, þannig að oftar en
ekki gengur vel að finna heimili,
til dæmis í Þýskalandi, Belgíu,
Hollandi eða Danmörku, fyrir þá
hunda sem eru tilbúnir að fara á
nýtt heimili. Það er erfiðara að
finna heimili hér á Spáni eða í
Grikklandi þar sem vandamálin
eru meiri. Hér þarf að reyna að
upplýsa fólk betur, byrja á unga
fólkinu og kenna börnum að hugsa
vel um dýrin,“ segir Halldór.
„Við vinnum með fólki sem
hefur lært hundaþjálfun. Þeir
hundar sem við teljum okkur
trú um að þurfi á meiri hjálp að
halda, þeir fara til hundaþjálfara,
stundum í mánuð, stundum í tvo.
Hundaþjálfarinn vinnur með
þeim. Hann reynir að hjálpa þeim
þannig að það verði líklegra að
hundinum líði ágætlega á nýju
heimili.“
Halldór segir að þau Lilian
séu ekki á leið heim á næstunni,
þau vilja halda áfram að hjálpa
hundum.
„Við förum kannski til Mexíkó
að vinna í athvörfum þar næst. Það
er svona hugmynd. Konan mín er
þaðan og við höfum búið þar og
þekkjum þar til. Það er mikil neyð
þar hvað þetta varðar. Kannski
förum við þangað, við munum alla
vega halda áfram í þessu eins lengi
og við getum.“
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergs-
dóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
2 kynningarblað A L LT 9. mars 2021 ÞRIÐJUDAGUR