Fréttablaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 48
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@
frettabladid.is
Alexandra Johansen hársnyrtir
segir að á fermingardaginn
kjósi margar stelpur að skarta
miklum og fallegum liðum
og léttum uppgreiðslum með
föstum fléttum eða snúningum
en strákarnir koma í klippingu
fyrir ferminguna og láti það
duga.
Mikið er um að stelpur fari í hár-
greiðslu á fermingardaginn og það
er því alltaf nóg að gera á þessum
tíma ársins, að sögn Alexöndru,
hársnyrti á Manhattan í Egilshöll,
en hún hefur brennandi áhuga á
öllu sem tengist hári.
„Margar stelpur koma í prufu-
greiðslu nokkrum dögum fyrir
ferminguna og nýta þá tækifærið
og fara í fermingarmyndatöku í
leiðinni. Oftast hafa stelpurnar
einhverjar hugmyndir um hvernig
greiðslu þær vilja. Þær sem koma
til mín eru yfirleitt búnar að
skoða Instagram-síðuna mína eða
leita að fallegum greiðslum á t.d.
Pinterest. Þær koma gjarnan með
myndirnar til mín og við útfærum
þá greiðsluna. En svo eru líka
margar sem eru ekki með neinar
ákveðnar hugmyndir. Þá er sniðugt
fyrir þær að koma í prufu þar sem
við gerum mismunandi útfærslu af
greiðslum og veljum síðan saman
það sem klæðir hverja og eina
best,“ segir Alexandra.
„Vinsælast í dag eru miklir, fal-
legir liðir og létt uppgreiðsla. Þá
tek ég litlar skiptingar og krulla
allt hárið. Svo er mjög eftirsótt
að fá fastar fléttur eða snúninga
Léttir liðir og fastar fléttur
Alexandra segir margar fermingarstelpur hafa sterkar
skoðanir á því hvernig hárgreiðslu þær vilji fá. „Þær koma
gjarnan með myndir af fallegum greiðslum til mín og við
útfærum þá greiðsluna.“ Eins og sjá má hér að neðan eru
liðir afar vinsælir í fermingargreiðslunum árið 2021.
sem eru teknir frá andlitinu. Þær
stelpur sem koma í stólinn til mín
hafa yfirleitt verið að safna hári
fyrir fermingardaginn sinn en auð-
vitað eru margar með styttra hár
sem er líka skemmtilegt. Áður fyrr
var alltaf rosa spennandi að fá að
klippa sig strax eftir ferminguna
en núna halda flestar í síddina eftir
ferminguna,“ segir Alexandra.
Lifandi blóm í hárið
Fermingarhártískan hefur tekið
miklum breytingum undanfarin
ár. „Áður fyrr var mikið um stífar
uppgreiðslur, alls konar snúninga
í hárið og skraut á borð við
spennur og steina. „Núna er miklu
meira um létta, fallega liði og
hárið frjálsara og það fær að njóta
sín betur,“ nefnir Alexandra.
En er mikið um skraut í hárið
nú til dags? „Það er ótrúlega per-
sónubundið hvað hver og einn vill
fá í hárið á sér. Ég myndi segja að
steinar, gerviblóm og þess háttar
hafi ekki verið móðins upp á síð-
kastið heldur er meira um fallegar
spennur með hvítum perlum og
lifandi blómum sem er ótrúlega
fallegt. Blóm sem heitir brúðarslör
hefur verið vinsælt en það kemur
alltaf ótrúlega vel út og gefur fal-
lega lokaútkomu.“
Þegar talið berst að ferm-
ingardrengjum og hártísku segir
Alexandra að það sé allur gangur
á því hvernig þeir vilji hafa hárið á
sér. „Ég hef ótrúlega gaman af því
hvað þeir hafa miklar skoðanir á
því hvernig klippingu þeir vilja.
Oftast er það stutt hár í hliðunum
með smá „fade-i“ í hliðunum og
síðan er toppurinn tekinn fram
og klipptur þvert eða greiddur til
hliðar og aftur sem tengist „fade-
inu“. Yfirleitt koma strákarnir
ekki í greiðslu á sjálfan fermingar-
daginn. Þeir koma í klippingu
örfáum dögum áður og ég sýni
þeim hvernig best sé að greiða
sér og hvernig mótunarvörurnar
séu settar í hárið og hvaða vörur
henta hverjum og einum. Þegar
þeir eru komnir með klippinguna
og réttar vörur þá yfirleitt vilja
þeir greiða sér sjálfir á fermingar-
daginn,“ segir Alexandra.
Fleiri myndir má sjá á Instagram
undir alexjohansenhar
Þær stelpur sem
koma í stólinn til
mín hafa yfirleitt verið
að safna hári fyrir ferm-
ingardaginn sinn en
auðvitað eru margar
með styttra hár sem er
líka skemmtilegt. Áður
fyrr var alltaf rosa
spennandi að fá að
klippa sig strax eftir
ferminguna en núna
halda flestar í síddina
eftir ferminguna.
Létt uppgreiðsla með spennu og lokkar eru vinsælir.
Mjúkir lokkar og falleg blóm er fallegt saman.
Fastar fléttur og stórir liðir koma vel út ásamt blómum.
Fallegar fléttur
og lifandi blóm
setja svip á
fermingar-
greiðsluna.
Fermingarmöppur
og gestabækur
Við bjóðum upp á áletrun á
nafni og dagsetningu
við Reykjalund | 270 Mosfellsbæ
Sími 562 8500 | www.mulalundur.is
24 kynningarblað 9. mars 2021 ÞRIÐJUDAGUR FERMINGAR