Fréttablaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 52
rækjuterta, túnfiskterta og skinku- terta í þessari röð að sögn Ásdísar. „Fólk er oft með heita rétti með skinku í og er þá ekki með skinkubrauðtertu. En ég geri líka hangikjötstertu og roast beef og laxatertu. Ég geri aðeins öðruvísi salöt en margir aðrir. Ég nota til dæmis mjög mikið af rækjum í rækjubrauðtertuna mína en ekki mikið af eggjum. Eins nota ég ekki mikið af majónesi, ég vil ekki hafa terturnar löðrandi í majó- nesi og nota þess vegna meira af öðru hráefni. Eins þá nota ég alltaf sýrðan rjóma með majónesinu. Sýrði rjóminn hindrar að terturnar gulni,“ útskýrir Ásdís. Brauðterturnar hennar Ásdísar eru alltaf listilega vel skreyttar. Hún býr yfirleitt til rósir úr tómöt- um eða plómum sem hún skreytir terturnar með. En hún segir aðspurð að það taki svolítinn tíma að ná leikni í að búa til rósirnar. „Ég er með aðstoðarkonu sem hefur verið að hjálpa mér að gera brauðtertur, hún hefur eytt ansi mörgum kílóum af tómötum bara til að prufa,“ segir Ásdís og hlær. „Þetta er bara tilfinning og leikni. Það er erfitt að kenna þetta, þetta kemur bara allt í einu. Það þarf að skræla tómatinn eða plómuna þunnt. Þú skerð alltaf bara í hring og vefur þessu svo öfugt upp, þá kemur rós. Þetta er ekki flóknara en það. En það er leikni að ná þessu nógu þunnu,“ segir hún. Auk þess að gera girnilegar brauðtertur býr Ásdís einnig til fleiri tertur sem eru vinsælar í fermingarveislum. Marensbomban hennar með kókosbollunum er til dæmis alveg sérstaklega gómsæt og líka falleg á fermingarborðið. Ásdís deilir hér uppskriftinni að marens- bombunni. Marensbomba Þessi uppskrift er fyrir 40 manns, þannig að hún hentar vel á fermingarborðið. Botnar : 10 eggjahvítur 500 g sykur 2 bollar rice crispies Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið síðan sykrinum saman við í smá skömmtum, þeytið áfram þar til massinn er mjög stífur, þá er rice crispiesinu blandað saman við með sleikju þar til þetta er vel samlagað. Breiðið smjörpappír á bökunar- plötu og setjið helming af mass- anum á pappírinn og dreifið úr eins og hægt er. Síðan er gert alveg eins á aðra plötu. Bakað með blæstri á 110 ˚C í 3 klst. Á milli eru settir 2 lítrar af þeyttum rjóma, fyrst helmingurinn á neðri botninn og 1 kg af frosnum hindberjum, 7 pakkar af kókos- bollum og yfir kókosbollurnar kemur restin af þeytta rjómanum og svo efri botninn þar ofan á. Ofan á sprautar Ásdís súkkulaði- ísingu frá Kjörís í línur og leyfir því að leka niður eftir kökunni. Síðan setur hún alls konar ferska ávexti, t.d. vínber, græn og rauð, jarðarber, bláber, blæjuber og granatepla- kjarna. Rækjutertan er vinsælust en þar á eftir koma túnfisk- og skinkuterta. MYND/AÐSEND Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@ frettabladid.is Ásdís Hjálmtýsdóttir er sérlegur snillingur í brauðtertugerð enda hefur hún samhliða starfi sínu sem matráður á leikskóla búið til og skreytt brauðtertur og fleiri klassískar kökur fyrir fjöldann allan af veislum. Ásdís segir að brauðtertur séu alltaf vinsælar í fermingarveislum en vinsældirnar hafi þó tekið skyndilegan kipp fyrir tveimur árum síðan. Hún hefur þó engar skýringar á þeim skyndilegu vin- sældum. „Það varð bara rosaleg sprenging. Allir vildu fá snittur og brauðtertur í fermingarveislurnar. Það varð sérstaklega mikill áhugi hjá unga fólkinu og þeim sem eru að ferma,“ segir Ásdís. „Þegar maður er með veislu þá þarf hún að vera fjölbreytt. Það eru ekkert allir sem borða gamaldags rjómatertur. Það er kannski helst eldra fólkið.“ Ásdís hefur búið til brauðtertur fyrir veislur í um það bil 30 ár og segir að uppskriftin af brauð- tertunum hennar hafi ekki breyst mikið á þeim tíma. „Fólk vill alltaf fá eins tertu, hvort sem það er fimmtugsafmæli hjá mömmunni eða ferming hjá syninum. Þó fólk haldi veislu með margra ára millibili þá vill það fá sömu uppskriftina. Það er alltaf verið að reyna að finna upp hjólið og búa til eitthvað nýtt, en þetta gamla er samt alltaf best,“ segir Ásdís. Vinsælustu brauðterturnar eru Leikni að skreyta fallega Brauðtertudrottningin Ásdís Hjálmtýsdóttir hefur búið til og skreytt brauðtertur fyrir veislur í 30 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ásdís notar sýrðan rjóma á móti majónesinu svo brauð- tertan verði fallega hvít. MYND/AÐSEND Rjómabollumarengstertan hennar Ásdísar er alveg dísæt og girnileg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ásdís leggur metnað í að skreyta marenstertuna rétt eins og brauðterturnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANT- ON BRINK Fólk vill alltaf fá eins tertu, hvort sem það er fimmtugsaf- mæli hjá mömmunni eða ferming hjá syn- inum. FERMINGARTILBOÐ YFIR 20 MYNDABOX Í BOÐI EKKI GLEYMA AÐ PANTA MYNDASBOXIÐ Myndabox að eigin vali Bakgrunnur Props / leikmunir Uppsetning / frágangur TILBOÐ (Yfir 100 bakgrunnar í boði) Kr. 34.900,- (Fullt verð kr. 46.900,-) Innifalið í tilboði: 28 kynningarblað 9. mars 2021 ÞRIÐJUDAGUR FERMINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.