Fréttablaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 20
Hildur Eva Einarsdóttir átti upp- haflega að fermast í mars í fyrra en fermingunni var frestað fram í ágúst. Hún vonast til að halda fermingarveislu í vor en búið er að fresta veislunni nokkrum sinnum vegna sóttvarnalaga. sigriduringa@frettabladid.is Undanfarin misseri hefur Hildur Eva haft í nógu að snúast. Hún lék aðalhlutverkið í stuttmyndinni Adela, sem fjallar um stelpu sem verður fyrir einelti og hvernig það breytir líðan hennar að eignast hund. Í fyrravetur stóð ferm­ ingarundirbúningurinn sem hæst þegar Hildur Eva fékk þær fréttir að fermingunni yrði frestað um nokkrar vikur vegna kórónaveiru­ faraldursins. „Ég átti að fermast þann 29. mars 2020 en mánuði fyrr greindist fyrsta kórónuveirusmitið hérlendis, sem setti strik í reikn­ inginn. Vegna samkomubanns var fermingunni frestað fram í ágúst. Ég varð dálítið svekkt því ég hlakk­ aði mjög mikið til þess að fermast,“ segir Hildur Eva, sem var þá þegar byrjuð að undirbúa fermingar­ veisluna sína. „Ég ætlaði t.d. að föndra og búa til alls konar skraut. Það var búið að kaupa fullt af servíettum og ég hafði búið til fimmtíu servíettu­ dúllur. Svo ætlaði ég að skera út stafina í nafninu mínu, mála þá í fallegum lit og hengja upp á vegg en sem betur fer var ég ekki komin langt með það verkefni,“ segir Hildur Eva, sem er að læra á þver­ flautu og stundar nám í ballett við Listdansskóla Íslands. Passaði í fermingarkjólinn „Ég var búin að fá fermingar­ kjólinn en sem betur fer stækkaði ég ekki mikið á þessum tíma þannig að ég passaði í hann þegar ég var fermd þann 30. ágúst. Fermingardagurinn var mjög góður. Ég byrjaði daginn á að fara í hárgreiðslu, síðan fór ég í Háteigs­ kirkju og fermdist. Eftir það fórum við fjölskyldan og fengum okkur að borða og síðan héldum við í myndatöku. Eftir þetta allt saman fór ég heim og við byrjuðum strax að undirbúa matarboð. Ég bauð afa og ömmu og guðmæðrum mínum og eiginmönnum þeirra í mat. Við vorum tíu talsins og áttum saman mjög góða stund,“ segir Hildur Eva og brosir. Ætlunin var að bjóða ættingjum og vinum til veislu í október en þá var sett á tuttugu manna samkomu bann. Því var ákveðið að fresta veislunni fram í nóv­ ember en það gekk ekki heldur upp. Næst stóð til að slá upp veislu í desember en ekkert varð úr því. Hildur Eva vonaðist til að geta haldið veislu í janúar eða febrúar en það gekk ekki heldur. Núna stendur til að halda fermingar­ veislu með vorinu. „Ég er auðvitað orðin þreytt á þessu en samt er ég þakklát fyrir að hafa fengið þennan fermingardag í ágúst. Hann var skemmtilegur þótt hann hafi verið öðruvísi en ég átti von á. Ég horfi á björtu hliðarnar og núna vonast ég til að geta haft vorveislu í maí. Veislan verður haldin í sal í Gufunesi og þar er klifurturn og útileiksvæði svo krakkarnir geta vonandi leikið sér úti,“ segir Hildur Eva bjartsýn. Hún segir að vissulega sé sér­ stakt að upplifa heimsfaraldur. „Þegar ég verð orðin gömul kona get ég sagt börnunum mínum og barnabörnum frá því hvernig það var að lifa á þessum tímum og hvaða áhrif það hafði á ferming­ una mína,“ segir Hildur Eva. Eigulegar fermingargjafir á frábæru verði Vonast eftir vorveislu Hildur Eva segir að hún sé vissulega orðin þreytt á því að fresta fermingar- veislunni hvað eftir annað en hún er bjartsýn á að geta haldið veislu í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Hildur Eva segist vera þakklát fyrir að hafa fermst í ágúst en veislunni var frestað. MYND/ KRISTJÁN MAACK Þegar ég verð orðin gömul kona get ég sagt börnunum mínum og barna- börnum frá því hvernig það var að lifa á þessum tímum og sagt þeim hvaða áhrif það hafði á ferming- una mína. 4 kynningarblað 9. mars 2021 ÞRIÐJUDAGURFERMINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.