Fréttablaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 32
Næst er lakkrískurlinu og sjávar-
saltinu bætt saman við.
Blandið kínóa puffs/kornflexi
saman við í þremur skömmtum
og hrærið vel saman inn á milli.
Sækið bökunarplötu/form með
bökunarpappír og f letjið döðlu-
gottið út á pappírnum. Passið að
halda góðri þykkt á gottinu. Setjið
í frysti í 10 mínútur. Á meðan er
suðusúkkulaðið brætt yfir vatns-
baði. Eftir 10 mínútur er súkku-
laðinu smurt ofan á og sett aftur
inn í frysti í 30 mínútur. Á meðan
er hvíta súkkulaðið brætt. Að 30
mínútum loknum er það skreytt
með hvíta súkkulaðinu og svo sett
aftur í frysti í 10 mínútur, til að
leyfa hvíta súkkulaðinu að harðna
vel. Eftir þessar 10 mínútur er
gottið tekið úr frysti og skorið í
teninga. Best er að geyma döðlu-
gottið í frysti eða kæli.
Heitt rúllubrauð
1 rúllutertubrauð (gróft eða fínt)
2 dl + 2 msk. vegan majónes
3 msk. af Oatly rjómaosti
(hreinum, blá dós)
1 sveppateningur frá Knorr
6 sveppir
1/2 rauð paprika
1 dl af söxuðum púrrulauk
Hálf dós (ca 210 g) af niður-
soðnum aspas
Paprikuduft
Hvítlauksduft
Season All krydd
Olía
Hitið ofninn í 200 gráður og
takið rúllutertubrauðið úr fryst-
inum. Skerið sveppina smátt og
saxið paprikuna og púrrulaukinn
smátt. Steikið saman á pönnu
með smá olíu. Kryddið með
papriku- og hvítlauksdufti. Þegar
grænmetið er orðið mjúkt er sett
í pott majónesið, rjómaostur,
sveppakraftur (saxaður) og 1 msk.
af olíu. Hrærið saman í pottinum
á meðalháum hita þangað til
sveppakrafturinn hefur bráðnað
ásamt rjómaostinum. Þegar engir
kekkir eru lengur í sósunni er
grænmetinu bætt í pottinn. Næst
er aspasinn settur út í ásamt
1 msk. af safanum úr dósinni.
Kryddið aðeins með Season All og
paprikudufti. Hrærið vel saman
og leyfið að malla í 2-3 mínútur á
lágum hita.
Smyrjið fyllingunni vel á rúllu-
brauðið og passið að smyrja yfir
allt brauðið, líka út í enda. Gott
er að nota plastið sem fylgir með
brauðinu til að rúlla því saman
aftur, annars getur það rifnað.
Setjið brauðið á bökunarplötu og
smyrjið 2 msk. af majónesi ofan á
rúllubrauðið ásamt því að krydda
með smá paprikukryddi.
Bakið í 15-20 mínútur eða þar til
það verður gyllt og fallegt.
Sítrónukaka
Innihald kaka:
400 g hveiti
250 g sykur
1 og 1/2 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
300 ml plöntumjólk (mæli með
soja- eða haframjólk)
100 ml ólífuolía
1 msk. eplaedik
1 tsk. vanilludropar
3 tsk. sítrónudropar
2 msk. rifinn sítrónubörkur (um 1
og 1/2 sítróna)
Smjörlíki til að smyrja formin
Innihald krem:
500 g flórsykur
100 g smjörlíki
2 tsk. sítrónudropar
3 og 1/2 msk. sítrónusafi (úr
ferskri sítrónu)
Skraut:
Rifinn sítrónubörkur
Hitið ofninn á 180 gráðu blástur.
Smyrjið smjörlíki á tvö 20x20 cm
hringform og setjið bökunarpappír
yfir. Finnið stóra skál og sigtið
hveitið ofan í hana (mikilvægt).
Bætið við sykri, matarsóda og salti
og hrærið saman.
Rífið börkinn af sítrónunni (best
er að nota lítið rifjárn). Blandið
næst saman plöntumjólkinni, ólífu-
olíunni, eplaedikinu, vanillu- og
sítrónudropunum og sítrónuberk-
inum í skálina og hrærið vel saman
með sleif.
Hrærið þangað til deigið er
kekkjalaust en passið að hræra ekki
of mikið (og alls ekki í hrærivél).
Hellið deiginu jafnt í formin og
setjið inn í ofn í 30 mínútur.
Á meðan er kremið útbúið.
Blandið flórsykri, smjörlíki
(verður að vera mjúkt við stofuhita),
sítrónudropunum og sítrónusaf-
anum saman í skál. Sítrónusafinn
verður að vera kreistur úr ferskri
sítrónu, t.d. úr þeirri sem var notuð
fyrir börkinn.
Blandið öllu vel saman með
handþeytara, fyrst á lágum hraða
og svo má auka hann. Hrærið þar til
kremið er orðið þykkt og án kekkja.
Eftir 30 mínútur má stinga með
prjón í kökurnar. Ef prjónninn
kemur hreinn úr deiginu er kakan
tilbúin. Annars má hún vera inni í
nokkrar mínútur.
Kæla þarf kökurnar vel áður en
kremið er sett á. Setjið kremið á
milli, ofan á og meðfram. Skreytið
toppinn með rifnum sítrónuberki.
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Fylgið okkur á FB
SKOÐIÐ
LAXDAL .IS
Dressin fyrir
mömmuna, ömmuna
og allar hinar líka
Lára Lind Jakobsdóttir heldur
úti vegan matarblogginu Vegan
hjá Láru. Hér gefur hún þrjár
einfaldar vegan uppskriftir sem
henta vel fyrir fermingarhlað-
borðið.
Hugmyndin að matarblogginu
Vegan hjá Láru kviknaði þegar
Láru Lind Jakobsdóttur fannst
vanta f leiri uppskriftir af klass-
ískum heimilismat fyrir græn-
kera. „Ég tók saman allar upp-
skriftirnar sem ég hafði verið að
veganvæða fyrir sjálfa mig, t.d.
ýmsa klassíska rétti og bakstur,
og úr varð vegan bloggið mitt.
Ég legg mikið upp úr einföldum
og f ljótlegum uppskriftum sem
henta sem flestum. Bloggið hefur
þróast mjög vel og eru þar núna
um 70 uppskriftir sem tengjast
f lestu frá morgunmat til kvöld-
matar og baksturs.“
Um þessar mundir er hún að
færa sig út í að hafa uppskriftirnar
líka glúteinlausar fyrir þá sem
kjósa. „Það var alltaf markmiðið
mitt í byrjun að stefna á 150 upp-
skriftir og taka það svo lengra,
t.d. með því að gefa út matreiðslu-
bók. Það væri allavega algjör
draumur.“
Lára Lind gefur hér þrjár ein-
faldar og bragðgóðar vegan upp-
skriftir fyrir fermingarhlaðborðið.
Uppskriftir Láru Lindar má finna
á veganhjalaru.com auk þess sem
hún er á Instagram (@vegan-
hjalaru).
Döðlugott
500 g döðlur
250 g smjörlíki
150 g púðursykur
150 g lakkrískurl
150 kínóa puffs/kornflex
1 msk. sjávarsalt
300 g suðusúkkulaði
50 g vegan hvítt súkkulaði (til að
skreyta, t.d. frá Ichoc sem fæst í
Nettó)
Saxið döðlurnar smátt og setjið
í pott með smjörlíkinu. Bætið
púðursykrinum við og hrærið vel
saman á meðalháum hita þangað
til döðlurnar eru orðnar mjúkar.
Einfaldar og fljótlegar uppskriftir
Lára Lind
Jakobsdóttir
heldur úti vegan
matarblogginu
Vegan hjá Láru.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Heitt vegan rúllubrauð með aspas.
Sítrónukaka sem einfalt er að gera, að því er Lára Lind upplýsir.
Meiri háttar Döðlugott sem Lára
gerir með lakkrískurli og fleiru.
16 kynningarblað 9. mars 2021 ÞRIÐJUDAGUR FERMINGAR