Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Side 4

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Side 4
HSkýrs 1 a stjórnar SFE 1999 þrengdar til þess að koma í veg fyrir sjóðþurrð. Eftir að hafa reifað aðeins styrkhæft nám fór Ingibjörg yfir reikninga sjóðsins og gerði grein fyrir stjórn hans. Að því loknu var orðið gefið laust. Enginn tók til máls og voru reikningarnir samþykktir. Trausti Hermannsson gerði grein fyrir reikningum verkfallssjóðs SFR, sem stofnaður var á aðalfundi 1993. Hann fór yfir einstaka liði og skýrði þá. Að því loknu var orðið gefið laust. Vakin var athygli á góðri ávöxt- un verkfallssjóðs. Að þessu loknu voru reikningar sjóðsins bornir upp til samþykktar og gekk það eftir sam- hljóða. Þá var borin upp tillaga trún- aðarmannaráðs um stjórn verkfalls- sjóðs: Jóna M. Sigurðardóttir, Náms- gagnastofnun, Trausti Hermannsson, Skattstofunni í Reykjavík, Rannveig Sveinbjörnsdóttir, Siglingastofnun, Elís Þorsteinsson, Vegagerðinni, og Elín Brimdís Einarsdóttir, Barna- og ung- lingageðdeild. Til vara: Lára Hans- dóttir, Tryggingastofnun ríkisins, Magnea Bjarnadóttir, Skattstofunni á Hellu og Jörundur Jónsson, Ríkisspít- ölum. Tillagan var samþykkt. Árni Stefán Jónsson fór yfir fjár- hagsáætlun ársins 1999 í forföllum gjaldkera. Varðandi tekjuhliðina benti hann á að vaxtatekjur væru að líkind- um varlega áætlaðar og gætu allt eins orðið meiri. f sambandi við ráð- stöfun teknanna nefndi hann einkum þá liði sem tengjast afmæli félagsins með einum eða öðrum hætti. Eftir að Árni hafði lokið máli sínu var orðið gefið laust. Enginn tók til máls og var fjárhagsáætlunin samþykkt. Fram kom í máli Björns H. Björns- sonar að ályktunarnefnd félagsins hefði haldið fjóra fundi. Hann las upp tillögur trúnaðarmannaráðs um álykt- anir aðalfundar árið 1999. Ályktan- irnar vörðuðu kjaramál, starfsmanna- mál, samstarf verkalýðshreyfingarinn- ar, félagsmál, heilbrigðis- og velferð- armál, auðlindamál, skattamál, menntamál, umhverfismál, upplýs- ingasamfélagið, skaðabótarétt og réttindi skuldara. Að lokum urðu nokkrar umræður um kjaramál og kjör einstakra starfs- stétta innan félagsins. Á afmælishátíð SFR var Jarmila Hermannsdóttir gerð að heiðurstrúnaðar- manni félagsins. Jens Andrésson, formaður félagsins, veitir henni hér viðurkenninguna. Afmælisárið Afmælisnefnd skipulagði ýmsa viðburði á árinu í tilefni þess að félagið átti 60 ára afmæli þann 17. nóvember síðastliðinn. Nefnd- in ákvað að leggja höfuðáherslu á að reyna að standa fyrir dagskrá sem flestir félagsmenn gætu not- ið, en einnig að huga sérstaklega að trúnaðar- mönnum félags- ins og öðrum þeim sem vinna m- -v ^ að verkefnum í þágu þess. í byrjun árs lét nefndin dreifa sérstakri afmælisdagbók til trún- aðarmanna og lét útbúa borðfána fyrir trúnaðarmenn til að taka til sinna vinnustaða. Á sama tíma hófst vinna við Ijósmynda- og sögusýningu SFR. Eftir nokkrar vangaveltur var ákveðið að leita til Ljósmyndasafns Reykjavíkur um að það tæki að sér að vera verklegur framkvæmdaaðili varðandi sýning- una. Það gekk eftir en fljótlega kom í Ijós að verkefnið reyndist viðameira en menn hugðu. SFR á því láni að fagna að Þorleifur Óskarsson sagnfræðingur er að skrifa sögu fé- lagsins og kom 1939-1999 ^ann Þessu verk- efni sem aðalhöf- undur efnis. Frá 20, nóvember hefur Ijósmynda- og sögusýning SFR síðan verið á ferð milli vinnustaða félagsmanna, bæði út um land og einnig á höf- uðborgarsvæðinu. Leitast hefur Sigrún Hjálmtýsdóttir skemmti í afmælisveislu félagsins. B - mars

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.