Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Síða 21

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Síða 21
Sky'rsla stjornar SFR 19 9 9 hugsun að menn greiði eftir efnum en fái skilgreinda þjónustu eftir þörfum. Herða þarf eftirlit skattayfirvalda verulega. Gagnrýnisvert er að innan við 50 starfsmenn sinni almennu skatteftirliti og einungis 15 sinni skattrannsóknum. Kjaramál SFR leggur áherslu á eftirfarandi sem grundvallaratriði í kjaramálum: • að kaupmáttur launa á íslandi verði sambærilegur við það sem gerist í grannlöndum. • að stöðugleiki í efnahagsmálum sé ein meginforsenda árangurs [ kjaramálum • að vinnutími á íslandi er óhóflega langur. Vinna þarf markvisst að því að stytta vinnutímann og leg- gja grunn að fjölskylduvænni kjarastefnu. Auka þarf stöðugleika í starfs- mannahaldi innan félags- og heil- brigðisþjónustunnar með því að tryggja starfsfólki mannsæmandi laun. Starfsmenntun - endurmenntun Á tímum örra þjóðfélagsbreytinga skiptir starfs- og símenntun launa- fólk æ meira máli. Þannig getur það bætt sig og eflt í starfi og þar með aukið eigin vellíðan og velferð, jafnt í og utan vinnu. Aðalfundur SFR vekur athygli á því að félagið hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á menntun- armál opinberra starfsmanna. Starf- semi á þessu sviði hefur gefið góða raun og félagsmenn gera sér fulla grein fyrir mikilvægi hennar. Þeir gera nú vaxandi kröfur á hendur bæði vinnuveitendum og félaginu um að meiri áhersla verði lögð á sí- menntun. Þessum mikilvægu þörf- um félagsmanna verður að sinna. Markmið SFR er að launamenn hafi tök á því alla sína starfsævi að bæta við sig menntun og þjálfun, samfélaginu öllu til mikilla hags- bóta. Aukið menntunarstarf mun skila vinnuveitendum hæfara og ánægðara starfsfólki. Þá er Ijóst að atvinnuöryggi veltur í æ ríkari mæli á því að einstaklingurinn geti til- einkað sér nýja þekkingu og hæfni sem vinnan krefst f síbreytilegu samfélagi tækni og nýjunga. Auk þessa eru lífsgæði f vinnunni mun mikilvægara baráttumál en áður var. Það er af þessum ástæðum sem að- gangur að símenntun og starfsþjálf- un verður æ mikilvægari fyrir opin- bera starfsmenn. Þess vegna þurfa stjórnvöld að taka upp markvissa stefnu í endur- menntunarmálum starfsmanna sinna og gera þeim kleift að leggja stund á símenntun með skipulegum hætti. Samstarf verkalýðs- hreyfingarinnar Aðalfundur SFR hvetur til þess að samtök launafólks í landinu endur- meti skipulagsform sitt frá grunni með það fyrir augum að efla og bæta samstöðu launafólks. Sterk verkalýðshreyfing er forsenda þess að unnt sé að tryggja réttindi ein- staklinga og verjast tilraunum at- vinnurekenda til að bola fólki út úr félögum og samtökum launafólks og veikja þannig réttarstöðu starfs- fólks. Frá félagsmönnum SFR Aðalfundur SFR þakkar öllum þeim félagsmönnum sem starfað hafa á vettvangi félagsins, í nefndum og ráðum, sem og þeim sem lagt hafa félaginu lið með einhverjum hætti. Sérstakar þakkir eru færðar starfs- mönnum félagsins fyrir gott og mikið starf á liðnu ári. - mars 21

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.