Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Qupperneq 24

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Qupperneq 24
H Skýrs 1 a stjdrnar SFR 1999 Trúnaðarmannaráð og trúnaðarmannafræðsla Trúnaðarmannaráð hefur komið saman sjö sinnum frá síðasta að- alfundi. Á fundunum hefur m.a. verið fjallað um vinnuviðhorf íslend- inga, skipuiagsform verkalýðshreyf- ingarinnar, áhrif vinnutímatilskipun- ar ES á íslenskan vinnumarkað, Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna, réttindamál (sameigin- lega kröfugerð BSRB, BHM og KÍ), fíkniefni og íslenskt samfélag, skattakerfið út frá sjónarhóli launa- fólks, úthlutunarreglur styrktar- og sjúkrasjóðs, könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna við aldahvörf, ráð- stefnu launamálaráðs í Munaðar- nesi, neytendamál, dómsmái og hvað þrengi að lýðræði í íslensku samfélagi. Einnig hafa fundirnir snú- ist um almenn félagsmál, undirbún- ing fyrir aðalfund o.fl. Fræðslumorgnar fyrir fulltrúa í launamálaráði hafa verið haldnir á undan fundum ráðsins. Á þeim var m.a. fjallað um trúnaðarmanninn sem leiðtoga og sérstakri nýliða- fræðslu var komið á fót fyrir ný- kjörna trúnaðarmenn. Síðastliðið haust fékk vinnuhóp- ur, skipaður fulltrúum frá fræðslu- nefnd SFR og St.Rv., það verkefni að endurmeta trúnaðarmannanám- skeiðið "Samstíga til framtíðar" ásamt því að útfæra hugmynd að framhaldsnámskeiði fyrir trúnaðar- menn. Ekki voru gerðar miklar breytingar á grunnnámskeiðinu þar sem vel þótti hafa til tekist með það, en nokkrir agnúar voru þó sniðnir af. Ljóst var af ábendingum þátttakenda á grunnnámskeiðinu að full þörf var á aukinni fræðslu fyrir trúnaðarmenn. Vinnuhópurinn vann út frá þeim ábendingum ásamt því að leita eftir hugmyndum þeirra sem reynslu hafa af starfi fyrir félög- in. Niðurstaðan varð þriggja daga framhaldsnámskeið "Samstíga til framtíðar II". Á námskeiðinu er lögð áhersla á félagslega færni, samn- ingatækni, hagnýta rökfræði, kjara- samning, kynningu á hugtökum úr heimi hagfræðinnar og kynningu á lífeyrismálum. 24 Félagstfðindi mars 2000

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.