Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Side 2
Óheppileg tímasetning Tímasetningin skiptir höfuðmáli. Þessa línu höfum við heyrt marg­ oft. Svarthöfði beitti þessu í framkvæmd strax sem lítill krakkaskítur. Mamma var eitt sinn froðufellandi ösku­ reið eftir að Binni bróðir hafði skapað abstrakt listaverk á stofuveggnum og brúkað til verksins allar rándýru Ori­ flame­snyrtivörurnar sem mamma hafði keypt á rauð­ vínsmarineruðu saumaklúbbs­ kvöldi. Þá sá Svarthöfði rétta tækifærið til að játa að hann hafði borðað allt suðusúkku­ laðið úr bökunarskúffunni. Þessi velhugsaða tíma­ setning varð til þess að Svart­ höfði fékk engar skammir, enda brot Binna mun alvar­ legra. Að sama skapi veit Svart­ höfði vel að hann falast ekki eftir samförum við spúsuna þegar hún er nýbúin að missa ástvin og veit líka að besti tíminn til að gefa konunni blóm er eftir að vinkonurnar hafa komið í heimsókn og kvartað yfir sínum mökum. Tímasetningin skiptir höf­ uðmáli. Þetta vitum við öll, meðvitað eða ómeðvitað, og högum lífi okkar samkvæmt því. Eitthvað fór þetta þó fram hjá dómsmálaráðherranum okkar. Nánast korteri eftir að tilkynnt var um að níu kon­ ur hefðu stefnt ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna þess að ákærur þeirra gegn ofbeldismönnum höfðu verið felldar niður, kemur í ljós að hún fékk hinn umdeilda Jón Steinar Gunnlaugsson til að endurskoða málsmeð­ ferðarkerfið í sakamálum. Jón Steinar hefur ýmislegt sér til frægðar unnið. Ást og aðdáun þolenda í ofbeldismálum er ekki eitt af því. Greyið dómsmálaráðherra. Af veikum mætti reyndi hún að bera hendur fyrir sig og benda á allt það góða sem hún hefur í embætti sínu gert í hag þolenda og kvenna. En Áslaug veit líka að í slaufunarmenn­ ingunni sem nú ríkir lifa allir í núinu. Þú getur ekki réttlætt slæma ákvörðun með því að hafa áður tekið réttar. Þetta er ekki heimilisbókhald. Þó þú styrkir björgunarsveitirnar mánaðarlega, flokkir ruslið, aðstoðir eldri borgara yfir götu og farir í messu á sunnu­ dögum máttu samt ekki keyra fullur. Líklega ætlaði Áslaug ekk­ ert að tilkynna sérstaklega um þetta fyrirkomulag. Sam­ kvæmt samningnum sem var gerður er áætlað að vinnan fari fram í febrúar, mars og apríl. Hefði Áslaug bara til­ kynnt þetta strax, væntan­ lega í janúar þegar ákvörð­ unin hafði verið tekin. Þá hefði þetta sloppið til. Helst hefði hún átt að tilkynna þetta á aðfangadag þegar þjóðin var upptekin af viðveru fjár­ málaráðherra við mögulegt sóttvarnabrot í Ásmundar­ sal. Það hefði verið sérdeilis frábær tímasetning. Alveg í anda Svarthöfða litla sem hafði borðað allt súkkulaðið úr bökunarskúffunni hennar mömmu. Nei, alveg rétt, þá var hún upptekin við að hringja í lög­ reglustjóra að spyrjast fyrir um „verklag“ en alls ekki að skammast yfir því að for­ maður flokks hennar væri kominn í eldlínuna. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Það er hjálp að fá H eimilisofbeldi er alvarlegt vandamál og stórt lýðheilsumál. Lengi vel var öll umræða um heimilisofbeldi tabú en sem betur fer hafa nú fjölmargir stigið fram og sagt frá reynslu sinni sem þolendur heimilisofbeldis. Yfir­ leitt eru þetta konur, þó að karlar séu líka þolendur, og hafa margar þeirra skammast sín mikið fyrir að vera of lengi í sambandi með manneskju sem beitti ofbeldi. Hingað til höfum við þó ekki heyrt í mörgum ger­ endum en það er hjá þeim sem vandinn liggur. Hér í blaðinu er úttekt á heimilisofbeldi þar sem rætt er við Andrés Ragnarsson sálfræðing sem rekur verkefnið Heimilisfrið sem er ætlað gerendum í heimilis ofbeldismálum. Vissulega er mörgum vísað til Heimilisfriðar eftir að hafa orðið uppvísir að því að beita ofbeldi í nánu sambandi en þangað kemur líka fólk að eigin frumkvæði því það hefur ein­ lægan vilja til að hætta að beita ofbeldi og er tilbúið til að taka við hjálp. Andrés segir þó marga gera lítið úr ofbeldinu í byrjun eða segjast jafnvel ekki muna eftir því. Það vekur athygli að hann segir þetta eðlilegt: „Fólk kemur hingað upp­ fullt af skömm og þarf að verja sig með einhverjum hætti því annars er nánast ógjörningur að horfast í augu við sjálfan sig.“ Það vill enginn vera manneskja sem beitir ástvini sína ofbeldi. Samt er það staðreynd að fjöldi fólks gerir það. Verkefnið Heimilisfriður hét í upphafi Karlar til ábyrgðar en nafninu var breytt árið 2013 enda alls ekki bara karlar sem beita ofbeldi í nánum sam­ böndum. Af þeim sem koma til Heimilisfriðar eru um 75% karlar, 25% konur og einstaka trans fólk. Það eru sannarlega ekki allir sem hafa beitt heimilisofbeldi sem þangað koma en þetta ætti að geta gefið einhverja hugmynd. Kvennaathvarfið er með mjög áhugaverða vefsíðu þar sem hægt er að sækja sér ýmsan fróðleik. Þar er meðal annars fjallað um ólíkar tegundir ofbeldis en flestir tala almennt bara um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. Þar er hins vegar líka fjallað um stafrænt ofbeldi og fjárhagslegt ofbeldi. Stafrænt ofbeldi er þegar ofbeldi er beitt með notkun tækni, til dæmis að senda skilaboð gegnum samfélagsmiðla, síma eða tölvupóst. Eitt dæmi um það er þegar maki stýrir því hverja þú mátt tala við gegnum samfélags­ miðla eða í síma. Fjárhagslegt ofbeldi er leið til að stjórna makanum í gegnum fjárhag. Dæmi um slíkt er þegar maki tekur launin þín af þér, skammtar þér peninga eða eyðileggur persónulega muni þína viljandi. Nú hvetjum við ekki bara þolendur til að leita sér hjálpar, við hvetjum gerendur til að leita sér hjálpar. Það er hjálp að fá! n Fólk kemur hingað upp- fullt af skömm. UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ágúst Borgþór Sverrisson, agustb@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Hrafn Norðdahl, hrafn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Ágústa Arna Sigurdórs- dóttir félagsfræðingur er þekkt fyrir sinn einstaka húmor. Hún hefur líka mjög gaman af goðsagnakenndu sjónvarpsþáttunum Fóst­ bræðrum sem fyrst fóru í loftið árið 1997. Hún segir hér frá uppáhalds atriðunum sínum úr þáttunum. 1 Sá vægir sem vitið hefur meira Sigurður beturviti er svo viss um að Anthony Hopkins leiki í myndinni The Plummer að hann hringir í Hopkins og reynir að sannfæra hann um að hann hafi leikið í mynd sem hann lék alls ekki í. 2 Maðurinn sem vildi bara kaupa það sem byrjaði á N / Konan sem kunni bara að elda bjúgu Þar sem þessir tveir sketsar skarast verð ég að taka þá sem eina heild. Stuttu síðar er dagurinn eyðilagður fyrir honum þar sem svartar ólífur voru settar í innkaupakörf­ una. Og svartar ólífur byrja svo sannarlega ekki á N! 3 Óviðeigandi tengda- mamman (Litli strákurinn minn bara byrjaður að ríða) Sonurinn kemur með nýju kærustuna sem er komin fimm mánuði á leið í heim­ sókn til móður sinnar. Tengdadóttirin er fljót að komast að því að tengda­ móðirin er vægast sagt óviðeigandi enda spyr hún vægast sagt mjög óviðeigandi spurninga. 4 Og það er komið ljós Finnur og spúsa hans voru að flytja í nýja íbúð. Finnur er sérstaklega ánægður með lýsinguna sem hann getur stjórnað með einu handtaki. Eitt handtak og það er komið ljós! 5 Gamalt fólk og tölvur Í þessu atriði fara Helga Braga og Jón Gnarr á kostum sem eldri hjón sem eru laf­ hrædd við tækninýjungarnar sem fylgja nútímanum. Sonur­ inn kemur færandi hendi í heimsókn með tölvu en gömlu hjónin vilja ekki sjá slíkt apparat inni á sínu heimili! FÓSTBRÆÐRA­ SKETSAR 2 LEIÐARI 12. MARS 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.