Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Blaðsíða 37
Una í eldhúsinu
Hægelduð nautalund með
ofnbökuðu rótargrænmeti og sveppasósu
Hægelduð nautalund
Fyrir 4-5 manns
1 kg nautalund
3-4 msk. smjör
2 msk. ólífuolía
1 msk. rósmarín, ferskt
Gróft salt og svartur pipar
Gott að vefja lundinni inn í plast-
filmu í smá tíma ef tími gefst.
Byrjið á að útbúa marineringu,
setjið saman í skál pipar, rósmarín
og ólífuolíu og blandið vel saman.
Smyrjið lundina vel upp úr mar-
ineringunni og pakkið lundinni inn
í plastfilmu, gott að vefja lundinni
inn í þrefalt plast og látið bíða í um
4-5 klukkustundir.
Fjarlægið plastfilmuna og steikið
lundina á pönnu í um það bil 30-40
sekúndur hverja hlið, lokið kjötinu
vel áður en það er sett í ofninn.
Bakið lundina í ofni við 170 gráðu
hita, mér finnst mikilvægt að hafa
kjöthitamæli til að mæla kjarnhita
lundarinnar en hann á að ná um
53-54 gráðum. Þá er lundin tekin
út úr ofninum og smá salti stráð
yfir hana og ég set gjarnan smá
smjörklípu yfir hana líka.
Leyfið lundinni að jafna sig í um
10-15 mínútur áður en hún er borin
fram.
Verði ykkur að góðu.
Sveppasósa
1 stk. villisveppaostur
100 g portobelloveppir (má sleppa)
½ grænmetisteningur
250 g matreiðslurjómi
Salt og pipar að vild
Byrjið á að skera niður sveppina.
Bræðið saman í potti villisveppaostinn ásamt rjóm-
anum, passið að hafa vægan hita og hræra vel í
blöndunni allan tímann svo að hún brenni ekki við.
Bætið sveppunum saman við ásamt grænmetis-
teningi.
Saltið og piprið að vild.
Leyfið sósunni að hitna vel og malla í góða stund, svo
að hún verði bragðmikil og sveppirnir mjúkir og góðir.
Steikt rótargrænmeti
Gulrætur
Rauðrófur
Rófur
Kartöflur
Hvítlaukssmjör
Salt og pipar
Ferskt timían
Blandið saman ykkar uppáhalds grænmeti í eldfast
form, ég setti hér gulrætur, rauðrófur, rófur og kart-
öflur og skar allt saman langsum, velti þessu upp úr
hvítlaukssmjöri og kryddaði með salti, pipar og fersku
timían.
Bakað í ofni við 180 gráður í um 40 mínútur. Þegar
grænmetið á um 10 mínútur eftir er extra gott að taka
það út úr ofninum og strá smá smjörklípu yfir og setja
aftur inn, það verður einstaklega bragðgott og mjúkt
í sér.
Það er fátt sem er meiri helgarmat-
ur en alvöru hægelduð nautalund
með gómsætri sveppasósu. Með
þessu leggur Una til að hafa steikt
rótargrænmeti. Fullkomin máltíð!
MYNDIR/AÐSENDAR
MATUR 37DV 12. MARS 2021